Ekki spennt fyrir miðnætursólinni Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. júní 2017 13:30 Chaka Khan hlakkar til að tengjast fólki hér á landi andlega og að smakka hákarl – en það er ekki víst að hún verði svo spennt fyrir honum eftir smakkið. Hefur þú áður sótt Ísland heim? „Nei, þetta verður mitt fyrsta sinn!“Hvað veistu um land og þjóð? „Ég veit að þar er fallegt og hrjóstrugt landslag. Ég er líka meðvituð um það að Ísland er þekkt sem land elds og íss vegna mikils fjölda jökla og eldfjalla sem þar eru.“Eins og þú segir er Ísland þekkt fyrir öfgafullt landslag sem og eldfjöll og jökla. Secret Solstice hátíðin stendur fyrir veisluhöldum inni í hraungöngum og jökli þetta árið – hefur þú spilað í slíku umhverfi áður? „Nei, en það er hins vegar staður í Colorado sem heitir Red Rocks sem mér dettur í hug. Hljómburðurinn og landslagið gera upplifunina alltaf frekar dularfulla þegar ég er utandyra.“Íslenska sumarið felur í sér að það er bjart allan sólarhringinn. Getur þú sagt frá því hvernig dagurinn þinn yrði ef þú þyrftir að búa við slíkar aðstæður? „Ég myndi reyna eftir öllum mætti að skapa dimmu í kringum mig! (hlær) Ég myndi reyna af öllum mætti að halda mér góðri svo ég yrði ekki alveg biluð og ég myndi líklega gera þá hluti sem ég geri venjulega nema ég myndi eyða verulegum tíma í að búa til dimmu í umhverfi mínu. Ég hef áður spilað mjög norðarlega í heiminum, ég held að það hafi verið í Svíþjóð – þar settist sólin aldrei og það gerði mig smá bilaða. Ég þarf að fá mér myrkratjöld!“Á Íslandi búa um það bil 300.000 manns, þannig að þú getur ímyndað þér hversu samþjöppuð tónlistarsenan er. Hvað myndir þú segja, sem reynslubolti, að væru mikilvægustu hlutirnir til að halda tónlistarsenum heilbrigðum og góðum? „Það er frábært þegar listamenn styðja hver annan en það gerist ekki alltaf. Það er mikil öfundsýki og keppnisskap í þessum bransa, því miður. Mörgum líður reyndar ekki þannig en þetta er mín reynsla. Þú þarft að vera góður, vel rúnnaður listamaður sem notar og fullkomnar heilunarmátt tónlistarinnar.“Íslendingar leggja sér ýmislegt til munns sem er ekki hægt að finna í öðrum löndum – hvað eru exótískustu eða skrítnustu réttir sem þú hefur smakkað? „Í Suður-Afríku borðaði ég sturlaða hluti eins og til dæmis skordýr og ég borðaði það allt og líkaði vel. Ég er mjög spennt fyrir því að smakka eitthvað nýtt á Íslandi.“Myndir þú smakka svið? Hvað um hákarl, lunda eða hval? „Algjörlega! Ég hef smakkað hákarl áður og ég hefði mikinn áhuga á að bragða hann aftur.“Hvað ertu spenntust fyrir að gera á Íslandi og á Secret Solstice hátíðinni? „Ég er mjög spennt fyrir því að mæta til Íslands á mjög öflugum og andlegum tíma í náttúrunni og að tengja við fólk á andlegu nótunum.“Þekkir þú eitthvert íslenskt tónlistarfólk? „Nei, því miður!“En Björk, þekkirðu hana? „Ó, já ég þekki hana! Ég vissi ekki að hún væri íslensk, ég elska hana! Hún er algjörlega frábær.“ Secret Solstice Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hefur þú áður sótt Ísland heim? „Nei, þetta verður mitt fyrsta sinn!“Hvað veistu um land og þjóð? „Ég veit að þar er fallegt og hrjóstrugt landslag. Ég er líka meðvituð um það að Ísland er þekkt sem land elds og íss vegna mikils fjölda jökla og eldfjalla sem þar eru.“Eins og þú segir er Ísland þekkt fyrir öfgafullt landslag sem og eldfjöll og jökla. Secret Solstice hátíðin stendur fyrir veisluhöldum inni í hraungöngum og jökli þetta árið – hefur þú spilað í slíku umhverfi áður? „Nei, en það er hins vegar staður í Colorado sem heitir Red Rocks sem mér dettur í hug. Hljómburðurinn og landslagið gera upplifunina alltaf frekar dularfulla þegar ég er utandyra.“Íslenska sumarið felur í sér að það er bjart allan sólarhringinn. Getur þú sagt frá því hvernig dagurinn þinn yrði ef þú þyrftir að búa við slíkar aðstæður? „Ég myndi reyna eftir öllum mætti að skapa dimmu í kringum mig! (hlær) Ég myndi reyna af öllum mætti að halda mér góðri svo ég yrði ekki alveg biluð og ég myndi líklega gera þá hluti sem ég geri venjulega nema ég myndi eyða verulegum tíma í að búa til dimmu í umhverfi mínu. Ég hef áður spilað mjög norðarlega í heiminum, ég held að það hafi verið í Svíþjóð – þar settist sólin aldrei og það gerði mig smá bilaða. Ég þarf að fá mér myrkratjöld!“Á Íslandi búa um það bil 300.000 manns, þannig að þú getur ímyndað þér hversu samþjöppuð tónlistarsenan er. Hvað myndir þú segja, sem reynslubolti, að væru mikilvægustu hlutirnir til að halda tónlistarsenum heilbrigðum og góðum? „Það er frábært þegar listamenn styðja hver annan en það gerist ekki alltaf. Það er mikil öfundsýki og keppnisskap í þessum bransa, því miður. Mörgum líður reyndar ekki þannig en þetta er mín reynsla. Þú þarft að vera góður, vel rúnnaður listamaður sem notar og fullkomnar heilunarmátt tónlistarinnar.“Íslendingar leggja sér ýmislegt til munns sem er ekki hægt að finna í öðrum löndum – hvað eru exótískustu eða skrítnustu réttir sem þú hefur smakkað? „Í Suður-Afríku borðaði ég sturlaða hluti eins og til dæmis skordýr og ég borðaði það allt og líkaði vel. Ég er mjög spennt fyrir því að smakka eitthvað nýtt á Íslandi.“Myndir þú smakka svið? Hvað um hákarl, lunda eða hval? „Algjörlega! Ég hef smakkað hákarl áður og ég hefði mikinn áhuga á að bragða hann aftur.“Hvað ertu spenntust fyrir að gera á Íslandi og á Secret Solstice hátíðinni? „Ég er mjög spennt fyrir því að mæta til Íslands á mjög öflugum og andlegum tíma í náttúrunni og að tengja við fólk á andlegu nótunum.“Þekkir þú eitthvert íslenskt tónlistarfólk? „Nei, því miður!“En Björk, þekkirðu hana? „Ó, já ég þekki hana! Ég vissi ekki að hún væri íslensk, ég elska hana! Hún er algjörlega frábær.“
Secret Solstice Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira