Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2017 23:15 Dennis Rodman. vísir/getty Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. CNN spurðist þá fyrir um heimsókn Rodman hjá embættismönnum í Pyongyang og fengust þá þau svör að körfuboltamaðurinn fyrrverandi væri væntanlegur þangað á morgun. Rodman hefur heimsótt Norður-Kóreu að minnsta kosti fjórum sinnum áður en þar af voru þrjár af ferðum hans á árunum 2013 og 2014. Hann er einn af fáum Bandaríkjamönnum sem hitt hafa einræðisherra landsins, Kim Jong Un. Ekki er vitað hvert er tilefni heimsóknar Rodman núna en síðasta heimsóknin hans var í janúar 2014. Þá fór hann til Norður-Kóreu ásamt nokkrum öðrum fyrrverandi leikmönnum úr NBA-deildinni og léku þeir nokkurs konar sýningar-körfuboltaleik sem sagður var vera afmælisgjöf til Kim Jong Un. Rodman hefur varið ferðir sínar til Norður-Kóreu og sagst vera þar í erindrekstri fyrir körfuboltann. Eins og þekkt er er Norður-Kórea afar einangruð, bæði í efnahagslegu og pólitísku tilliti, auk þess sem stjórnvöld þar í landi hafa brotið á mannréttindum þegna sinna í áraraðir. Rodman virðist þó ekki láta það á sig fá en hann lék meðal annars með Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Detroit Pistons í NBA á 10. áratugnum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. 30. maí 2017 21:14 Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55 Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. 7. júní 2017 17:27 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. CNN spurðist þá fyrir um heimsókn Rodman hjá embættismönnum í Pyongyang og fengust þá þau svör að körfuboltamaðurinn fyrrverandi væri væntanlegur þangað á morgun. Rodman hefur heimsótt Norður-Kóreu að minnsta kosti fjórum sinnum áður en þar af voru þrjár af ferðum hans á árunum 2013 og 2014. Hann er einn af fáum Bandaríkjamönnum sem hitt hafa einræðisherra landsins, Kim Jong Un. Ekki er vitað hvert er tilefni heimsóknar Rodman núna en síðasta heimsóknin hans var í janúar 2014. Þá fór hann til Norður-Kóreu ásamt nokkrum öðrum fyrrverandi leikmönnum úr NBA-deildinni og léku þeir nokkurs konar sýningar-körfuboltaleik sem sagður var vera afmælisgjöf til Kim Jong Un. Rodman hefur varið ferðir sínar til Norður-Kóreu og sagst vera þar í erindrekstri fyrir körfuboltann. Eins og þekkt er er Norður-Kórea afar einangruð, bæði í efnahagslegu og pólitísku tilliti, auk þess sem stjórnvöld þar í landi hafa brotið á mannréttindum þegna sinna í áraraðir. Rodman virðist þó ekki láta það á sig fá en hann lék meðal annars með Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Detroit Pistons í NBA á 10. áratugnum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. 30. maí 2017 21:14 Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55 Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. 7. júní 2017 17:27 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. 30. maí 2017 21:14
Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug, sem skotið var á loft fyrr í dag, hafi tekist eins og áætlað var. 21. maí 2017 23:55
Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. 7. júní 2017 17:27