Hlutabréfaeign almennings aldrei minni Hörður Ægisson skrifar 15. júní 2017 07:00 Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni er samtals um 1.200 milljarðar króna. Vísir/Stefán Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum nemur samtals um 49 milljörðum króna, eða aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, og hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár. Þannig hefur hlutafjáreign heimila farið hlutfallslega lækkandi á undanförnum árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það vera „ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði og því sé þessi þróun „áhyggjuefni“. Hann telur þetta til marks um að „við séum ennþá á þeim stað að þurfa að byggja upp traust gagnvart markaðnum“ auk þess sem almenningur hafi á síðustu árum hugsanlega fremur kosið að ráðstafa sparnaði sínum til fjárfestinga í fasteignum í stað hlutabréfa.Páll segir það vera "ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði.Vísir/StefánPáll segist hins vegar hafa væntingar um að með aukinni velmegun og minni verðhækkunum á fasteignamarkaði munum við sjá meiri áhuga almennings á því að fjárfesta í hlutabréfum, einkum og sér í lagi þegar stóru viðskiptabankarnir verði skráðir á markað. Hann telur engu að síður ólíklegt að eignarhald almennings á skráðum hlutabréfum verði í líkingu við það sem þekktist frá aldamótum og fram að hruni. Lífeyrissjóðir áttu í maí um 40 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur tæplega 20 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja á meðan hlutdeild erlendra fjárfesta er um 18 prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum nemur samtals um 49 milljörðum króna, eða aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, og hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár. Þannig hefur hlutafjáreign heimila farið hlutfallslega lækkandi á undanförnum árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það vera „ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði og því sé þessi þróun „áhyggjuefni“. Hann telur þetta til marks um að „við séum ennþá á þeim stað að þurfa að byggja upp traust gagnvart markaðnum“ auk þess sem almenningur hafi á síðustu árum hugsanlega fremur kosið að ráðstafa sparnaði sínum til fjárfestinga í fasteignum í stað hlutabréfa.Páll segir það vera "ákveðið heilbrigðismerki“ að almenningur sé virkur í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði.Vísir/StefánPáll segist hins vegar hafa væntingar um að með aukinni velmegun og minni verðhækkunum á fasteignamarkaði munum við sjá meiri áhuga almennings á því að fjárfesta í hlutabréfum, einkum og sér í lagi þegar stóru viðskiptabankarnir verði skráðir á markað. Hann telur engu að síður ólíklegt að eignarhald almennings á skráðum hlutabréfum verði í líkingu við það sem þekktist frá aldamótum og fram að hruni. Lífeyrissjóðir áttu í maí um 40 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur tæplega 20 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja á meðan hlutdeild erlendra fjárfesta er um 18 prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira