Forbes: Ronaldo með 9,2 milljarða í árstekjur og enginn fær meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 16:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo rakar inn 93 milljónum dollara á árinu 2017 samkvæmt upplýsingum viðskiptablaðsins Forbes en það gerir 9,2 milljarða í íslenskum krónum. Portúgalinn er tekjuhæsti íþróttamaður heims þegar lagðar eru saman launatekjur og auglýsingatekjur. Ronaldo er samkvæmt þessum tölum með 25 milljónir í tekjur á hverjum degi ársins. Ronaldo fær 58 milljónir í laun frá Real Madrid en í viðbót við það fær hann 35 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Ronaldo er tekjuhærri en bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James sem er í öðru sæti með tekjur upp á 86,2 milljónir dollara eða rúma 8,5 milljarða íslenskra króna. Lipnel Messi er síðan í þriðja sætinu með tekjur upp á 80 milljónir dollara eða 7,9 milljarða íslenskra króna. LeBron James fær 55 milljónir dollara í auglýsingatekjur en „aðeins“ 31,2 milljónir í laun. Messi er með 53 milljónir dollara í laun frá Barcelona en 27 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Hvergi er þó munurinn meiri en hjá tenniskappanum Roger Federer. Svisslendingurinn fær „bara“ 6 milljónir dollara í bein laun en hann er hinsvegar með 58 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Federer kemst því pp í fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera með þetta „lítil“ laun. Ronaldo og Messi eru einu fótboltamennirnir sem komast á listann en þar eru aftur á móti fjórir leikmenn úr NBA-deildinni. Auk LeBron James (2. sæti) eru þar líka Kevin Durant (5. sæti), Stephen Curry (8. sæti) og James Harden (9. sæti.). Einn kylfingur er á listanum en Rory Mcllroy er í sjötta sæti. Formúlukappinn Lewis Hamilton er í 10. sæti og NFL-leikstjórnandinn Andrew Luck er jafn Rory í sjötta sætinu. Darren Rovell birti topplista Forbes á Twitter og má sjá hann hér fyrir neðan. The highest paid athletes in the world, as guesstimated by @Forbespic.twitter.com/JdeNk4t2NO — Darren Rovell (@darrenrovell) June 7, 2017 Formúla Fótbolti Körfubolti Tennis Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ Sjá meira
Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo rakar inn 93 milljónum dollara á árinu 2017 samkvæmt upplýsingum viðskiptablaðsins Forbes en það gerir 9,2 milljarða í íslenskum krónum. Portúgalinn er tekjuhæsti íþróttamaður heims þegar lagðar eru saman launatekjur og auglýsingatekjur. Ronaldo er samkvæmt þessum tölum með 25 milljónir í tekjur á hverjum degi ársins. Ronaldo fær 58 milljónir í laun frá Real Madrid en í viðbót við það fær hann 35 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Ronaldo er tekjuhærri en bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James sem er í öðru sæti með tekjur upp á 86,2 milljónir dollara eða rúma 8,5 milljarða íslenskra króna. Lipnel Messi er síðan í þriðja sætinu með tekjur upp á 80 milljónir dollara eða 7,9 milljarða íslenskra króna. LeBron James fær 55 milljónir dollara í auglýsingatekjur en „aðeins“ 31,2 milljónir í laun. Messi er með 53 milljónir dollara í laun frá Barcelona en 27 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Hvergi er þó munurinn meiri en hjá tenniskappanum Roger Federer. Svisslendingurinn fær „bara“ 6 milljónir dollara í bein laun en hann er hinsvegar með 58 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Federer kemst því pp í fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera með þetta „lítil“ laun. Ronaldo og Messi eru einu fótboltamennirnir sem komast á listann en þar eru aftur á móti fjórir leikmenn úr NBA-deildinni. Auk LeBron James (2. sæti) eru þar líka Kevin Durant (5. sæti), Stephen Curry (8. sæti) og James Harden (9. sæti.). Einn kylfingur er á listanum en Rory Mcllroy er í sjötta sæti. Formúlukappinn Lewis Hamilton er í 10. sæti og NFL-leikstjórnandinn Andrew Luck er jafn Rory í sjötta sætinu. Darren Rovell birti topplista Forbes á Twitter og má sjá hann hér fyrir neðan. The highest paid athletes in the world, as guesstimated by @Forbespic.twitter.com/JdeNk4t2NO — Darren Rovell (@darrenrovell) June 7, 2017
Formúla Fótbolti Körfubolti Tennis Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ Sjá meira