Grimmur húsbóndi Bubbi Morthens skrifar 15. júní 2017 16:15 Óttinn er grimmur húsbóndi sem fær fólk til að gera ótrúlegustu hluti og bregðast við á annan máta en ef það væri ekki óttaslegið. Sjálfmynd Íslendinga hefur verið sú að við værum vopnlaus þjóð og við höfum flaggað þeirri mynd sem víðast og oftast. Í áratugi hafa fréttir borist hingað uppá klakann um allskonar hryðjuverkaógnir. Ítalía og Þýskaland voru í brennidepli á sjöunda áratugnum; nánast vikulega bárust fréttir af ódæðum hryðjuverkamanna sem sögðust flestir vera að berjast gegn fasistum og heimsvaldasinnum. Fréttir bárust líka til okkar um að í Suður-Ameríku væru hryðjuverkahópar að hrekkja yfirvöld með ránum, morðum og allskonar kröfum. Síðan er það árásin á tvíburaturnana. Frá þeim degi hafa nánast verið í fréttum daglega sögur af vondum múslimum og hafa Isis-samtökin verið í fyrsta sæti þeirrar ógnar sem steðjar að hinum vestræna heimi. Og sannarlega er þetta ógn, en við eigum ekki að láta hana fara stjórna lífi okkar. Þá er ég kominn að aðalefninu. Ríkilögreglustjóri og æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru farnir að hittast suður á Velli til að ræða þá ógn sem þeir telja að landinu okkar stafi af hryðjuverkum. Það er vel; við þurfum að vera vakandi. En sú ákvörðun að planta vopnuðum lögreglumönnum meðal almennings er algjör kúvending á öllu sem við höfum átt að venjast og þetta gerist bara einn, tveir og þrír. Allt í einu eru vopnaðir menn út um allt þegar samkomur eiga sér stað. Nú er það svo að vopn auka ekki öryggiskennd manna, þvert á móti þá auka þau á ótta og öryggisleysi. Almenn skynsemi segir okkur að það sé raunverulegur möguleiki á því að einhver brjálæðingur eða brjálæðingar taki sig til og vilji ráðast á okkur. Það er auðvitað hugsanlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn í bílum á fjölmennum stöðum. En það er áreiðanlegt mál að vopnaðir menn fæla ekki hryðjuverkamenn frá. Hinsvegar hafa þeir náð þeim frábæra árangri, að þeirra eigin mati, að örþjóð á norðurhjara er lostin ótta. Þetta er það sem þeir vilja: að sá ótta meðal þjóða. Við þurfum ekki að óttast né láta óttann stjórna okkur. Við þurfum klárlega að eiga til viðbragðsáætlun. Áætlun um hvernig skuli bregðast við ef til átaka kemur. En við viljum ekki vopnaða lögreglumenn sem vekja upp ótta með því að ganga um með hlaðnar byssur. Íslenska lögreglan býr við þá ótrúlegu staðreynd miðað við aðrar þjóðir að njóta traust nánast allra landsmanna. Hræddur er ég um að það gæti breyst með þessari óttaslegnu ákvörðun yfirvalda að planta þeim innanum almenning með hlaðin vopn. Óttinn er harður húsbóndi og lætur ekki svo glatt afvopna sig. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Óttinn er grimmur húsbóndi sem fær fólk til að gera ótrúlegustu hluti og bregðast við á annan máta en ef það væri ekki óttaslegið. Sjálfmynd Íslendinga hefur verið sú að við værum vopnlaus þjóð og við höfum flaggað þeirri mynd sem víðast og oftast. Í áratugi hafa fréttir borist hingað uppá klakann um allskonar hryðjuverkaógnir. Ítalía og Þýskaland voru í brennidepli á sjöunda áratugnum; nánast vikulega bárust fréttir af ódæðum hryðjuverkamanna sem sögðust flestir vera að berjast gegn fasistum og heimsvaldasinnum. Fréttir bárust líka til okkar um að í Suður-Ameríku væru hryðjuverkahópar að hrekkja yfirvöld með ránum, morðum og allskonar kröfum. Síðan er það árásin á tvíburaturnana. Frá þeim degi hafa nánast verið í fréttum daglega sögur af vondum múslimum og hafa Isis-samtökin verið í fyrsta sæti þeirrar ógnar sem steðjar að hinum vestræna heimi. Og sannarlega er þetta ógn, en við eigum ekki að láta hana fara stjórna lífi okkar. Þá er ég kominn að aðalefninu. Ríkilögreglustjóri og æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru farnir að hittast suður á Velli til að ræða þá ógn sem þeir telja að landinu okkar stafi af hryðjuverkum. Það er vel; við þurfum að vera vakandi. En sú ákvörðun að planta vopnuðum lögreglumönnum meðal almennings er algjör kúvending á öllu sem við höfum átt að venjast og þetta gerist bara einn, tveir og þrír. Allt í einu eru vopnaðir menn út um allt þegar samkomur eiga sér stað. Nú er það svo að vopn auka ekki öryggiskennd manna, þvert á móti þá auka þau á ótta og öryggisleysi. Almenn skynsemi segir okkur að það sé raunverulegur möguleiki á því að einhver brjálæðingur eða brjálæðingar taki sig til og vilji ráðast á okkur. Það er auðvitað hugsanlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn í bílum á fjölmennum stöðum. En það er áreiðanlegt mál að vopnaðir menn fæla ekki hryðjuverkamenn frá. Hinsvegar hafa þeir náð þeim frábæra árangri, að þeirra eigin mati, að örþjóð á norðurhjara er lostin ótta. Þetta er það sem þeir vilja: að sá ótta meðal þjóða. Við þurfum ekki að óttast né láta óttann stjórna okkur. Við þurfum klárlega að eiga til viðbragðsáætlun. Áætlun um hvernig skuli bregðast við ef til átaka kemur. En við viljum ekki vopnaða lögreglumenn sem vekja upp ótta með því að ganga um með hlaðnar byssur. Íslenska lögreglan býr við þá ótrúlegu staðreynd miðað við aðrar þjóðir að njóta traust nánast allra landsmanna. Hræddur er ég um að það gæti breyst með þessari óttaslegnu ákvörðun yfirvalda að planta þeim innanum almenning með hlaðin vopn. Óttinn er harður húsbóndi og lætur ekki svo glatt afvopna sig. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar