Leikmenn Warriors ætla ekki að láta 16-0 umræðuna trufla sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 22:00 Draymond Green er hér ið það að taka frákast í úrslitaeinvíginu. Vísir/Getty Golden State Warriors hefur fyrst NBA-liða unnið fjórtán fyrstu leiki úrslitakeppninnar og nú þegar liðinu vantar bara tvo sigra til að vinna titilinn eru margir að velta því fyrir sér hvort liðið geti farið taplaust í gegnum úrslitakeppnina. Bandarískir fjölmiðlar eru að sjálfsögðu farnir á flug eftir tvo sannfærandi sigra Golden State Warriors í röð á móti Cleveland Cavaliers. Leikmenn Warriors voru að sjálfsögðu spurðir út í möguleikann á því að enda úrslitakeppnina 16-0. Draymond Green segir að Golden State liðið hafi lært af reynslunni í fyrra þegar þeir settu nýtt met í sigurleikjum í deildarkeppninni (73) en misstu síðan af NBA-titlinum. „Við höfum áður gert þau mistök að velta okkur upp úr því að ná 73 sigrum og einbeita okkur að röngum hlutum,“ sagði Draymond Green en GSW var líka 2-0 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland í fyrra. ESPN segir frá. „Þetta skiptir ekki máli. Það væri frábært að ná þessu, frábær saga. Ég er samt viss um að ef við færum að tala um meistaratitla að ég væri ekki að monta mig af því að við höfum verið eina liðið sem hefur klárað 16-0. Ég myndi segja að við höfum unnið titilinn því það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Draymond Green. Það eru samt miklar líkur á því að Golden State Warriors vinni úrslitaeinvígið 4-0 og klári úrslitakeppnina því 16-0. Liðið hefur unnið 29 af síðustu 30 leikjum sínum og Cleveland hefur átt engin svör í síðustu tveimur leikjum. En ef þeir vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni geta þeir þá kallað sig besta lið sögunnar? „Það myndi ekki loka umræðunni. Lið eru að spila á mismunandi tímum og spila á móti mismunandi liðum,“ sagði Green en í dag telja menn að valið standi á milli Golden State liðsins og Chicago Bulls liðsins 1995-96. „Við höfum kannski unnið fjögur lið fjórum sinnum í röð en það voru ekki sömu liðin og þeir unnu. Allir vilja að við skrifum söguna upp á nýtt en ég vil bara vinna fjóra leiki. Meistaratitilinn er eina sagan sem við þurfum að skrifa,“ sagði Green. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í Cleveland í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport eins og allir leikir lokaúrslitanna. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Golden State Warriors hefur fyrst NBA-liða unnið fjórtán fyrstu leiki úrslitakeppninnar og nú þegar liðinu vantar bara tvo sigra til að vinna titilinn eru margir að velta því fyrir sér hvort liðið geti farið taplaust í gegnum úrslitakeppnina. Bandarískir fjölmiðlar eru að sjálfsögðu farnir á flug eftir tvo sannfærandi sigra Golden State Warriors í röð á móti Cleveland Cavaliers. Leikmenn Warriors voru að sjálfsögðu spurðir út í möguleikann á því að enda úrslitakeppnina 16-0. Draymond Green segir að Golden State liðið hafi lært af reynslunni í fyrra þegar þeir settu nýtt met í sigurleikjum í deildarkeppninni (73) en misstu síðan af NBA-titlinum. „Við höfum áður gert þau mistök að velta okkur upp úr því að ná 73 sigrum og einbeita okkur að röngum hlutum,“ sagði Draymond Green en GSW var líka 2-0 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland í fyrra. ESPN segir frá. „Þetta skiptir ekki máli. Það væri frábært að ná þessu, frábær saga. Ég er samt viss um að ef við færum að tala um meistaratitla að ég væri ekki að monta mig af því að við höfum verið eina liðið sem hefur klárað 16-0. Ég myndi segja að við höfum unnið titilinn því það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Draymond Green. Það eru samt miklar líkur á því að Golden State Warriors vinni úrslitaeinvígið 4-0 og klári úrslitakeppnina því 16-0. Liðið hefur unnið 29 af síðustu 30 leikjum sínum og Cleveland hefur átt engin svör í síðustu tveimur leikjum. En ef þeir vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni geta þeir þá kallað sig besta lið sögunnar? „Það myndi ekki loka umræðunni. Lið eru að spila á mismunandi tímum og spila á móti mismunandi liðum,“ sagði Green en í dag telja menn að valið standi á milli Golden State liðsins og Chicago Bulls liðsins 1995-96. „Við höfum kannski unnið fjögur lið fjórum sinnum í röð en það voru ekki sömu liðin og þeir unnu. Allir vilja að við skrifum söguna upp á nýtt en ég vil bara vinna fjóra leiki. Meistaratitilinn er eina sagan sem við þurfum að skrifa,“ sagði Green. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í Cleveland í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Hann verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport eins og allir leikir lokaúrslitanna.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira