Ekki spennt fyrir miðnætursólinni Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. júní 2017 13:30 Chaka Khan hlakkar til að tengjast fólki hér á landi andlega og að smakka hákarl – en það er ekki víst að hún verði svo spennt fyrir honum eftir smakkið. Hefur þú áður sótt Ísland heim? „Nei, þetta verður mitt fyrsta sinn!“Hvað veistu um land og þjóð? „Ég veit að þar er fallegt og hrjóstrugt landslag. Ég er líka meðvituð um það að Ísland er þekkt sem land elds og íss vegna mikils fjölda jökla og eldfjalla sem þar eru.“Eins og þú segir er Ísland þekkt fyrir öfgafullt landslag sem og eldfjöll og jökla. Secret Solstice hátíðin stendur fyrir veisluhöldum inni í hraungöngum og jökli þetta árið – hefur þú spilað í slíku umhverfi áður? „Nei, en það er hins vegar staður í Colorado sem heitir Red Rocks sem mér dettur í hug. Hljómburðurinn og landslagið gera upplifunina alltaf frekar dularfulla þegar ég er utandyra.“Íslenska sumarið felur í sér að það er bjart allan sólarhringinn. Getur þú sagt frá því hvernig dagurinn þinn yrði ef þú þyrftir að búa við slíkar aðstæður? „Ég myndi reyna eftir öllum mætti að skapa dimmu í kringum mig! (hlær) Ég myndi reyna af öllum mætti að halda mér góðri svo ég yrði ekki alveg biluð og ég myndi líklega gera þá hluti sem ég geri venjulega nema ég myndi eyða verulegum tíma í að búa til dimmu í umhverfi mínu. Ég hef áður spilað mjög norðarlega í heiminum, ég held að það hafi verið í Svíþjóð – þar settist sólin aldrei og það gerði mig smá bilaða. Ég þarf að fá mér myrkratjöld!“Á Íslandi búa um það bil 300.000 manns, þannig að þú getur ímyndað þér hversu samþjöppuð tónlistarsenan er. Hvað myndir þú segja, sem reynslubolti, að væru mikilvægustu hlutirnir til að halda tónlistarsenum heilbrigðum og góðum? „Það er frábært þegar listamenn styðja hver annan en það gerist ekki alltaf. Það er mikil öfundsýki og keppnisskap í þessum bransa, því miður. Mörgum líður reyndar ekki þannig en þetta er mín reynsla. Þú þarft að vera góður, vel rúnnaður listamaður sem notar og fullkomnar heilunarmátt tónlistarinnar.“Íslendingar leggja sér ýmislegt til munns sem er ekki hægt að finna í öðrum löndum – hvað eru exótískustu eða skrítnustu réttir sem þú hefur smakkað? „Í Suður-Afríku borðaði ég sturlaða hluti eins og til dæmis skordýr og ég borðaði það allt og líkaði vel. Ég er mjög spennt fyrir því að smakka eitthvað nýtt á Íslandi.“Myndir þú smakka svið? Hvað um hákarl, lunda eða hval? „Algjörlega! Ég hef smakkað hákarl áður og ég hefði mikinn áhuga á að bragða hann aftur.“Hvað ertu spenntust fyrir að gera á Íslandi og á Secret Solstice hátíðinni? „Ég er mjög spennt fyrir því að mæta til Íslands á mjög öflugum og andlegum tíma í náttúrunni og að tengja við fólk á andlegu nótunum.“Þekkir þú eitthvert íslenskt tónlistarfólk? „Nei, því miður!“En Björk, þekkirðu hana? „Ó, já ég þekki hana! Ég vissi ekki að hún væri íslensk, ég elska hana! Hún er algjörlega frábær.“ Secret Solstice Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hefur þú áður sótt Ísland heim? „Nei, þetta verður mitt fyrsta sinn!“Hvað veistu um land og þjóð? „Ég veit að þar er fallegt og hrjóstrugt landslag. Ég er líka meðvituð um það að Ísland er þekkt sem land elds og íss vegna mikils fjölda jökla og eldfjalla sem þar eru.“Eins og þú segir er Ísland þekkt fyrir öfgafullt landslag sem og eldfjöll og jökla. Secret Solstice hátíðin stendur fyrir veisluhöldum inni í hraungöngum og jökli þetta árið – hefur þú spilað í slíku umhverfi áður? „Nei, en það er hins vegar staður í Colorado sem heitir Red Rocks sem mér dettur í hug. Hljómburðurinn og landslagið gera upplifunina alltaf frekar dularfulla þegar ég er utandyra.“Íslenska sumarið felur í sér að það er bjart allan sólarhringinn. Getur þú sagt frá því hvernig dagurinn þinn yrði ef þú þyrftir að búa við slíkar aðstæður? „Ég myndi reyna eftir öllum mætti að skapa dimmu í kringum mig! (hlær) Ég myndi reyna af öllum mætti að halda mér góðri svo ég yrði ekki alveg biluð og ég myndi líklega gera þá hluti sem ég geri venjulega nema ég myndi eyða verulegum tíma í að búa til dimmu í umhverfi mínu. Ég hef áður spilað mjög norðarlega í heiminum, ég held að það hafi verið í Svíþjóð – þar settist sólin aldrei og það gerði mig smá bilaða. Ég þarf að fá mér myrkratjöld!“Á Íslandi búa um það bil 300.000 manns, þannig að þú getur ímyndað þér hversu samþjöppuð tónlistarsenan er. Hvað myndir þú segja, sem reynslubolti, að væru mikilvægustu hlutirnir til að halda tónlistarsenum heilbrigðum og góðum? „Það er frábært þegar listamenn styðja hver annan en það gerist ekki alltaf. Það er mikil öfundsýki og keppnisskap í þessum bransa, því miður. Mörgum líður reyndar ekki þannig en þetta er mín reynsla. Þú þarft að vera góður, vel rúnnaður listamaður sem notar og fullkomnar heilunarmátt tónlistarinnar.“Íslendingar leggja sér ýmislegt til munns sem er ekki hægt að finna í öðrum löndum – hvað eru exótískustu eða skrítnustu réttir sem þú hefur smakkað? „Í Suður-Afríku borðaði ég sturlaða hluti eins og til dæmis skordýr og ég borðaði það allt og líkaði vel. Ég er mjög spennt fyrir því að smakka eitthvað nýtt á Íslandi.“Myndir þú smakka svið? Hvað um hákarl, lunda eða hval? „Algjörlega! Ég hef smakkað hákarl áður og ég hefði mikinn áhuga á að bragða hann aftur.“Hvað ertu spenntust fyrir að gera á Íslandi og á Secret Solstice hátíðinni? „Ég er mjög spennt fyrir því að mæta til Íslands á mjög öflugum og andlegum tíma í náttúrunni og að tengja við fólk á andlegu nótunum.“Þekkir þú eitthvert íslenskt tónlistarfólk? „Nei, því miður!“En Björk, þekkirðu hana? „Ó, já ég þekki hana! Ég vissi ekki að hún væri íslensk, ég elska hana! Hún er algjörlega frábær.“
Secret Solstice Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira