Hagar hrynja í Kauphöllinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júní 2017 12:45 VÍSIR/ANTON BRINK Gengi hlutabréfa í Högum hefur hríðfallið í Kauphöllinni í dag. Bréfin hafa lækkað um 5,2% það sem af er degi í 492 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfanna er nú 49 en um vika er síðan það var 55,2. Það er rauður dagur í Kauphöllinni í dag og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 1,58% í morgun. Skeljungur, Marel og Icelandair hafa öll lækkað um rúmlega 2% í dag og þorri félaga hefur lækkað í kringum 1%. Bréf í Össuri eru þau einu sem hafa hækkað í dag, alls um 4,44% í 10 milljón króna viðskiptum. Sjá einnig: Keppinautar Costco lækka í KauphöllinniÞróun á gengi bréfa í Högum síðastliðinn mánuð.KeldanHagar eru það félag sem hafa lækkað langsamlega mest í dag eða um 5,2% sem fyrr segir. Skýring lækkunarinnar kann að vera forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun, sem byggir á tölum frá Meniga, þess efnis að velta Costco fyrstu vikuna eftir opnun hafi verið meiri en í öllum 32 verslunum Bónuss samanlagt. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var veltan í Costco 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Sjá einnig: Velta Costco meiri en Bónuss Þá var fullyrt Viðskiptablaðinu í gær að Hagar hefðu sent íslenskum framleiðendum skilaboð um að ef þeir hygðust selja vörur sínar í Costco yrðu þær teknar úr hillum Bónuss og Hagkaupa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í samtali við Vísi í gær þessar fullyrðingar vera rógburð sem og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Costco Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21 Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Högum hefur hríðfallið í Kauphöllinni í dag. Bréfin hafa lækkað um 5,2% það sem af er degi í 492 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfanna er nú 49 en um vika er síðan það var 55,2. Það er rauður dagur í Kauphöllinni í dag og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 1,58% í morgun. Skeljungur, Marel og Icelandair hafa öll lækkað um rúmlega 2% í dag og þorri félaga hefur lækkað í kringum 1%. Bréf í Össuri eru þau einu sem hafa hækkað í dag, alls um 4,44% í 10 milljón króna viðskiptum. Sjá einnig: Keppinautar Costco lækka í KauphöllinniÞróun á gengi bréfa í Högum síðastliðinn mánuð.KeldanHagar eru það félag sem hafa lækkað langsamlega mest í dag eða um 5,2% sem fyrr segir. Skýring lækkunarinnar kann að vera forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun, sem byggir á tölum frá Meniga, þess efnis að velta Costco fyrstu vikuna eftir opnun hafi verið meiri en í öllum 32 verslunum Bónuss samanlagt. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var veltan í Costco 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Sjá einnig: Velta Costco meiri en Bónuss Þá var fullyrt Viðskiptablaðinu í gær að Hagar hefðu sent íslenskum framleiðendum skilaboð um að ef þeir hygðust selja vörur sínar í Costco yrðu þær teknar úr hillum Bónuss og Hagkaupa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í samtali við Vísi í gær þessar fullyrðingar vera rógburð sem og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.
Costco Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21 Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56
Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21
Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45