Ráðherrann blés á samsæri en ýmsum spurningum ósvarað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2017 09:00 Sessions gaf ekki mikið fyrir sögusagnir þess efnis að hann hefði staðið í samsæri með Rússum. Vísir/EPA Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar að hafa átt leynilega fundi með rússneskum embættismönnum. Þá segir hann að allar frásagnir um að hann hafi tekið þátt í samsæri með stjórnvöldum í Kremlin vera „hræðilega og viðbjóðslega lygi“. Þetta kom fram í máli ráðherrans fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins í gær. Í upphafi marsmánaðar var sagt frá því í Washington Post að Sessions hefði hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa í Washington, í tvígang á meðan kosningabarátta Donalds Trump stóð yfir. Á þeim tíma var Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjanna. Málið vakti hneykslan en Sessions hafði neitað því í yfirheyrslu þingsins, áður en hann var samþykktur sem ráðherra, að hafa „átt í nokkrum samskiptum við Rússland“. „Ég hef aldrei fundað eða átt samtal við nokkurn Rússa, eða annan erlendan embættismann, varðandi nokkra kosningabaráttu eða kosningar í Bandaríkjunum,“ sagði Sessions fyrir nefndinni í gær. Hann staðfesti að hann hefði hitt Kislyak í tvígang en mundi hins vegar ekki hvort það hefði verið á fundi í tengslum við kosningabaráttu Trumps. Framburður hans þótti nokkuð stopull en ítrekað sagðist hann ekki muna hvernig atvik voru. Aðspurður um samtöl við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, baðst Sessions undan því að svara. Sú afstaða fór mjög í taugarnar á nefndarmönnum Demókrata sem sökuðu ráðherrann um að torvelda rannsókn á aðkomu Rússa að forsetakosningunum í fyrra. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mætti fyrir sömu nefnd í síðustu viku. Í máli hans kom skýrt fram að hann teldi að krumlur frá Kremlin hefðu að minnsta kosti reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra. Sá fundur þótti ekki jákvæður vitnisburður fyrir forsetann og stjórn hans. Sömu sögu er að segja af fundinum í gær. Sessions tókst ágætlega að skrúfa niður í þeim sem tala um leynimakk hans og Rússa. Hins vegar er spurningum enn ósvarað um hvort hann hafi sagt ósatt eftir að hafa svarið þess eið að segja satt. Einnig telja margir hann hafa staðið í vegi fyrir réttlæti og þá er margt enn á huldu varðandi aðkomu hans að brottrekstri Comeys. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar að hafa átt leynilega fundi með rússneskum embættismönnum. Þá segir hann að allar frásagnir um að hann hafi tekið þátt í samsæri með stjórnvöldum í Kremlin vera „hræðilega og viðbjóðslega lygi“. Þetta kom fram í máli ráðherrans fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins í gær. Í upphafi marsmánaðar var sagt frá því í Washington Post að Sessions hefði hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa í Washington, í tvígang á meðan kosningabarátta Donalds Trump stóð yfir. Á þeim tíma var Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjanna. Málið vakti hneykslan en Sessions hafði neitað því í yfirheyrslu þingsins, áður en hann var samþykktur sem ráðherra, að hafa „átt í nokkrum samskiptum við Rússland“. „Ég hef aldrei fundað eða átt samtal við nokkurn Rússa, eða annan erlendan embættismann, varðandi nokkra kosningabaráttu eða kosningar í Bandaríkjunum,“ sagði Sessions fyrir nefndinni í gær. Hann staðfesti að hann hefði hitt Kislyak í tvígang en mundi hins vegar ekki hvort það hefði verið á fundi í tengslum við kosningabaráttu Trumps. Framburður hans þótti nokkuð stopull en ítrekað sagðist hann ekki muna hvernig atvik voru. Aðspurður um samtöl við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, baðst Sessions undan því að svara. Sú afstaða fór mjög í taugarnar á nefndarmönnum Demókrata sem sökuðu ráðherrann um að torvelda rannsókn á aðkomu Rússa að forsetakosningunum í fyrra. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mætti fyrir sömu nefnd í síðustu viku. Í máli hans kom skýrt fram að hann teldi að krumlur frá Kremlin hefðu að minnsta kosti reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra. Sá fundur þótti ekki jákvæður vitnisburður fyrir forsetann og stjórn hans. Sömu sögu er að segja af fundinum í gær. Sessions tókst ágætlega að skrúfa niður í þeim sem tala um leynimakk hans og Rússa. Hins vegar er spurningum enn ósvarað um hvort hann hafi sagt ósatt eftir að hafa svarið þess eið að segja satt. Einnig telja margir hann hafa staðið í vegi fyrir réttlæti og þá er margt enn á huldu varðandi aðkomu hans að brottrekstri Comeys.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Sjá meira