Lögmaður Trump segir vitnisburð Comey réttlæta forsetann Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2017 23:15 Þrátt fyrir allt telur Donald Trump að framburður Comey réttlæti sig. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, finnst að framburður James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, „réttlæti hann algerlega og fyllilega“, að sögn lögmanns forsetans. Þingmenn repúblikana hafa tekið misjafnlega í uppljóstranir Comey. Skrifleg útgáfa af opnunarávarpi Comey fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings var birt í fjölmiðlum í kvöld en hann á að bera vitni fyrir henni á morgun. Í ávarpinu kemur fram að Trump bað Comey um að sverja sér hollustu sína og þrýsti á hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, falla niður. Comey sagði hins vegar einnig að hann hefði sagt Trump að hann væri ekki til rannsóknar í þrjú skipti. Því hélt Trump sjálfur fram í uppsagnarbréfinu sem hann sendi Comey þegar hann rak hann vegna rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa.Sjá einnig:Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Því segir Marc Kasowitz, lögmaður Trump, að forsetinn telji að framburður Comey „réttlæti hann algerlega og fyllilega“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Forsetinn er ánægður með að herra Comey hafi loks staðfest opinberlega skýrslur sem hann gaf í einrúmi um að forsetinn hafi ekki verið til rannsóknar í neinni rannsókn sem tengist Rússlandi,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem kom fram í máli Comey er að Trump hafi ítrekað reynt að fá hann til að lýsa því opinberlega yfir að forsetinn væri ekki til rannsóknar. Það vildi Comey ekki gera, meðal annars vegna þess að þá hefði FBI borið skylda til að leiðrétta það ef kastljósið beindist síðar að forsetanum.Þingforsetinn telur óviðeigandi að krefjast hollustu af forstjóra FBIAðrir telja orð Comey hins vegar sýna fram á að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að þrýsta á forstjóra FBI um að láta rannsókn á samstarfsmanni sínum niður falla. Paul Ryan, þingmaður Repúblikanaflokksins og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að það væri „augljóslega“ óviðeigandi að forseti skuli krefjast hollustu við sig af forstjóra alríkislögreglunnar. Sagði hann sjálfstæði yfirmanna FBI mikilvægt. Aftur á móti telur Chris Collins, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana frá New York, að gjörðir Trump hafi verið fullkomlega viðeigandi og ekki jaðra við neitt sem gæti kallast hindrun á framgangi réttvísinnar samkvæmt AP-fréttastofunni. Comey kemur fyrir þingnefndina á morgun. Þegar ávarpi hans sem hefur þegar verið birt lýkur munu nefndarmenn úr báðum flokkum spyrja forstjórann fyrrverandi spurninga um samskipti hans og Trump. Donald Trump Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, finnst að framburður James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, „réttlæti hann algerlega og fyllilega“, að sögn lögmanns forsetans. Þingmenn repúblikana hafa tekið misjafnlega í uppljóstranir Comey. Skrifleg útgáfa af opnunarávarpi Comey fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings var birt í fjölmiðlum í kvöld en hann á að bera vitni fyrir henni á morgun. Í ávarpinu kemur fram að Trump bað Comey um að sverja sér hollustu sína og þrýsti á hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, falla niður. Comey sagði hins vegar einnig að hann hefði sagt Trump að hann væri ekki til rannsóknar í þrjú skipti. Því hélt Trump sjálfur fram í uppsagnarbréfinu sem hann sendi Comey þegar hann rak hann vegna rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa.Sjá einnig:Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Því segir Marc Kasowitz, lögmaður Trump, að forsetinn telji að framburður Comey „réttlæti hann algerlega og fyllilega“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Forsetinn er ánægður með að herra Comey hafi loks staðfest opinberlega skýrslur sem hann gaf í einrúmi um að forsetinn hafi ekki verið til rannsóknar í neinni rannsókn sem tengist Rússlandi,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem kom fram í máli Comey er að Trump hafi ítrekað reynt að fá hann til að lýsa því opinberlega yfir að forsetinn væri ekki til rannsóknar. Það vildi Comey ekki gera, meðal annars vegna þess að þá hefði FBI borið skylda til að leiðrétta það ef kastljósið beindist síðar að forsetanum.Þingforsetinn telur óviðeigandi að krefjast hollustu af forstjóra FBIAðrir telja orð Comey hins vegar sýna fram á að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að þrýsta á forstjóra FBI um að láta rannsókn á samstarfsmanni sínum niður falla. Paul Ryan, þingmaður Repúblikanaflokksins og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að það væri „augljóslega“ óviðeigandi að forseti skuli krefjast hollustu við sig af forstjóra alríkislögreglunnar. Sagði hann sjálfstæði yfirmanna FBI mikilvægt. Aftur á móti telur Chris Collins, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana frá New York, að gjörðir Trump hafi verið fullkomlega viðeigandi og ekki jaðra við neitt sem gæti kallast hindrun á framgangi réttvísinnar samkvæmt AP-fréttastofunni. Comey kemur fyrir þingnefndina á morgun. Þegar ávarpi hans sem hefur þegar verið birt lýkur munu nefndarmenn úr báðum flokkum spyrja forstjórann fyrrverandi spurninga um samskipti hans og Trump.
Donald Trump Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira