Þetta eru fimmtán dýrustu sjónvarpsþættir sögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2017 10:30 Allt fínir þættir. Eitt allra vinsælasta afþreyingarefni heims í dag eru sjónvarpsþættir og er sífellt verið að leggja meiri og meiri áherslu á framleiðslu þeirra. Gríðarleg vinna og miklir fjármunir fara oft á tíðum í hvern þátt og má þar til að mynda nefna þætti eins og Game of Thrones, sem eru þeir allra vinsælustu í heiminum í dag. Framleiðsluferlið eru margir mánuðir og er hver þáttur nánast eins og heil kvikmynd. Á síðunni Digital Spy er farið yfir fimmtán dýrustu þætti sögunnar og má sjá þann lista í heild sinni hér að neðan:15. Fringe Hver þáttur kostaði um fjögur hundruð milljónir króna. 14. Lost Hver þáttur kostaði um fjögur hundruð milljónir, en fyrsti þátturinn sem framleiddur var kostaði um einn milljarð. Ástæðan fyrir því var mikill flutningskostnaður og fjárfesta þurfti í flugvél. 13. Deadwood Hver þáttur kostaði um 450 milljónir króna.12. House of Cards Hver þáttur kostar rúmlega 450 milljónir króna en þeir eru enn í framleiðslu.11. Boardwalk Empire Hver þáttur kostaði um 500 milljónir en opnunarþátturinn kostaði um 1,8 milljarð króna. Leikmyndin sjálf kostaði 200 milljónir króna.10. Frasier Hver þáttur kostaði 520 milljónir króna og var ástæðan fyrir því helst að Kelsey Grammer fékk um 160 milljónir króna fyrir hvern einasta þátt. Hann fór með aðalhlutverkið sem Frasier.9. Camelot Kostnaðurinn við hvern þátt var um sjö hundruð milljónir.8. Sense 8 Þættirnir voru gríðarlega dýrir í framleiðslu og kostaði hver þáttur um 900 milljónir.7. Marco Polo Hver þáttur kostaði yfir 900 milljónir.6. Rome Hver þáttur kostaði tæplega einn milljarð.5. Game of Thrones Hver þáttur kostar rúmlega einn milljarð af þessum gríðarlega vinsælu þáttum. 4. Friends Hver þáttur kostaði undir lokin vel yfir einn milljarð. Ástæðan fyrir því var sú að aðalleikararnir sex fengu hundrað milljónir króna fyrir hvern þátt.3. The Get Down Netflix þættir en kostnaðurinn á bakvið hvern þátt var 1,1 milljarður króna.2. E.R. Gríðarlega vinsælir læknaþættir og var kostnaðurinn við hvern þátt um 1,3 milljarðar íslenskra króna. 1. The Crown Netflix-sería sem varð strax gríðarlega vinsæl. Hver þáttur kostar rúmlega 1,3 milljarða króna. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Eitt allra vinsælasta afþreyingarefni heims í dag eru sjónvarpsþættir og er sífellt verið að leggja meiri og meiri áherslu á framleiðslu þeirra. Gríðarleg vinna og miklir fjármunir fara oft á tíðum í hvern þátt og má þar til að mynda nefna þætti eins og Game of Thrones, sem eru þeir allra vinsælustu í heiminum í dag. Framleiðsluferlið eru margir mánuðir og er hver þáttur nánast eins og heil kvikmynd. Á síðunni Digital Spy er farið yfir fimmtán dýrustu þætti sögunnar og má sjá þann lista í heild sinni hér að neðan:15. Fringe Hver þáttur kostaði um fjögur hundruð milljónir króna. 14. Lost Hver þáttur kostaði um fjögur hundruð milljónir, en fyrsti þátturinn sem framleiddur var kostaði um einn milljarð. Ástæðan fyrir því var mikill flutningskostnaður og fjárfesta þurfti í flugvél. 13. Deadwood Hver þáttur kostaði um 450 milljónir króna.12. House of Cards Hver þáttur kostar rúmlega 450 milljónir króna en þeir eru enn í framleiðslu.11. Boardwalk Empire Hver þáttur kostaði um 500 milljónir en opnunarþátturinn kostaði um 1,8 milljarð króna. Leikmyndin sjálf kostaði 200 milljónir króna.10. Frasier Hver þáttur kostaði 520 milljónir króna og var ástæðan fyrir því helst að Kelsey Grammer fékk um 160 milljónir króna fyrir hvern einasta þátt. Hann fór með aðalhlutverkið sem Frasier.9. Camelot Kostnaðurinn við hvern þátt var um sjö hundruð milljónir.8. Sense 8 Þættirnir voru gríðarlega dýrir í framleiðslu og kostaði hver þáttur um 900 milljónir.7. Marco Polo Hver þáttur kostaði yfir 900 milljónir.6. Rome Hver þáttur kostaði tæplega einn milljarð.5. Game of Thrones Hver þáttur kostar rúmlega einn milljarð af þessum gríðarlega vinsælu þáttum. 4. Friends Hver þáttur kostaði undir lokin vel yfir einn milljarð. Ástæðan fyrir því var sú að aðalleikararnir sex fengu hundrað milljónir króna fyrir hvern þátt.3. The Get Down Netflix þættir en kostnaðurinn á bakvið hvern þátt var 1,1 milljarður króna.2. E.R. Gríðarlega vinsælir læknaþættir og var kostnaðurinn við hvern þátt um 1,3 milljarðar íslenskra króna. 1. The Crown Netflix-sería sem varð strax gríðarlega vinsæl. Hver þáttur kostar rúmlega 1,3 milljarða króna.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira