Leiðsögumaður segir bílaumferð á grasflötum við Skógafoss vandamál Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 18:00 Í myndbandi sem Stefán Þór Þorgeirsson leiðsögumaður tók upp má sá ferðamenn keyra inn á grasflöt við Skógafoss og spóla þar í eigin hjólförum. Skjáskot Leiðsögumaður, sem staddur var á ferðamannasvæðinu við Skógafoss í gær, segir húsbílaumferð ferðamanna vandamál á grasflötinni við Skógafoss. Hann kennir skorti á merkingum þar um og vísar í myndband sem hann tók af ferðamönnum á stórum húsbíl spóla á flötinni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og sveitarstjóri Rangárþings eystra vísa báðir í nýtt deiliskipulag á svæðinu. Í lok maí síðastliðnum voru verst útleiknu svæðin á flötinni fyrir framan Skógafoss girt af til að sporna við frekari átroðningi gangandi ferðafólks. Fyrr í þessum mánuði var Skógafoss jafnframt settur á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna. Sú breyting er tilkomin vegna „gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring.“Stefán Þór Þorgeirsson leiðsögumaður.Stefán Þór ÞorgeirssonUmferð húsbíla virðist hafa orðið útundan í skipulagningunniStefán Þór Þorgeirsson leiðsögumaður var staddur við Skógafoss í gærmorgun með hóp ferðamanna og tók þar eftir því að ástand grasflatarinnar er enn mjög slæmt. Hann segir í samtali við Vísi að svæði vegna gangandi vegfarenda séu vissulega girt af en nú vanti upp á merkingar vegna ágangs bílaumferðar. „Það virðist vera sem bílaumferð og sérstaklega umferð húsbíla hafi orðið útundan í skipulagningunni,“ segir Stefán og vísar þar í myndband sem hann tók sjálfur upp af ferðamönnum á svæðinu í gærmorgun. Í myndbandinu sjást ferðamennirnir, sem eru á stórum húsbíl, spóla í eigin bílförum og skilja eftir ljótt sár á grasflötinni. Stefán undirstrikar þó að myndbandið sé ekki til þess ætlað að beina sök að ferðamönnunum. „Það eru ekki skýrar afmarkanir fyrir húsbíla á svæðinu og lítið um bannskilti þannig að ætla má að þau hafi beinlínis ekki vitað betur.“ Hann segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hann sjái bíla á túninu þar sem hann gerir ráð fyrir að aðeins sé leyfilegt að tjalda. Stefán segir jafnframt nauðsynlegt að endurskipuleggja svæðið en til þess vanti auðvitað starfsfólk „Eins og á flestum fjölförnum ferðamannastöðum landsins hefði Skógafoss mjög gott af eftirlitsstarfsfólki sem gæti gengið um svæðið og leiðbeint fólki. Nú er búið að loka einum verst farna „stígnum“ sem lá í gegnum túnið og var búinn að grafa sig í gegnum allt graslagið á því svæði. Hins vegar er sams konar stígur enn í notkun á tjaldsvæðinu,“ segir Stefán.Myndbandið sem Stefán tók upp í gærmorgun má sjá hér að neðan.Girðingar vegna átroðnings gangandi vegfarenda gefið góða raunHákon Ásgeirsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun vísar til hlutaðeigandi sveitarfélags, Rangárþings eystra, þegar umræðan berst að bættum merkingum vegna bílaumferðar. Hann segir þessar merkingar vera liður í samstarfi Umhverfisstofnunar við sveitarfélagið en nú er unnið að nýju deiliskipulagi á svæðinu við Skógafoss. „Stefnt er að því að þetta svæði þar sem nú er tjaldstæði og bílastæði verði endurheimt í náttúrulegt horf,“ segir Hákon í samtali við Vísi. Hann segir enn fremur að merkingar vegna bílaumferðar ættu að vera rökrétt næsta skref en lokun svæða fyrir gangandi vegfarendum hefur gefið góða raun á svæðinu. „Það hefur orðið algjör viðsnúningur, fólk virðir þessar lokanir og fylgir göngustígum. Það er undantekning að fólk gangi inn fyrir girðingarnar.“Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Vísir/Vilhelm„Ákveðið ófremdarástand“ við SkógafossÍsólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, hafði ekki heyrt af akstri húsbíla inn á svæðið fyrir framan Skógafoss þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hann sagðist þó allur af vilja gerður til að gera úrbætur á ástandinu. „Það er auðvitað spurning hver ber þessa ábyrgð, ég get sagt þér heiðarlega að ég hef ekki heyrt þetta áður, en ég vil auðvitað ekki vera að fría okkur ábyrgð,“ segir Ísólfur. „Ég vildi gjarnan að við stæðum okkur betur í þessu en við erum nú að vinna í deiliskipulagi sem byggir allt á því að draga umferðina frá fossinum.“ Ísólfur vísar þar í áðurnefnt deiliskipulag sem meðal annars er unnið í samvinnu við Umhverfisstofnun. Hann segir margt mega betur fara í skipulagi við Skógafoss. „Það er ákveðið ófremdarástand þarna, það er náttúrulega mikið af fólki, en Umhverfisstofnun hefur þó staðið sig mjög vel í því að vernda ákveðin svæði.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skógafoss í hættu vegna ágangs ferðamanna Skógafoss á Suðurlandi er nú kominn á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikil ágangs ferðamanna. 22. júní 2017 09:53 Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Leiðsögumaður, sem staddur var á ferðamannasvæðinu við Skógafoss í gær, segir húsbílaumferð ferðamanna vandamál á grasflötinni við Skógafoss. Hann kennir skorti á merkingum þar um og vísar í myndband sem hann tók af ferðamönnum á stórum húsbíl spóla á flötinni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og sveitarstjóri Rangárþings eystra vísa báðir í nýtt deiliskipulag á svæðinu. Í lok maí síðastliðnum voru verst útleiknu svæðin á flötinni fyrir framan Skógafoss girt af til að sporna við frekari átroðningi gangandi ferðafólks. Fyrr í þessum mánuði var Skógafoss jafnframt settur á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna. Sú breyting er tilkomin vegna „gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring.“Stefán Þór Þorgeirsson leiðsögumaður.Stefán Þór ÞorgeirssonUmferð húsbíla virðist hafa orðið útundan í skipulagningunniStefán Þór Þorgeirsson leiðsögumaður var staddur við Skógafoss í gærmorgun með hóp ferðamanna og tók þar eftir því að ástand grasflatarinnar er enn mjög slæmt. Hann segir í samtali við Vísi að svæði vegna gangandi vegfarenda séu vissulega girt af en nú vanti upp á merkingar vegna ágangs bílaumferðar. „Það virðist vera sem bílaumferð og sérstaklega umferð húsbíla hafi orðið útundan í skipulagningunni,“ segir Stefán og vísar þar í myndband sem hann tók sjálfur upp af ferðamönnum á svæðinu í gærmorgun. Í myndbandinu sjást ferðamennirnir, sem eru á stórum húsbíl, spóla í eigin bílförum og skilja eftir ljótt sár á grasflötinni. Stefán undirstrikar þó að myndbandið sé ekki til þess ætlað að beina sök að ferðamönnunum. „Það eru ekki skýrar afmarkanir fyrir húsbíla á svæðinu og lítið um bannskilti þannig að ætla má að þau hafi beinlínis ekki vitað betur.“ Hann segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hann sjái bíla á túninu þar sem hann gerir ráð fyrir að aðeins sé leyfilegt að tjalda. Stefán segir jafnframt nauðsynlegt að endurskipuleggja svæðið en til þess vanti auðvitað starfsfólk „Eins og á flestum fjölförnum ferðamannastöðum landsins hefði Skógafoss mjög gott af eftirlitsstarfsfólki sem gæti gengið um svæðið og leiðbeint fólki. Nú er búið að loka einum verst farna „stígnum“ sem lá í gegnum túnið og var búinn að grafa sig í gegnum allt graslagið á því svæði. Hins vegar er sams konar stígur enn í notkun á tjaldsvæðinu,“ segir Stefán.Myndbandið sem Stefán tók upp í gærmorgun má sjá hér að neðan.Girðingar vegna átroðnings gangandi vegfarenda gefið góða raunHákon Ásgeirsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun vísar til hlutaðeigandi sveitarfélags, Rangárþings eystra, þegar umræðan berst að bættum merkingum vegna bílaumferðar. Hann segir þessar merkingar vera liður í samstarfi Umhverfisstofnunar við sveitarfélagið en nú er unnið að nýju deiliskipulagi á svæðinu við Skógafoss. „Stefnt er að því að þetta svæði þar sem nú er tjaldstæði og bílastæði verði endurheimt í náttúrulegt horf,“ segir Hákon í samtali við Vísi. Hann segir enn fremur að merkingar vegna bílaumferðar ættu að vera rökrétt næsta skref en lokun svæða fyrir gangandi vegfarendum hefur gefið góða raun á svæðinu. „Það hefur orðið algjör viðsnúningur, fólk virðir þessar lokanir og fylgir göngustígum. Það er undantekning að fólk gangi inn fyrir girðingarnar.“Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Vísir/Vilhelm„Ákveðið ófremdarástand“ við SkógafossÍsólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, hafði ekki heyrt af akstri húsbíla inn á svæðið fyrir framan Skógafoss þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hann sagðist þó allur af vilja gerður til að gera úrbætur á ástandinu. „Það er auðvitað spurning hver ber þessa ábyrgð, ég get sagt þér heiðarlega að ég hef ekki heyrt þetta áður, en ég vil auðvitað ekki vera að fría okkur ábyrgð,“ segir Ísólfur. „Ég vildi gjarnan að við stæðum okkur betur í þessu en við erum nú að vinna í deiliskipulagi sem byggir allt á því að draga umferðina frá fossinum.“ Ísólfur vísar þar í áðurnefnt deiliskipulag sem meðal annars er unnið í samvinnu við Umhverfisstofnun. Hann segir margt mega betur fara í skipulagi við Skógafoss. „Það er ákveðið ófremdarástand þarna, það er náttúrulega mikið af fólki, en Umhverfisstofnun hefur þó staðið sig mjög vel í því að vernda ákveðin svæði.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skógafoss í hættu vegna ágangs ferðamanna Skógafoss á Suðurlandi er nú kominn á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikil ágangs ferðamanna. 22. júní 2017 09:53 Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Skógafoss í hættu vegna ágangs ferðamanna Skógafoss á Suðurlandi er nú kominn á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikil ágangs ferðamanna. 22. júní 2017 09:53
Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54