Sunna byrjar þann fimmtánda er hún berst sinn þriðja bardaga hjá Invicta-bardagasambandinu í Kansas City. Sunna vann fyrstu tvo bardaga sína hjá sambandinu.
Degi síðar er komið að Gunnari að vera aðalnúmerið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. Hann berst þá við Argentínumanninn Santiago Ponzinibbio.
Þau hafa æft á fullu síðustu vikur upp í Mjölni ásamt fleiri góðum. Skoska stúlkan JoJo Calderwood er í næststærsta bardaga kvöldsins í Glasgow og æfði með Sunnu á dögunum. Það gerði líka Jihn Yu Frey sem er hjá Invicta rétt eins og Sunna.
Nú er búið að klippa saman smá myndband til þess að sýna stemninguna frá æfingabúðunum og hún kemur fólki í enn betri stemningu fyrir helgina stóru sem er fram undan.