Þetta eru fimmtán dýrustu sjónvarpsþættir sögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2017 10:30 Allt fínir þættir. Eitt allra vinsælasta afþreyingarefni heims í dag eru sjónvarpsþættir og er sífellt verið að leggja meiri og meiri áherslu á framleiðslu þeirra. Gríðarleg vinna og miklir fjármunir fara oft á tíðum í hvern þátt og má þar til að mynda nefna þætti eins og Game of Thrones, sem eru þeir allra vinsælustu í heiminum í dag. Framleiðsluferlið eru margir mánuðir og er hver þáttur nánast eins og heil kvikmynd. Á síðunni Digital Spy er farið yfir fimmtán dýrustu þætti sögunnar og má sjá þann lista í heild sinni hér að neðan:15. Fringe Hver þáttur kostaði um fjögur hundruð milljónir króna. 14. Lost Hver þáttur kostaði um fjögur hundruð milljónir, en fyrsti þátturinn sem framleiddur var kostaði um einn milljarð. Ástæðan fyrir því var mikill flutningskostnaður og fjárfesta þurfti í flugvél. 13. Deadwood Hver þáttur kostaði um 450 milljónir króna.12. House of Cards Hver þáttur kostar rúmlega 450 milljónir króna en þeir eru enn í framleiðslu.11. Boardwalk Empire Hver þáttur kostaði um 500 milljónir en opnunarþátturinn kostaði um 1,8 milljarð króna. Leikmyndin sjálf kostaði 200 milljónir króna.10. Frasier Hver þáttur kostaði 520 milljónir króna og var ástæðan fyrir því helst að Kelsey Grammer fékk um 160 milljónir króna fyrir hvern einasta þátt. Hann fór með aðalhlutverkið sem Frasier.9. Camelot Kostnaðurinn við hvern þátt var um sjö hundruð milljónir.8. Sense 8 Þættirnir voru gríðarlega dýrir í framleiðslu og kostaði hver þáttur um 900 milljónir.7. Marco Polo Hver þáttur kostaði yfir 900 milljónir.6. Rome Hver þáttur kostaði tæplega einn milljarð.5. Game of Thrones Hver þáttur kostar rúmlega einn milljarð af þessum gríðarlega vinsælu þáttum. 4. Friends Hver þáttur kostaði undir lokin vel yfir einn milljarð. Ástæðan fyrir því var sú að aðalleikararnir sex fengu hundrað milljónir króna fyrir hvern þátt.3. The Get Down Netflix þættir en kostnaðurinn á bakvið hvern þátt var 1,1 milljarður króna.2. E.R. Gríðarlega vinsælir læknaþættir og var kostnaðurinn við hvern þátt um 1,3 milljarðar íslenskra króna. 1. The Crown Netflix-sería sem varð strax gríðarlega vinsæl. Hver þáttur kostar rúmlega 1,3 milljarða króna. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Eitt allra vinsælasta afþreyingarefni heims í dag eru sjónvarpsþættir og er sífellt verið að leggja meiri og meiri áherslu á framleiðslu þeirra. Gríðarleg vinna og miklir fjármunir fara oft á tíðum í hvern þátt og má þar til að mynda nefna þætti eins og Game of Thrones, sem eru þeir allra vinsælustu í heiminum í dag. Framleiðsluferlið eru margir mánuðir og er hver þáttur nánast eins og heil kvikmynd. Á síðunni Digital Spy er farið yfir fimmtán dýrustu þætti sögunnar og má sjá þann lista í heild sinni hér að neðan:15. Fringe Hver þáttur kostaði um fjögur hundruð milljónir króna. 14. Lost Hver þáttur kostaði um fjögur hundruð milljónir, en fyrsti þátturinn sem framleiddur var kostaði um einn milljarð. Ástæðan fyrir því var mikill flutningskostnaður og fjárfesta þurfti í flugvél. 13. Deadwood Hver þáttur kostaði um 450 milljónir króna.12. House of Cards Hver þáttur kostar rúmlega 450 milljónir króna en þeir eru enn í framleiðslu.11. Boardwalk Empire Hver þáttur kostaði um 500 milljónir en opnunarþátturinn kostaði um 1,8 milljarð króna. Leikmyndin sjálf kostaði 200 milljónir króna.10. Frasier Hver þáttur kostaði 520 milljónir króna og var ástæðan fyrir því helst að Kelsey Grammer fékk um 160 milljónir króna fyrir hvern einasta þátt. Hann fór með aðalhlutverkið sem Frasier.9. Camelot Kostnaðurinn við hvern þátt var um sjö hundruð milljónir.8. Sense 8 Þættirnir voru gríðarlega dýrir í framleiðslu og kostaði hver þáttur um 900 milljónir.7. Marco Polo Hver þáttur kostaði yfir 900 milljónir.6. Rome Hver þáttur kostaði tæplega einn milljarð.5. Game of Thrones Hver þáttur kostar rúmlega einn milljarð af þessum gríðarlega vinsælu þáttum. 4. Friends Hver þáttur kostaði undir lokin vel yfir einn milljarð. Ástæðan fyrir því var sú að aðalleikararnir sex fengu hundrað milljónir króna fyrir hvern þátt.3. The Get Down Netflix þættir en kostnaðurinn á bakvið hvern þátt var 1,1 milljarður króna.2. E.R. Gríðarlega vinsælir læknaþættir og var kostnaðurinn við hvern þátt um 1,3 milljarðar íslenskra króna. 1. The Crown Netflix-sería sem varð strax gríðarlega vinsæl. Hver þáttur kostar rúmlega 1,3 milljarða króna.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira