Nýtt nafn í útgáfubransanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. júní 2017 13:00 Dóra Júlía er einn vinsælasti plötusnúður bæjarins og hafa karókíkvöld hennar og Þórunnar Antoníu slegið í gegn. Mynd/dóra Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. Tilgangur félagsins er eins og segir í hlutafélagsskráningunni „Þróun, ráðgjöf, útflutningur og framleiðsla á tónlist. Umboðsmennska og innheimta stefgjalda og útgáfuréttar (publishing/master rights). Rekstur hljóðvers.“ Það má leiða líkur að því að hér sé að verða til nýtt „powerhouse“ í tónlistarbransanum á Íslandi en Pálmi Ragnar hefur, ásamt bróður sínum Ásgeiri Orra og Sæþóri Kristjánssyni, komið nálægt nánast öllum vinsælum poppsmellum landsins síðasta áratuginn eða svo en virðist nú vera að færa sig út í rekstur plötufyrirtækis ásamt kærustu sinni. Dóra Júlía hefur verið að gera það gott sem plötusnúður og þær Þórunn Antonía halda vikulegt karókíkvöld á Sæta svíninu. Hvorki Dóra né Pálmi vildu tjá sig um málið og því ekki ljóst hvernig rekstri plötufyrirtækisins verður háttað að öðru leyti en kemur fram í hlutafélagsskráningu en þar er Pálmi skráður sem stjórnarmaður og Dóra Júlía í varastjórn. Tónlistarútgáfa hér á landi virðist vera að vakna úr ákveðnum dvala en seint á síðasta ári stofnuðu þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds plötufyrirtækið Alda Music sem nú hefur á sínum snærum listamenn eins og Úlfur Úlfur, Hildi og Ella Grill. Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. Tilgangur félagsins er eins og segir í hlutafélagsskráningunni „Þróun, ráðgjöf, útflutningur og framleiðsla á tónlist. Umboðsmennska og innheimta stefgjalda og útgáfuréttar (publishing/master rights). Rekstur hljóðvers.“ Það má leiða líkur að því að hér sé að verða til nýtt „powerhouse“ í tónlistarbransanum á Íslandi en Pálmi Ragnar hefur, ásamt bróður sínum Ásgeiri Orra og Sæþóri Kristjánssyni, komið nálægt nánast öllum vinsælum poppsmellum landsins síðasta áratuginn eða svo en virðist nú vera að færa sig út í rekstur plötufyrirtækis ásamt kærustu sinni. Dóra Júlía hefur verið að gera það gott sem plötusnúður og þær Þórunn Antonía halda vikulegt karókíkvöld á Sæta svíninu. Hvorki Dóra né Pálmi vildu tjá sig um málið og því ekki ljóst hvernig rekstri plötufyrirtækisins verður háttað að öðru leyti en kemur fram í hlutafélagsskráningu en þar er Pálmi skráður sem stjórnarmaður og Dóra Júlía í varastjórn. Tónlistarútgáfa hér á landi virðist vera að vakna úr ákveðnum dvala en seint á síðasta ári stofnuðu þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds plötufyrirtækið Alda Music sem nú hefur á sínum snærum listamenn eins og Úlfur Úlfur, Hildi og Ella Grill.
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp