Innlent

Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglan hefur lokað veginum upp að Æsustöðum.
Lögreglan hefur lokað veginum upp að Æsustöðum. Vísir/Eyþór
Einn maður er látinn eftir líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld.

Sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt lögreglu, slökkviliði og sjúkraflutningamönnum var kölluð á vettvang og er tæknideild lögreglunnar enn að störfum á vettvangi.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar staðfestir í samtali við Vísi að menn hafi verið handteknir vegna málsins.

„Við erum að rannsaka þarna mál sem er alvarlegt. Á þessu stigi get ég ekki sagt meira um það,“ segir Grímur.

Lögregla fjarlægði pallbíl af vettvangi merktan fyrirtækinu dogsledding.is.

Uppfært 22:06

Tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins:

Karlmaður um fertugt var úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi í kvöld, en þangað var hann fluttur eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Mosfellsdal. Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 18.24 og fór fjölmennt lið lögreglu þegar á vettvang. Rannsókn málsins er umfangsmikil, en fimm karlar og ein kona hafa verið handtekin í þágu hennar.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Myndband sem fréttamaður Stöðvar 2 tók á vettvangi fyrr í kvöld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×