Segir formlegan aðskilnað banka óþarfan Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Jón Daníelsson, hagfræðingur við LSE, ræddi meðal annars íslensk efnahagsmál á fundi í hádeginu í gær. Hann sagði Íslendinga í öfundsverðri stöðu, en varaði við að hún gæti breyst hratt til hins verra. Vísir/Ernir Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, gagnrýndi harðlega hugmyndir um að skilja að starfsemi fjárfestingarbanka og viðskiptabanka á fundi á vegum hagfræðideildar Háskóla Íslands í gær. Hann sagði hugmyndir í þá veru vondar og illa ígrundaðar. Bankar yrðu ekki gjaldþrota vegna eigin viðskipta með hlutabréf, heldur vegna starfsemi sem ætti heima í viðskiptabönkum. Formlegur aðskilnaður myndi aðeins auka kostnað við bankaþjónustu. Eins og kunnugt er afhenti starfshópur sem fékk það hlutverk að skoða kosti og galla þess að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, skýrslu sína í fyrradag. Í skýrslunni eru þrjár leiðir skoðaðar en ein þeirra snýr að því að aðskilja með formlegum hætti starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Starfshópurinn tók þó fram að ekki væri tilefni til þess að ganga svo langt að svo stöddu. Fremur væri hægt að heimila áfram fjárfestingarbankastarfsemi innan alhliða banka, að því gefnu að hún yrði innan skilgreindra hlutfalla og að áhættu sem af henni stafar yrði mætt með fullnægjandi hætti. Benedikt hyggst skipa nefnd sem mun vinna úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslu starfshópsins og á nefndin að skila niðurstöðum sínum næstkomandi haust. Jón sagði á fundinum í gær að hugtökin fjárfestingarbanki og viðskiptabanki væru misvísandi. Fólk virtist beinlínis nota þau ranglega í umræðunni. Ljóst væri að margir viðskiptabankar stunduðu áhættusama spákaupmennsku og það sama ætti við um suma fjárfestingarbanka. Í Bandaríkjunum og Evrópu væri línan oft dregin við svonefnda stöðutöku, það hvort bankar gætu keypt hlutabréf fyrir eigin reikning eða ekki. „En það hefur ekkert með viðskiptabanka eða fjárfestingarbanka að gera. Það er bara spurning um hvað bankar geti gert innan marka reglnanna,“ sagði hann. Hann sagði alls kyns vandamál fylgja því að skilja að starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. „Fyrsta vandamálið er: Hvernig veit maður hvað bankar mega gera og hvað þeir mega ekki gera? Hvað á heima í viðskiptabönkum og hvað á heima í fjárfestingarbönkum? Stóran hluta eðlilegrar bankastarfsemi, þar með talið starfsemi sem er tiltölulega arðbær, má skilgreina báðum megin línunnar. Ef þú þrengir skilgreininguna á viðskiptabanka of mikið verða bankarnir of dýrir. Fólk sem setur pening inn í þá fær lága vexti og fólk sem tekur lán hjá þeim þarf að borga háa vexti. Þessi aukakostnaður leiðir á endanum til þess að hagvöxtur verður minni en hann hefði annars verið,“ sagði Jón. „Við vitum af hverju bankar verða gjaldþrota. Bankar verða ekki gjaldþrota út af stöðutöku. Þegar fólk talar um að það þurfi að banna stöðutöku til þess að tryggja stöðugleika, þá er það sagnfræðilega rangt. Bankar verða með nokkurri einföldun gjaldþrota af þremur ástæðum: Fasteignum, lánum til lítilla fyrirtækja og lánum til ríkisstjórna. Öll þessi atriði eru á sviði viðskiptabanka á meðan fjárfestingarbankastarfsemin skapar mikið af hagnaðinum án þess að auka líkur á gjaldþroti.“Segir myntráð ekki góða hugmyndJón Daníelsson gagnrýndi einnig hugmyndir um upptöku myntráðs, sem felur í sér að gengi krónunnar yrði fest við annan gjaldmiðil. Hann sagði að samkvæmt víðustu skilgreiningu Seðlabankans á peningamagni, M4, væru 1.737 milljarðar króna í umferð hér á landi. Ef krónan yrði tengd við annan gjaldmiðil þyrfti Seðlabankinn að eiga varasjóð sem nemur allri þessari fjárhæð í erlenda gjaldmiðlinum. Einnig þyrfti hann að vera reiðbúinn til þess að bæta í sjóðinn ef peningamagnið ykist. „Kerfið virkar ágætlega þegar allt gengur vel en þegar í harðbakkann slær getur kerfið orðið einstaklega dýrt og erfitt að halda því gangandi,“ sagði hann. Argentínubúar hefðu fengið að kynnast því í byrjun aldarinnar. Auk þess yrði álitamál á hvaða gengi ætti að skipta íslenskum krónum út fyrir erlendu myntina. „Vandamálið er að styrkleiki dollarans eða evrunnar ræðst af efnahagslífinu í Bandaríkjunum og Evrópu. Ef þú tengir þig við eitthvað land með annan efnahag en hjá þér, þá verður gengið annaðhvort of veikt eða of sterkt. Grikkland er fórnarlamb þess í Evrópu. Þeir eru með of sterkt gengi fyrir sig á meðan Þýskaland er með of veikt gengi fyrir sig. Mismunandi lönd þurfa mismunandi gengi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, gagnrýndi harðlega hugmyndir um að skilja að starfsemi fjárfestingarbanka og viðskiptabanka á fundi á vegum hagfræðideildar Háskóla Íslands í gær. Hann sagði hugmyndir í þá veru vondar og illa ígrundaðar. Bankar yrðu ekki gjaldþrota vegna eigin viðskipta með hlutabréf, heldur vegna starfsemi sem ætti heima í viðskiptabönkum. Formlegur aðskilnaður myndi aðeins auka kostnað við bankaþjónustu. Eins og kunnugt er afhenti starfshópur sem fékk það hlutverk að skoða kosti og galla þess að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, skýrslu sína í fyrradag. Í skýrslunni eru þrjár leiðir skoðaðar en ein þeirra snýr að því að aðskilja með formlegum hætti starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Starfshópurinn tók þó fram að ekki væri tilefni til þess að ganga svo langt að svo stöddu. Fremur væri hægt að heimila áfram fjárfestingarbankastarfsemi innan alhliða banka, að því gefnu að hún yrði innan skilgreindra hlutfalla og að áhættu sem af henni stafar yrði mætt með fullnægjandi hætti. Benedikt hyggst skipa nefnd sem mun vinna úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslu starfshópsins og á nefndin að skila niðurstöðum sínum næstkomandi haust. Jón sagði á fundinum í gær að hugtökin fjárfestingarbanki og viðskiptabanki væru misvísandi. Fólk virtist beinlínis nota þau ranglega í umræðunni. Ljóst væri að margir viðskiptabankar stunduðu áhættusama spákaupmennsku og það sama ætti við um suma fjárfestingarbanka. Í Bandaríkjunum og Evrópu væri línan oft dregin við svonefnda stöðutöku, það hvort bankar gætu keypt hlutabréf fyrir eigin reikning eða ekki. „En það hefur ekkert með viðskiptabanka eða fjárfestingarbanka að gera. Það er bara spurning um hvað bankar geti gert innan marka reglnanna,“ sagði hann. Hann sagði alls kyns vandamál fylgja því að skilja að starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. „Fyrsta vandamálið er: Hvernig veit maður hvað bankar mega gera og hvað þeir mega ekki gera? Hvað á heima í viðskiptabönkum og hvað á heima í fjárfestingarbönkum? Stóran hluta eðlilegrar bankastarfsemi, þar með talið starfsemi sem er tiltölulega arðbær, má skilgreina báðum megin línunnar. Ef þú þrengir skilgreininguna á viðskiptabanka of mikið verða bankarnir of dýrir. Fólk sem setur pening inn í þá fær lága vexti og fólk sem tekur lán hjá þeim þarf að borga háa vexti. Þessi aukakostnaður leiðir á endanum til þess að hagvöxtur verður minni en hann hefði annars verið,“ sagði Jón. „Við vitum af hverju bankar verða gjaldþrota. Bankar verða ekki gjaldþrota út af stöðutöku. Þegar fólk talar um að það þurfi að banna stöðutöku til þess að tryggja stöðugleika, þá er það sagnfræðilega rangt. Bankar verða með nokkurri einföldun gjaldþrota af þremur ástæðum: Fasteignum, lánum til lítilla fyrirtækja og lánum til ríkisstjórna. Öll þessi atriði eru á sviði viðskiptabanka á meðan fjárfestingarbankastarfsemin skapar mikið af hagnaðinum án þess að auka líkur á gjaldþroti.“Segir myntráð ekki góða hugmyndJón Daníelsson gagnrýndi einnig hugmyndir um upptöku myntráðs, sem felur í sér að gengi krónunnar yrði fest við annan gjaldmiðil. Hann sagði að samkvæmt víðustu skilgreiningu Seðlabankans á peningamagni, M4, væru 1.737 milljarðar króna í umferð hér á landi. Ef krónan yrði tengd við annan gjaldmiðil þyrfti Seðlabankinn að eiga varasjóð sem nemur allri þessari fjárhæð í erlenda gjaldmiðlinum. Einnig þyrfti hann að vera reiðbúinn til þess að bæta í sjóðinn ef peningamagnið ykist. „Kerfið virkar ágætlega þegar allt gengur vel en þegar í harðbakkann slær getur kerfið orðið einstaklega dýrt og erfitt að halda því gangandi,“ sagði hann. Argentínubúar hefðu fengið að kynnast því í byrjun aldarinnar. Auk þess yrði álitamál á hvaða gengi ætti að skipta íslenskum krónum út fyrir erlendu myntina. „Vandamálið er að styrkleiki dollarans eða evrunnar ræðst af efnahagslífinu í Bandaríkjunum og Evrópu. Ef þú tengir þig við eitthvað land með annan efnahag en hjá þér, þá verður gengið annaðhvort of veikt eða of sterkt. Grikkland er fórnarlamb þess í Evrópu. Þeir eru með of sterkt gengi fyrir sig á meðan Þýskaland er með of veikt gengi fyrir sig. Mismunandi lönd þurfa mismunandi gengi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira