Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2017 10:44 Angela Merkel er stödd í Mexikó um þessar mundir. Vísir/afp Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var. Óvissa hefur loðað við viðræðurnar eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta á breska þinginu í nýafstöðnum kosningum. BBC greinir frá. Merkel sagðist viss um að bresk stjórnvöld myndu halda sig við áður staðfesta samningaáætlun og bætti við að Evrópusambandið væri „tilbúið.“ Hún sagðist vona að Bretland héldi áfram að vera góður bandamaður í kjölfar viðræðanna sem áætlað er að hefjist 19. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Merkel tjáir sig eftir að Íhaldsflokkur May missti 13 sæti á breska þinginu og þar með meirihlutann. Viðræður við Evrópusambandið eru því þrungnar nokkurri óvissu en Theresa May mun mynda ríkisstjórn með hinum norður-írska Lýðræðislega sambandsflokki (DUP). Angela Merkel er stödd í Mexíkó á fundi með forsetanum þar í landi, Enrique Pena Nieto. „Ég geri ráð fyrir því að Bretland, samkvæmt því sem ég heyrði frá forsætisráðherranum í dag, vilji halda sig við viðræðuáætlunina. Við viljum semja fljótt og halda okkur við áætlunina þannig að á þessum tímapunkti held ég að það sé ekkert sem bendir til þess að þessar viðræður geti ekki hafist eins og samið var um,“ sagði Merkel við fjölmiðla í Mexíkóborg í gær. Merkel bætti við að Bretland væri „hluti af Evrópu, jafnvel þótt það verði ekki lengur hluti af Evrópusambandinu.“Kominn tími til að May „horfist í augu við raunveruleikann“Michael Fuchs, helsti efnahagsráðgjafi kanslarans, sagði í samtali við BBC að niðurstöður kosninganna í Bretlandi þýddu að nú væri tími til kominn fyrir Theresu May að „horfast í augu við raunveruleikann.“ „Ósk hennar og vilji var í raun ekki samþykkt af bresku þjóðinni,“ sagði hann. „Við viljum sanngjarnan samning við Bretland og við viljum að sanngjarnar lokaviðræður um Brexit fari nú fram.“ Þá hafa fleiri leiðtogar innan Evrópusambandsins lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði meðal annars að hann vildi að viðræðurnar héldu áfram án tafa. Þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu fór fram í júní á síðasta ári en rétt rúm 53 prósent kjósenda greiddu með úrsögninni. Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var. Óvissa hefur loðað við viðræðurnar eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta á breska þinginu í nýafstöðnum kosningum. BBC greinir frá. Merkel sagðist viss um að bresk stjórnvöld myndu halda sig við áður staðfesta samningaáætlun og bætti við að Evrópusambandið væri „tilbúið.“ Hún sagðist vona að Bretland héldi áfram að vera góður bandamaður í kjölfar viðræðanna sem áætlað er að hefjist 19. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Merkel tjáir sig eftir að Íhaldsflokkur May missti 13 sæti á breska þinginu og þar með meirihlutann. Viðræður við Evrópusambandið eru því þrungnar nokkurri óvissu en Theresa May mun mynda ríkisstjórn með hinum norður-írska Lýðræðislega sambandsflokki (DUP). Angela Merkel er stödd í Mexíkó á fundi með forsetanum þar í landi, Enrique Pena Nieto. „Ég geri ráð fyrir því að Bretland, samkvæmt því sem ég heyrði frá forsætisráðherranum í dag, vilji halda sig við viðræðuáætlunina. Við viljum semja fljótt og halda okkur við áætlunina þannig að á þessum tímapunkti held ég að það sé ekkert sem bendir til þess að þessar viðræður geti ekki hafist eins og samið var um,“ sagði Merkel við fjölmiðla í Mexíkóborg í gær. Merkel bætti við að Bretland væri „hluti af Evrópu, jafnvel þótt það verði ekki lengur hluti af Evrópusambandinu.“Kominn tími til að May „horfist í augu við raunveruleikann“Michael Fuchs, helsti efnahagsráðgjafi kanslarans, sagði í samtali við BBC að niðurstöður kosninganna í Bretlandi þýddu að nú væri tími til kominn fyrir Theresu May að „horfast í augu við raunveruleikann.“ „Ósk hennar og vilji var í raun ekki samþykkt af bresku þjóðinni,“ sagði hann. „Við viljum sanngjarnan samning við Bretland og við viljum að sanngjarnar lokaviðræður um Brexit fari nú fram.“ Þá hafa fleiri leiðtogar innan Evrópusambandsins lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði meðal annars að hann vildi að viðræðurnar héldu áfram án tafa. Þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu fór fram í júní á síðasta ári en rétt rúm 53 prósent kjósenda greiddu með úrsögninni.
Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00
Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00
Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33