Viðskipti erlent

Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Travis Kalanick, framkvæmdastjóri Uber
Travis Kalanick, framkvæmdastjóri Uber Vísir/Getty
Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu.

Stjórn fyrirtækisins mun funda í kvöld, en málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni.

Búist er við því að stjórnin muni einnig ræða stefnubreytingar hjá fyrirtækinu sem ætlað er að bæta vinnustaðamenningu.

Í frétt á vef BBC segir að Kalanick verði líklega beðinn um að stíga til hliðar tímabundið og snúa aftur með minni völd innan fyrirtækisins eða að hann haldi áfram störfum sínum sem framkvæmdastjóri og fái meira aðhald.

Ákvörðun stjórnarinnar verður liklega opinberuð á þriðjudag.

Á þriðja tug starfsmanna var vikið frá störfum hjá Uber í liðinni viku vegna rannsóknar á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×