Hestaskoðun ferðamanna veldur slysahættu á þjóðveginum 19. júní 2017 14:42 Jónas Guðmundsson leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. Skessuhorn Rúta stöðvaði við óbrotna línu og hleypti þar út hóp af ferðamönnum sem vildu komast nær hrossum frá sveitabænum Bakkakoti í Borgarfirði. Skessuhorn greindi fyrst frá málinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þetta sé vissulega hættulegt og valdi slysahættu. Hins vegar sé þetta að mörgu leyti skiljanlegt. Landsbjörg hefur því lagt til úrlausnir til að koma í veg fyrir ólöglegar stöðvanir í umferðinni. „Við höfum tekið þátt í vinnuhópum hjá Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar fyrir um það bil tveimur árum til þess að vinna að brýnum úrlausnum í ferðamálum. Við höfum lagt til að útbúin verði útskot á allmarga staði við þjóðveginn eins og tíðkast erlendis. Þá eru útboðin útskot sem taka fjóra til fimm bíla og tvær rútur. Þetta er sett við „kódak móment“ staði; staði þar sem ferðamaðurinn sjálfur hefur ákveðið að sé flottur staður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Hann nefnir að tillagan hafi farið til ráðuneytanna en hún hafi hins vegar verið sett til hliðar, líklega til nánari skoðunar.Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Friðrik ÞórFerðahegðun skiptir máliJónas leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. „Hegðunin kemur fyrst. Fólk ákveður að labba Laugaveginn löngu áður en að settir voru upp skálar og brýr yfir árnar. Það verður að halda í uppbygginguna og það er það sem við þurfum að gera í þessu eins og annað. Við komum aldrei í veg fyrir að erlendir ferðamenn og íslenskir rútubílstjórar stoppi því þetta er það sem fólk er komið hingað til að gera og við gerum þetta sjálf,“ leggur Jónas áherslu á. Jónast nefnir, án þess þó að vilja fullyrða, að Teitur sé líklega ekki eina rútufyrirtækið sem stoppi ólöglega á þjóðveginum og nefnir að bílstjórarnir geri það fremur af illri nauðsyn. Þeir hjá Landsbjörg séu í nánu samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og hafi fundað með mörgum rútufyrirtækjum. Jónas segir að sjá megi miklar framfarir í öryggi hjá þeim.Algjörlega bannað Jónas Haraldsson upplýsingafulltrúi Hópferðabíla Teits, segir að bannað sé að stöðva rútur ólöglega og rætt hafi verið við alla starfsmenn fyrirtækisins þess efnis. Lögð hafi verið áhersla á slysahættuna sem stöðvunin veldur og þetta sé því ekki boðlegt. Jafnframt segir hann að ekki sé algengt að rútur stoppi á svona stöðum. „Þetta er náttúrulega algjörlega bannað og búið er að fara mjög drengilega yfir þetta með vagnstjóranum og með þeim bílstjórum sem vinna hér,“ segir Jónas. Hann nefnir að mikil ákefð sé oft í ferðamönnum en það breyti því ekki að passa verður að stöðva bílinn aðeins á leyfilegum stöðum. Jónas tekur vel í hugmyndir Landsbjargar um útskot og segir að mikilvægt sé að huga að vegakerfi landsins. Þörf sé á endurbótum vegna aukins ferðamannafjölda. „Vegakerfið er auðvitað ekki undir þetta búið, allra síst fyrir svona stóra bíla,“ segir Jónas og segir að ill nauðsyn afsaki ekki það að stöðva svona. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Rúta stöðvaði við óbrotna línu og hleypti þar út hóp af ferðamönnum sem vildu komast nær hrossum frá sveitabænum Bakkakoti í Borgarfirði. Skessuhorn greindi fyrst frá málinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þetta sé vissulega hættulegt og valdi slysahættu. Hins vegar sé þetta að mörgu leyti skiljanlegt. Landsbjörg hefur því lagt til úrlausnir til að koma í veg fyrir ólöglegar stöðvanir í umferðinni. „Við höfum tekið þátt í vinnuhópum hjá Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar fyrir um það bil tveimur árum til þess að vinna að brýnum úrlausnum í ferðamálum. Við höfum lagt til að útbúin verði útskot á allmarga staði við þjóðveginn eins og tíðkast erlendis. Þá eru útboðin útskot sem taka fjóra til fimm bíla og tvær rútur. Þetta er sett við „kódak móment“ staði; staði þar sem ferðamaðurinn sjálfur hefur ákveðið að sé flottur staður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Hann nefnir að tillagan hafi farið til ráðuneytanna en hún hafi hins vegar verið sett til hliðar, líklega til nánari skoðunar.Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Friðrik ÞórFerðahegðun skiptir máliJónas leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. „Hegðunin kemur fyrst. Fólk ákveður að labba Laugaveginn löngu áður en að settir voru upp skálar og brýr yfir árnar. Það verður að halda í uppbygginguna og það er það sem við þurfum að gera í þessu eins og annað. Við komum aldrei í veg fyrir að erlendir ferðamenn og íslenskir rútubílstjórar stoppi því þetta er það sem fólk er komið hingað til að gera og við gerum þetta sjálf,“ leggur Jónas áherslu á. Jónast nefnir, án þess þó að vilja fullyrða, að Teitur sé líklega ekki eina rútufyrirtækið sem stoppi ólöglega á þjóðveginum og nefnir að bílstjórarnir geri það fremur af illri nauðsyn. Þeir hjá Landsbjörg séu í nánu samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og hafi fundað með mörgum rútufyrirtækjum. Jónas segir að sjá megi miklar framfarir í öryggi hjá þeim.Algjörlega bannað Jónas Haraldsson upplýsingafulltrúi Hópferðabíla Teits, segir að bannað sé að stöðva rútur ólöglega og rætt hafi verið við alla starfsmenn fyrirtækisins þess efnis. Lögð hafi verið áhersla á slysahættuna sem stöðvunin veldur og þetta sé því ekki boðlegt. Jafnframt segir hann að ekki sé algengt að rútur stoppi á svona stöðum. „Þetta er náttúrulega algjörlega bannað og búið er að fara mjög drengilega yfir þetta með vagnstjóranum og með þeim bílstjórum sem vinna hér,“ segir Jónas. Hann nefnir að mikil ákefð sé oft í ferðamönnum en það breyti því ekki að passa verður að stöðva bílinn aðeins á leyfilegum stöðum. Jónas tekur vel í hugmyndir Landsbjargar um útskot og segir að mikilvægt sé að huga að vegakerfi landsins. Þörf sé á endurbótum vegna aukins ferðamannafjölda. „Vegakerfið er auðvitað ekki undir þetta búið, allra síst fyrir svona stóra bíla,“ segir Jónas og segir að ill nauðsyn afsaki ekki það að stöðva svona.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira