Hætta á að flugvellirnir teppist Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2017 23:30 Frá Egilsstaðaflugvelli. Vísir/Vilhelm Brýnt er stækka flughlöðin á varaflugvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri þar sem háskalegt ástand gæti annars skapast. Í gærkvöldi þurftu fjórar vélar sem ekki gátu lent í Keflavík vegna skyggnis að snúa til Egilsstaða. Önnur fór til Edinborgar í Skotlandi. Einungis fjórar litlar þotur komast fyrir með góðu móti á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en þá er gert ráð fyrir að vellirnir séu tómir. Séu þetta breiðþotur, líkt og íslensku félögin hafa tekið í notkun, komast mun færri fyrir. Á Reykjavíkurflugvelli er hægt að koma fyrir um tuttugu vélum en hins vegar eru aðstæður í Keflavík og Reykjavík oft svipaðar. Þá eru varaflugvellirnir allir búnir ólíkum eiginleikum. Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna segir ástandið geta orðið hættulegt á háannatíma. „Það þýðir bara að flugvöllurinn teppist bókstaflega. Vegna þess að það eru ekki til dráttarbílar til að færa vélar til eða neitt slíkt. Það getur skapast mjög erfitt og háskalegt ástand," segir Ingvar Tryggvason.Talað fyrir daufum eyrum Ingvar segir nauðsynlegt að stækka flughlöðin á Akureyri og Egilsstöðum eða að byggja akbraut sem væri samsíða flugbrautunum og myndi virka sem yfirfall. Hann segir að félagið hafi margoft bent stjórnvöldum á þetta en talað fyrir daufum eyrum. „Við sjáum það ár eftir ár að það kemur út samgönguáætlun þar sem fjármunir eru eyrnamerktir í framkvæmdir á flugvöllum umhverfis landið. En það næsta sem gerist er að það koma út fjárlög og þá er bara komið núll í alla dálkana. Það verður bara ekki unað við þetta lengur og stjórnvöld verða að fara að koma með einhverja stefnu í flugmálum. Flugregkstur stendur undir 10% af allri landsframleiðslu og það er skýtur skökku við að það skuli ekki vera skýrari stefna,“ segir Ingvar. Efni úr Vaðlaheiðagöngum, sem hægt væri að nýta í stækkun flughlaðsins á Akureyri, hefur legið við völlinn, en stjórnvöld hafa ekki fengist til þess að verja fjármagni í að klára framkvæmdirnar. „Mölin er þarna bara og er að síga og jafna sig. En við bíðum bara," segir Ingvar. „Þetta er bara framkvæmd sem þarf að ljúka við. Undir einhverri skýrri og markvissri stefnu. Því höfum við kallað eftir.“ Fréttir af flugi Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Brýnt er stækka flughlöðin á varaflugvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri þar sem háskalegt ástand gæti annars skapast. Í gærkvöldi þurftu fjórar vélar sem ekki gátu lent í Keflavík vegna skyggnis að snúa til Egilsstaða. Önnur fór til Edinborgar í Skotlandi. Einungis fjórar litlar þotur komast fyrir með góðu móti á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en þá er gert ráð fyrir að vellirnir séu tómir. Séu þetta breiðþotur, líkt og íslensku félögin hafa tekið í notkun, komast mun færri fyrir. Á Reykjavíkurflugvelli er hægt að koma fyrir um tuttugu vélum en hins vegar eru aðstæður í Keflavík og Reykjavík oft svipaðar. Þá eru varaflugvellirnir allir búnir ólíkum eiginleikum. Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna segir ástandið geta orðið hættulegt á háannatíma. „Það þýðir bara að flugvöllurinn teppist bókstaflega. Vegna þess að það eru ekki til dráttarbílar til að færa vélar til eða neitt slíkt. Það getur skapast mjög erfitt og háskalegt ástand," segir Ingvar Tryggvason.Talað fyrir daufum eyrum Ingvar segir nauðsynlegt að stækka flughlöðin á Akureyri og Egilsstöðum eða að byggja akbraut sem væri samsíða flugbrautunum og myndi virka sem yfirfall. Hann segir að félagið hafi margoft bent stjórnvöldum á þetta en talað fyrir daufum eyrum. „Við sjáum það ár eftir ár að það kemur út samgönguáætlun þar sem fjármunir eru eyrnamerktir í framkvæmdir á flugvöllum umhverfis landið. En það næsta sem gerist er að það koma út fjárlög og þá er bara komið núll í alla dálkana. Það verður bara ekki unað við þetta lengur og stjórnvöld verða að fara að koma með einhverja stefnu í flugmálum. Flugregkstur stendur undir 10% af allri landsframleiðslu og það er skýtur skökku við að það skuli ekki vera skýrari stefna,“ segir Ingvar. Efni úr Vaðlaheiðagöngum, sem hægt væri að nýta í stækkun flughlaðsins á Akureyri, hefur legið við völlinn, en stjórnvöld hafa ekki fengist til þess að verja fjármagni í að klára framkvæmdirnar. „Mölin er þarna bara og er að síga og jafna sig. En við bíðum bara," segir Ingvar. „Þetta er bara framkvæmd sem þarf að ljúka við. Undir einhverri skýrri og markvissri stefnu. Því höfum við kallað eftir.“
Fréttir af flugi Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira