Lögmaður Trump segir vitnisburð Comey réttlæta forsetann Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2017 23:15 Þrátt fyrir allt telur Donald Trump að framburður Comey réttlæti sig. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, finnst að framburður James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, „réttlæti hann algerlega og fyllilega“, að sögn lögmanns forsetans. Þingmenn repúblikana hafa tekið misjafnlega í uppljóstranir Comey. Skrifleg útgáfa af opnunarávarpi Comey fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings var birt í fjölmiðlum í kvöld en hann á að bera vitni fyrir henni á morgun. Í ávarpinu kemur fram að Trump bað Comey um að sverja sér hollustu sína og þrýsti á hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, falla niður. Comey sagði hins vegar einnig að hann hefði sagt Trump að hann væri ekki til rannsóknar í þrjú skipti. Því hélt Trump sjálfur fram í uppsagnarbréfinu sem hann sendi Comey þegar hann rak hann vegna rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa.Sjá einnig:Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Því segir Marc Kasowitz, lögmaður Trump, að forsetinn telji að framburður Comey „réttlæti hann algerlega og fyllilega“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Forsetinn er ánægður með að herra Comey hafi loks staðfest opinberlega skýrslur sem hann gaf í einrúmi um að forsetinn hafi ekki verið til rannsóknar í neinni rannsókn sem tengist Rússlandi,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem kom fram í máli Comey er að Trump hafi ítrekað reynt að fá hann til að lýsa því opinberlega yfir að forsetinn væri ekki til rannsóknar. Það vildi Comey ekki gera, meðal annars vegna þess að þá hefði FBI borið skylda til að leiðrétta það ef kastljósið beindist síðar að forsetanum.Þingforsetinn telur óviðeigandi að krefjast hollustu af forstjóra FBIAðrir telja orð Comey hins vegar sýna fram á að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að þrýsta á forstjóra FBI um að láta rannsókn á samstarfsmanni sínum niður falla. Paul Ryan, þingmaður Repúblikanaflokksins og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að það væri „augljóslega“ óviðeigandi að forseti skuli krefjast hollustu við sig af forstjóra alríkislögreglunnar. Sagði hann sjálfstæði yfirmanna FBI mikilvægt. Aftur á móti telur Chris Collins, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana frá New York, að gjörðir Trump hafi verið fullkomlega viðeigandi og ekki jaðra við neitt sem gæti kallast hindrun á framgangi réttvísinnar samkvæmt AP-fréttastofunni. Comey kemur fyrir þingnefndina á morgun. Þegar ávarpi hans sem hefur þegar verið birt lýkur munu nefndarmenn úr báðum flokkum spyrja forstjórann fyrrverandi spurninga um samskipti hans og Trump. Donald Trump Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, finnst að framburður James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, „réttlæti hann algerlega og fyllilega“, að sögn lögmanns forsetans. Þingmenn repúblikana hafa tekið misjafnlega í uppljóstranir Comey. Skrifleg útgáfa af opnunarávarpi Comey fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings var birt í fjölmiðlum í kvöld en hann á að bera vitni fyrir henni á morgun. Í ávarpinu kemur fram að Trump bað Comey um að sverja sér hollustu sína og þrýsti á hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, falla niður. Comey sagði hins vegar einnig að hann hefði sagt Trump að hann væri ekki til rannsóknar í þrjú skipti. Því hélt Trump sjálfur fram í uppsagnarbréfinu sem hann sendi Comey þegar hann rak hann vegna rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa.Sjá einnig:Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Því segir Marc Kasowitz, lögmaður Trump, að forsetinn telji að framburður Comey „réttlæti hann algerlega og fyllilega“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Forsetinn er ánægður með að herra Comey hafi loks staðfest opinberlega skýrslur sem hann gaf í einrúmi um að forsetinn hafi ekki verið til rannsóknar í neinni rannsókn sem tengist Rússlandi,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem kom fram í máli Comey er að Trump hafi ítrekað reynt að fá hann til að lýsa því opinberlega yfir að forsetinn væri ekki til rannsóknar. Það vildi Comey ekki gera, meðal annars vegna þess að þá hefði FBI borið skylda til að leiðrétta það ef kastljósið beindist síðar að forsetanum.Þingforsetinn telur óviðeigandi að krefjast hollustu af forstjóra FBIAðrir telja orð Comey hins vegar sýna fram á að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að þrýsta á forstjóra FBI um að láta rannsókn á samstarfsmanni sínum niður falla. Paul Ryan, þingmaður Repúblikanaflokksins og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að það væri „augljóslega“ óviðeigandi að forseti skuli krefjast hollustu við sig af forstjóra alríkislögreglunnar. Sagði hann sjálfstæði yfirmanna FBI mikilvægt. Aftur á móti telur Chris Collins, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana frá New York, að gjörðir Trump hafi verið fullkomlega viðeigandi og ekki jaðra við neitt sem gæti kallast hindrun á framgangi réttvísinnar samkvæmt AP-fréttastofunni. Comey kemur fyrir þingnefndina á morgun. Þegar ávarpi hans sem hefur þegar verið birt lýkur munu nefndarmenn úr báðum flokkum spyrja forstjórann fyrrverandi spurninga um samskipti hans og Trump.
Donald Trump Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lögregla leitar manns Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira