Fyrrverandi kosningastjóri Trump þáði milljónir frá flokki vilhöllum Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 12:03 Paul Manafort hefur unnið sem málafylgjumaður fyrir vafasama erlenda einstaklinga um árabil. Vísir/EPA Ráðgjafarfyrirtæki Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, þáði 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússa yfir tveggja ára tímabil. Fyrirtækið hefur látið skrá sig sem útsendara erlends ríkis afturvirkt. Tengsl Manafort við Rússland eru á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skoðar nú. Manafort er annar náinn bandamaður Trump sem hefur skráð sig sem útsendari erlends ríkis en áður þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, að gefa upp störf sín í þágu Tyrklands. Manafort vann að því að hafa áhrif á stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Úkraínu fyrir Héraðsflokkinn samkvæmt frétt Washington Post. Hann var ráðgjafi Viktors Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem flúði til Rússlands árið 2014. Bandarísk lög kveða á um að þeir sem starfa fyrir erlendar ríkisstjórnir eða flokka í Bandaríkjunum þurfa að gefa það upp opinberlega og skrá sig sem útsendara erlendra ríkja.Hætti eftir ásakanir um vafasamar greiðslur í ÚkraínuManafort tók við forystu forsetaframboðs Trump vorið 2016 en hætti í ágúst eftir fréttir um að um nafn hans hefði komið fyrir í skrá sem fannst yfir óuppgefnar milljóna dollara greiðslur Héraðsflokksins í Kænugarði. Hann hefur neitað því að hafa gert nokkuð saknæmt. Auk úkraínska flokksins hefur Manafort unnið fyrir erlenda harðstjóra í gegnum tíðina, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi forseta Filippseyja, og Jonas Savimbi, angólska skæruliðaforingjann. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Manafort ræðir við þingið Hefur samþykkt að bera vitni vegna rannsóknarinnar á tengslum Trump og Rússa. 24. mars 2017 15:14 Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Ráðgjafarfyrirtæki Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, þáði 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússa yfir tveggja ára tímabil. Fyrirtækið hefur látið skrá sig sem útsendara erlends ríkis afturvirkt. Tengsl Manafort við Rússland eru á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skoðar nú. Manafort er annar náinn bandamaður Trump sem hefur skráð sig sem útsendari erlends ríkis en áður þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, að gefa upp störf sín í þágu Tyrklands. Manafort vann að því að hafa áhrif á stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Úkraínu fyrir Héraðsflokkinn samkvæmt frétt Washington Post. Hann var ráðgjafi Viktors Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem flúði til Rússlands árið 2014. Bandarísk lög kveða á um að þeir sem starfa fyrir erlendar ríkisstjórnir eða flokka í Bandaríkjunum þurfa að gefa það upp opinberlega og skrá sig sem útsendara erlendra ríkja.Hætti eftir ásakanir um vafasamar greiðslur í ÚkraínuManafort tók við forystu forsetaframboðs Trump vorið 2016 en hætti í ágúst eftir fréttir um að um nafn hans hefði komið fyrir í skrá sem fannst yfir óuppgefnar milljóna dollara greiðslur Héraðsflokksins í Kænugarði. Hann hefur neitað því að hafa gert nokkuð saknæmt. Auk úkraínska flokksins hefur Manafort unnið fyrir erlenda harðstjóra í gegnum tíðina, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi forseta Filippseyja, og Jonas Savimbi, angólska skæruliðaforingjann.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Manafort ræðir við þingið Hefur samþykkt að bera vitni vegna rannsóknarinnar á tengslum Trump og Rússa. 24. mars 2017 15:14 Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Manafort ræðir við þingið Hefur samþykkt að bera vitni vegna rannsóknarinnar á tengslum Trump og Rússa. 24. mars 2017 15:14
Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26