Viðskipti innlent

Launþegum fjölgar í byggingariðnaði og ferðaþjónustu

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Alls hefur launþegum fjölgað um tæplega 5 prósent á þessum tíma.
Alls hefur launþegum fjölgað um tæplega 5 prósent á þessum tíma. Vísir/Eyþór
Launþegum hefur fjölgað um 16 prósent í byggingariðnaði og ferðaþjónustu en hefur fækkað í sjávarútvegi. Miðað er við árs tímabil frá apríl 2016. Alls hefur launþegum fjölgað um tæplega 5 prósent á þessum tíma. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Matið er byggt á bráðabirgðatölum og undanskildir eru einyrkjar með rekstur á eigin kennitölu en það er algengt rekstrarform í byggingariðnaði, landbúnaði og skapandi greinum.

Frá maí 2016 til apríl 2017 voru 17.079 skráðir launagreiðendur á Íslandi. Þeim hafði fjölgað um 4,8 prósent en launþegar voru rúmlega 182 þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×