Erlent

Rúmlega þrjátíu létust í sprengjuárás í Írak

Atli Ísleifsson skrifar
Liðsmenn ISIS hafa gert fjölmargar sprengjuárásir í Írak síðustu vikur og mánuði.
Liðsmenn ISIS hafa gert fjölmargar sprengjuárásir í Írak síðustu vikur og mánuði. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 31 er látinn og 35 særðust eftir að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp á fjölmennum markaði í bænum Musayab, um áttatíu kílómetrum suður af höfuðborginni Bagdad, fyrr í dag.

Í frétt Reuters kemur fram að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi á áróðurssíðu sinni, Amaq, lýst yfir ábyrgð á árásinni, sem og á annarri árás við strætóstöð í bænum Kerbala þar sem fjórir særðust.

Í Kerbala er árásarmaðurinn einnig sagður hafa verið kona sem hafi falið sprengjuefnin undir fatnaði sínum.

Hart hefur verið sótt að liðsmönnum ISIS síðustu mánuði og eru þeir á barmi þess að missa völdin í Mosul, sem hefur verið helsta vígi þeirra í Írak síðustu þrjú árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×