Margrét Lára Viðarsdóttir verður ekki með Íslandi í vináttulandsleiknum gegn Írlandi í Dublin á morgun.
Margrét Lára er meidd á hné og í samtali við SportTV staðfesti landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson að hún yrði ekki með á morgun.
„Margrét Lára spilar ekki leikinn, það er ljóst. En aðrir eru leikfærir. Ég held að við sjáum kröftugt íslenskt lið á morgun,“ sagði Freyr sem útilokar ekki þátttöku Margrétar Láru í leiknum gegn Brasilíu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn.
Leikirnir gegn Írlandi og Brasilíu eru þeir síðustu hjá íslenska liðinu fyrir EM í Hollandi í næsta mánuði.
Leikurinn á morgun fer fram á Tallaght vellinum í Dublin sem er heimavöllur Shamrock Rovers. Völlurinn, sem tekur um 6.000 manns í sæti, var opnaður árið 2009.
Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma.
Margrét Lára ekki með gegn Írlandi

Tengdar fréttir

Stelpurnar okkar lentu í dembu í Dublin | Myndir
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er statt í Írlandi þessa dagana þar sem liðið mætir heimastúlkum í vináttulandsleik á morgun.

Hægt að safna límmiðum með Evrópu-stelpunum okkar í sumar
Evrópukeppni kvenna í fótbolta fer fram í Hollandi í næsta mánuði og íslensku stelpurnar verða þar í sviðsljósinu á sínu þriðja Evrópumóti í röð.

Sara Björk fékk ekki að fagna titlunum útaf karlaliðinu: Ótrúlega svekkjandi
Sara Björk Gunnarsdóttir er nú stödd með íslenska kvennalandsliðinu út í Dublin á Írlandi þar sem liðið mun spila vináttulandsleik við Írland á morgun. Íslensku stelpurnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópukeppnina í Hollandi í sumar.