Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2017 20:30 Shaqiri var á skotskónum í Þórshöfn. vísir/getty Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. Það voru tveir leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni sem gerðu mörk Svisslendinga í leiknum í kvöld. Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, skoraði það fyrra á 36. mínútu og Xherdan Shaqiri, leikmaður Stoke City, það síðara á 59. mínútu. Sviss er á toppi A-riðils með 18 stig, þremur stigum á undan Portúgal. Færeyjar eru í 4. sæti með fimm stig. Gunnar Nielsen, markvörður FH, lék allan leikinn fyrir Færeyjar sem og Jónas Tór Næs, leikmaður ÍBV. Annar leikmaður ÍBV, Kaj Leó í Bartalstovu, sat allan tímann á varamannabekknum. HM 2018 í Rússlandi
Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. Það voru tveir leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni sem gerðu mörk Svisslendinga í leiknum í kvöld. Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, skoraði það fyrra á 36. mínútu og Xherdan Shaqiri, leikmaður Stoke City, það síðara á 59. mínútu. Sviss er á toppi A-riðils með 18 stig, þremur stigum á undan Portúgal. Færeyjar eru í 4. sæti með fimm stig. Gunnar Nielsen, markvörður FH, lék allan leikinn fyrir Færeyjar sem og Jónas Tór Næs, leikmaður ÍBV. Annar leikmaður ÍBV, Kaj Leó í Bartalstovu, sat allan tímann á varamannabekknum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti