Skógafoss í hættu vegna ágangs ferðamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júní 2017 09:53 Breytingin nú er tilkomin vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant. Vísir/Vilhelm Skógafoss á Suðurlandi er nú kominn á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni vegna skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Fossinn var áður á appelsínugulum lista. Breytingin nú er tilkomin vegna „gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant,“ að því er segir í tilkynningunni. Markmið rauða listans eru meðal annars að forgangsraða fjármunum og kröftum til verndunar, að auka meðvitund um aukna hættu sem og að efla samstarf á milli umsjónaraðila, hagsmunaaðila og stofnana sem koma að fjármögnun, skipulagingu, vöktun og stjórnun svæða. Friðlandið Fjallabak, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Geysir, Helgustaðanáma og Reykjanesfólkvangur verða áfram á rauða listanum. „Þær aðgerðir sem hafa verið gerðar á svæðunum að undanförnu hafa verið mikilvægar en duga ekki til að þau fari af rauða listanum að þessu sinni. Landvörslu þarf að bæta umtalsvert á öllum þessum svæðum til að auka vernd þeirra. Eitt nýtt svæði kemur inn á appelsínugulan lista, Dettifoss, vegna aukins ágangs ferðamanna og lengingar ferðamannatímabilsins. Fjögur svæði fara hins vegar alveg af listanum. Þau eru Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar og Háubakkar vegna þess að þar hafa aðgerðir Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar í stýringu, upprætingu framandi tegunda og fræðslu bætt stöðu mála umtalsvert,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan:Umhverfisstofnun gefur árlega út skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Á tveggja ára fresti er svo gefinn út svokallaður „rauði listinn – svæði í hættu“ sem byggður er á ástandsskýrslunni. Eitt af markmiðum rauða listans er að forgangsraða kröftum og fjármunum til verndunar, að auka meðvitund um ákveðna hættu og efla samstarf meðal umsjónaraðila, hagsmunaaðila og stofnana sem koma að fjármögnun, skipulagingu, vöktun og stjórnun svæða. Sú breyting hefur nú orðið að eitt svæði, náttúruvættið Skógafoss, færist af appelsínugulum lista á rauðan lista. Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.Friðlandið Fjallabak, Helgustaðanáma, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Geysir og Reykjanesfólkvangur verða áfram á rauða listanum að sinni. Þær aðgerðir sem hafa verið gerðar á svæðunum að undanförnu hafa verið mikilvægar en duga ekki til að þau fari af rauða listanum að þessu sinni. Landvörslu þarf að bæta umtalsvert á öllum þessum svæðum til að auka vernd þeirra.Eitt nýtt svæði kemur inn á appelsínugulan lista, Dettifoss, vegna aukins ágangs ferðamanna og lengingar ferðamannatímabilsins.Fjögur svæði fara hins vegar alveg af listanum. Þau eru Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar og Háubakkar vegna þess að þar hafa aðgerðir Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar í stýringu, upprætingu framandi tegunda og fræðslu bætt stöðu mála umtalsvert.Nokkur svæði eins og Surtarbrandsgil og Dynjandi eru á batavegi en ekki farin af listanum, þar sem flestar framkvæmdir sem áætlaðar voru eru á lokametrunum en ekki búnar. Eftirlit með svæðinu hefur verið aukið, gestastofa Surtarbrandsgils hefur verið opnuð á Brjánslæk og vinna við stjórnunar- og verndaráætlun er á lokametrunum.Friðlýst svæði á Íslandi voru 114 talsins í maí 2017 en umfang þeirra, eðli og ástand er eins misjafnt og svæðin eru mörg. Svæði kunna að hafa verið friðlýst vegna náttúrufars, landslags, jarðminja, útivistar eða samblands framangreindra þátta. Margir þættir geta haft neikvæð áhrif á verndargildi friðlýstra svæða. Þó má segja að áhrif mannlegra umsvifa séu hvað mest. Mörg friðlýst svæði eru meðal vinsælustu áfangastaða ferðamanna á Íslandi. Mikilvægt er að innviðir svæðanna séu til þess búnir að taka á móti þeim fjölda sem þar staldrar við og að fræðsla innan svæðanna sé markviss og til þess fallin að stuðla að aukinni verndun íslenskrar náttúru.Umhverfisstofnun hefur fjölgað heilsársstörfum nokkuð á undanförnum árum. Nú eru svæðalandverðir á Patreksfirði, Ísafirði, Mývatni, Hellu, Vestmannaeyjum og í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þá hefur verið ráðinn starfsmaður sem sinnir Gullfossi og Geysi sem og sérfræðingur fyrir Kerlingafjöll en til stendur að friðlýsa það svæði.Stofnunin minnir á mikilvægi þess að bæta heilsársumsjón með friðlýstum svæðum í öllum landshlutum en sérstaklega á Austurlandi og Suðvesturlandi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54 Loka göngustígum við Skógafoss Umhverfisstofnun hefur brugðið á það ráð að loka einstaka göngustígum við Skógafoss á Suðurlandi vegna mikils álags á stíganna í vætutíð og hlýindum undanfarið. 8. desember 2016 10:15 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Skógafoss á Suðurlandi er nú kominn á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni vegna skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Fossinn var áður á appelsínugulum lista. Breytingin nú er tilkomin vegna „gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant,“ að því er segir í tilkynningunni. Markmið rauða listans eru meðal annars að forgangsraða fjármunum og kröftum til verndunar, að auka meðvitund um aukna hættu sem og að efla samstarf á milli umsjónaraðila, hagsmunaaðila og stofnana sem koma að fjármögnun, skipulagingu, vöktun og stjórnun svæða. Friðlandið Fjallabak, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Geysir, Helgustaðanáma og Reykjanesfólkvangur verða áfram á rauða listanum. „Þær aðgerðir sem hafa verið gerðar á svæðunum að undanförnu hafa verið mikilvægar en duga ekki til að þau fari af rauða listanum að þessu sinni. Landvörslu þarf að bæta umtalsvert á öllum þessum svæðum til að auka vernd þeirra. Eitt nýtt svæði kemur inn á appelsínugulan lista, Dettifoss, vegna aukins ágangs ferðamanna og lengingar ferðamannatímabilsins. Fjögur svæði fara hins vegar alveg af listanum. Þau eru Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar og Háubakkar vegna þess að þar hafa aðgerðir Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar í stýringu, upprætingu framandi tegunda og fræðslu bætt stöðu mála umtalsvert,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan:Umhverfisstofnun gefur árlega út skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Á tveggja ára fresti er svo gefinn út svokallaður „rauði listinn – svæði í hættu“ sem byggður er á ástandsskýrslunni. Eitt af markmiðum rauða listans er að forgangsraða kröftum og fjármunum til verndunar, að auka meðvitund um ákveðna hættu og efla samstarf meðal umsjónaraðila, hagsmunaaðila og stofnana sem koma að fjármögnun, skipulagingu, vöktun og stjórnun svæða. Sú breyting hefur nú orðið að eitt svæði, náttúruvættið Skógafoss, færist af appelsínugulum lista á rauðan lista. Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.Friðlandið Fjallabak, Helgustaðanáma, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Geysir og Reykjanesfólkvangur verða áfram á rauða listanum að sinni. Þær aðgerðir sem hafa verið gerðar á svæðunum að undanförnu hafa verið mikilvægar en duga ekki til að þau fari af rauða listanum að þessu sinni. Landvörslu þarf að bæta umtalsvert á öllum þessum svæðum til að auka vernd þeirra.Eitt nýtt svæði kemur inn á appelsínugulan lista, Dettifoss, vegna aukins ágangs ferðamanna og lengingar ferðamannatímabilsins.Fjögur svæði fara hins vegar alveg af listanum. Þau eru Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar og Háubakkar vegna þess að þar hafa aðgerðir Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar í stýringu, upprætingu framandi tegunda og fræðslu bætt stöðu mála umtalsvert.Nokkur svæði eins og Surtarbrandsgil og Dynjandi eru á batavegi en ekki farin af listanum, þar sem flestar framkvæmdir sem áætlaðar voru eru á lokametrunum en ekki búnar. Eftirlit með svæðinu hefur verið aukið, gestastofa Surtarbrandsgils hefur verið opnuð á Brjánslæk og vinna við stjórnunar- og verndaráætlun er á lokametrunum.Friðlýst svæði á Íslandi voru 114 talsins í maí 2017 en umfang þeirra, eðli og ástand er eins misjafnt og svæðin eru mörg. Svæði kunna að hafa verið friðlýst vegna náttúrufars, landslags, jarðminja, útivistar eða samblands framangreindra þátta. Margir þættir geta haft neikvæð áhrif á verndargildi friðlýstra svæða. Þó má segja að áhrif mannlegra umsvifa séu hvað mest. Mörg friðlýst svæði eru meðal vinsælustu áfangastaða ferðamanna á Íslandi. Mikilvægt er að innviðir svæðanna séu til þess búnir að taka á móti þeim fjölda sem þar staldrar við og að fræðsla innan svæðanna sé markviss og til þess fallin að stuðla að aukinni verndun íslenskrar náttúru.Umhverfisstofnun hefur fjölgað heilsársstörfum nokkuð á undanförnum árum. Nú eru svæðalandverðir á Patreksfirði, Ísafirði, Mývatni, Hellu, Vestmannaeyjum og í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þá hefur verið ráðinn starfsmaður sem sinnir Gullfossi og Geysi sem og sérfræðingur fyrir Kerlingafjöll en til stendur að friðlýsa það svæði.Stofnunin minnir á mikilvægi þess að bæta heilsársumsjón með friðlýstum svæðum í öllum landshlutum en sérstaklega á Austurlandi og Suðvesturlandi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54 Loka göngustígum við Skógafoss Umhverfisstofnun hefur brugðið á það ráð að loka einstaka göngustígum við Skógafoss á Suðurlandi vegna mikils álags á stíganna í vætutíð og hlýindum undanfarið. 8. desember 2016 10:15 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54
Loka göngustígum við Skógafoss Umhverfisstofnun hefur brugðið á það ráð að loka einstaka göngustígum við Skógafoss á Suðurlandi vegna mikils álags á stíganna í vætutíð og hlýindum undanfarið. 8. desember 2016 10:15