May stokkar upp í ráðherrahópnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. júní 2017 23:07 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ný ríkisstjórn muni einblína á félagsmál og að hún muni starfa í þágu allra Breta. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraskipan í ríkisstjórn Bretlands í kjölfar þingkosninganna, þar sem Íhaldsflokkur May náði ekki að tryggja sér meirihluta þingsæta. May mun leiða minnihlutastjórn sem nýtur stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Sú breyting sem vekur hvað mesta athygli er að Michael Gove, sem margir telja einn helsta keppinaut May innan flokksins, tekur við embætti umhverfisráðherra. Gove var einn helsti talsmaður þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu og bauð sig fram gegn May til formanns flokksins í fyrra. Gove segir að það hafa komið sér á óvart að vera boðið sæti í ríkisstjórn May. „Ég vissi að i dag yrðu gerðar breytingar, en ég bjóst ekki við þessu en ég er mjög glaður að vera hluti af ríkisstjórninni og ánægður að geta aðstoðað Theresu,“ sagði Gove í samtali við BBC. Þá verður Damian Green, einn helsti bandamaður May, fyrsti ráðherra Bretlands og hægri hönd forsætisráðherra. Um er að ræða heiðursembætti sem hefur verið starfrækt með hléum frá árinu 1962. Green var áður ráðherra vinnumála. David Gauke mun taka við af Green sem vinnumálaráðherra og þá verður David Lidington dómsmálaráðherra. Hann tekur við því embætti af Elizabeth Truss sem verður aðstoðarfjármálaráðherra. Aðrir ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn May halda sætum sínum. May segir að með breytingunum komi inn fjölbreyttir einstaklingar úr röðum Íhaldsflokksins sem muni starfa í þágu allra Breta. Aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar verður, að sögn May, að ná góðum samningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en viðræður um Brexit hefjast í næstu viku. „Við viljum ríkisstjórn sem starfar í þágu allra,“ segir May. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31 150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ný ríkisstjórn muni einblína á félagsmál og að hún muni starfa í þágu allra Breta. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraskipan í ríkisstjórn Bretlands í kjölfar þingkosninganna, þar sem Íhaldsflokkur May náði ekki að tryggja sér meirihluta þingsæta. May mun leiða minnihlutastjórn sem nýtur stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Sú breyting sem vekur hvað mesta athygli er að Michael Gove, sem margir telja einn helsta keppinaut May innan flokksins, tekur við embætti umhverfisráðherra. Gove var einn helsti talsmaður þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu og bauð sig fram gegn May til formanns flokksins í fyrra. Gove segir að það hafa komið sér á óvart að vera boðið sæti í ríkisstjórn May. „Ég vissi að i dag yrðu gerðar breytingar, en ég bjóst ekki við þessu en ég er mjög glaður að vera hluti af ríkisstjórninni og ánægður að geta aðstoðað Theresu,“ sagði Gove í samtali við BBC. Þá verður Damian Green, einn helsti bandamaður May, fyrsti ráðherra Bretlands og hægri hönd forsætisráðherra. Um er að ræða heiðursembætti sem hefur verið starfrækt með hléum frá árinu 1962. Green var áður ráðherra vinnumála. David Gauke mun taka við af Green sem vinnumálaráðherra og þá verður David Lidington dómsmálaráðherra. Hann tekur við því embætti af Elizabeth Truss sem verður aðstoðarfjármálaráðherra. Aðrir ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn May halda sætum sínum. May segir að með breytingunum komi inn fjölbreyttir einstaklingar úr röðum Íhaldsflokksins sem muni starfa í þágu allra Breta. Aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar verður, að sögn May, að ná góðum samningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en viðræður um Brexit hefjast í næstu viku. „Við viljum ríkisstjórn sem starfar í þágu allra,“ segir May.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31 150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31
150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46
Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52