Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2017 20:45 Svíar fagna sigurmarki Ola Toivonen. vísir/getty Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. Ola Toivonen tryggði Svíum sigurinn með flautumarki frá miðju. Hugo Lloris, markvörður Frakka, átti þá misheppnaða sendingu fram völlinn, beint á Toivonen sem var fljótur að hugsa og skoraði í tómt markið. Olivier Giroud kom Frökkum yfir á 37. mínútu með glæsilegu skoti vinstra megin úr teignum en Jimmy Durmaz jafnaði metin sex mínútu síðar með laglegu marki. Það var Toivonen sem skoraði sigurmark Svía eins og áður sagði. Með sigrinum fór Svíþjóð upp fyrir Frakkland og á topp riðilsins. Bæði lið eru með 13 stig. HM 2018 í Rússlandi
Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. Ola Toivonen tryggði Svíum sigurinn með flautumarki frá miðju. Hugo Lloris, markvörður Frakka, átti þá misheppnaða sendingu fram völlinn, beint á Toivonen sem var fljótur að hugsa og skoraði í tómt markið. Olivier Giroud kom Frökkum yfir á 37. mínútu með glæsilegu skoti vinstra megin úr teignum en Jimmy Durmaz jafnaði metin sex mínútu síðar með laglegu marki. Það var Toivonen sem skoraði sigurmark Svía eins og áður sagði. Með sigrinum fór Svíþjóð upp fyrir Frakkland og á topp riðilsins. Bæði lið eru með 13 stig.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti