Tuttugu ár frá „flensuleiknum“ fræga hjá Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 20:00 Scottie Pippen hjálpar Michael Jordan af velli eftir að Jordan hafði gert út um leikinn með þriggja stiga körfu. Vísir/Getty Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma. Þar má telja alla titlana, öll stigin, öll verðlaunin og öll tilþrifin en hafi hann einhvern tímann sýnt hversu harður hann var þá var það í Salt Lake City 11. júní 1997. Í dag eru nefnilega liðin tuttugu ár frá því að Jordan spilaði einn eftirminnilegasta leikinn sinn á mögnuðum ferli eða leikinn þar sem hann spilaði fárveikur. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur en staðan var 2-2 í úrslitaeinvíginu og Utah Jazz liðið var á heimavelli. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð og hafði með því jafnað einvígið. Jordan skoraði „bara“ 24 stig eða meðaltali í þessum tveimur leikjum sem þótti lítið hjá kappanum á stóra sviðinu. Chicago Bulls mátti því helst ekki tapa ætlaði liðið sér að vinna NBA-titilinn annað árið í röð. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Chicago sem lenti fjórtán stigum undir í fyrsta leikhlutanum. Það fór ekki framhjá neinum að hann var veikur, máttlaus og kraftlaus. Jordan sýndi hinsvegar mikinn viljastyrk, neitaði að gefast upp þrátt fyrir veikindin og slæma stöðu í leiknum. Hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og kom Chicago liðinu aftur inn í leikinn. Jordan átti líka nóg eftir til að gera út um leikinn í lokaleikhlutanum þar sem hann skoraði 12 stig þar á meðal þriggja stiga körfuna sem gerði út um leikinn. Jordan spilaði því ekki bara veikur þetta kvöld heldur spilaði hann frábærlega og næstum því allan leikinn. Jordan lék alls í 44 mínútur og var á þeim með 38 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen fékk mikið hrós fyrir varnarleik sinn í þessum leik en Phil Jackson hélt því fram að Pippen hafi nánast spilað vörn fyrir tvo svo að Jordan hefði sem mesta orku i sókninni. Jordan var frábær í sóknarleiknum, skoraði tvöfalt meira en næststigahæsti maður vallarins sem var Karl Malone hjá Utah Jazz með 19 stig og aðeins einn á vellinum gaf fleiri stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um þennan fræga flensuleik Michael Jordan fyrir nákvæmlega tveimur áratugum síðan. Þar má finna viðtöl við Jordan sjálfan, þjálfarann Phil Jackson sem og liðsfélaga hans í leiknum. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma. Þar má telja alla titlana, öll stigin, öll verðlaunin og öll tilþrifin en hafi hann einhvern tímann sýnt hversu harður hann var þá var það í Salt Lake City 11. júní 1997. Í dag eru nefnilega liðin tuttugu ár frá því að Jordan spilaði einn eftirminnilegasta leikinn sinn á mögnuðum ferli eða leikinn þar sem hann spilaði fárveikur. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur en staðan var 2-2 í úrslitaeinvíginu og Utah Jazz liðið var á heimavelli. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð og hafði með því jafnað einvígið. Jordan skoraði „bara“ 24 stig eða meðaltali í þessum tveimur leikjum sem þótti lítið hjá kappanum á stóra sviðinu. Chicago Bulls mátti því helst ekki tapa ætlaði liðið sér að vinna NBA-titilinn annað árið í röð. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Chicago sem lenti fjórtán stigum undir í fyrsta leikhlutanum. Það fór ekki framhjá neinum að hann var veikur, máttlaus og kraftlaus. Jordan sýndi hinsvegar mikinn viljastyrk, neitaði að gefast upp þrátt fyrir veikindin og slæma stöðu í leiknum. Hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og kom Chicago liðinu aftur inn í leikinn. Jordan átti líka nóg eftir til að gera út um leikinn í lokaleikhlutanum þar sem hann skoraði 12 stig þar á meðal þriggja stiga körfuna sem gerði út um leikinn. Jordan spilaði því ekki bara veikur þetta kvöld heldur spilaði hann frábærlega og næstum því allan leikinn. Jordan lék alls í 44 mínútur og var á þeim með 38 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen fékk mikið hrós fyrir varnarleik sinn í þessum leik en Phil Jackson hélt því fram að Pippen hafi nánast spilað vörn fyrir tvo svo að Jordan hefði sem mesta orku i sókninni. Jordan var frábær í sóknarleiknum, skoraði tvöfalt meira en næststigahæsti maður vallarins sem var Karl Malone hjá Utah Jazz með 19 stig og aðeins einn á vellinum gaf fleiri stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um þennan fræga flensuleik Michael Jordan fyrir nákvæmlega tveimur áratugum síðan. Þar má finna viðtöl við Jordan sjálfan, þjálfarann Phil Jackson sem og liðsfélaga hans í leiknum.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira