Sara Björk fékk ekki að fagna titlunum útaf karlaliðinu: Ótrúlega svekkjandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 07:45 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir er nú stödd með íslenska kvennalandsliðinu út í Dublin á Írlandi þar sem liðið mun spila vináttulandsleik við Írland á morgun. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópukeppnina í Hollandi í sumar. Sara Björk vann tvennuna á fyrsta tímabili sínu með Wolfsburg þar sem hún vann sér strax inn byrjunarliðssæti hjá einu af sterkustu félagsliðum Evrópu. Sara hafði áður unnið marga titla með sænska liðinu Rosengard. „Það gekk allt upp. Við náðum tveimur titlum í Wolfsburg. Auðvitað vildum við ná þrennunni en það verður bara að bíða til næsta árs. En ég er full sjálfstrausts og í góðu standi og rosalega spennt fyrir sumrinu,“ sagði Sara Björk í viðtali við Mist Rúnarsdóttur á Fótbolta.net. Mist spurði Söru út í þá staðreynd að kvennalið Wolfsburg hafi ekki fengið að fagna titlunum tveimur með formlegum hætti þar sem að stjórn félagsins vildi ekki að fögnuður kvennanna skyggði á undirbúning karlaliðsins fyrir mikilvægan leik þar sem karlarnir voru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Þeir voru í basli við að reyna að halda sér í deildinni og það var hætt við formlega athöfn sem bærinn átti að halda til heiðurs okkur vegna gengi karlaliðsins. Það var rosalega mikil synd að geta ekki fagnað því að stelpurnar í klúbbnum hafa unnið tvo titla fyrir liðið. En við stelpurnar héldum bara okkar eigin fögnuð,“ sagði Sara Björk og bætti við: „Fyrir mér er þetta ótrúlega svekkjandi. Ég er að spila í toppklúbbi og það er mikil synd hversu lítil virðing er borin fyrir sigursælu kvennaliðinu og hætt sé við fögnuðinn,“ sagði Sara Björk. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Wolfsburg.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er nú stödd með íslenska kvennalandsliðinu út í Dublin á Írlandi þar sem liðið mun spila vináttulandsleik við Írland á morgun. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópukeppnina í Hollandi í sumar. Sara Björk vann tvennuna á fyrsta tímabili sínu með Wolfsburg þar sem hún vann sér strax inn byrjunarliðssæti hjá einu af sterkustu félagsliðum Evrópu. Sara hafði áður unnið marga titla með sænska liðinu Rosengard. „Það gekk allt upp. Við náðum tveimur titlum í Wolfsburg. Auðvitað vildum við ná þrennunni en það verður bara að bíða til næsta árs. En ég er full sjálfstrausts og í góðu standi og rosalega spennt fyrir sumrinu,“ sagði Sara Björk í viðtali við Mist Rúnarsdóttur á Fótbolta.net. Mist spurði Söru út í þá staðreynd að kvennalið Wolfsburg hafi ekki fengið að fagna titlunum tveimur með formlegum hætti þar sem að stjórn félagsins vildi ekki að fögnuður kvennanna skyggði á undirbúning karlaliðsins fyrir mikilvægan leik þar sem karlarnir voru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Þeir voru í basli við að reyna að halda sér í deildinni og það var hætt við formlega athöfn sem bærinn átti að halda til heiðurs okkur vegna gengi karlaliðsins. Það var rosalega mikil synd að geta ekki fagnað því að stelpurnar í klúbbnum hafa unnið tvo titla fyrir liðið. En við stelpurnar héldum bara okkar eigin fögnuð,“ sagði Sara Björk og bætti við: „Fyrir mér er þetta ótrúlega svekkjandi. Ég er að spila í toppklúbbi og það er mikil synd hversu lítil virðing er borin fyrir sigursælu kvennaliðinu og hætt sé við fögnuðinn,“ sagði Sara Björk. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Wolfsburg.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira