Gegn nefndinni Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2017 07:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ákvað að leggja sjálfstætt mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt og fara ekki alfarið eftir tillögum nefndar sem mat hæfni umsækjenda. Dómsmálaráðherra skilaði tilnefningum sínum í gær. Í fjórum tilvikum af fimmtán ákvað ráðherrann að fara gegn niðurstöðu dómnefndar og tilnefna aðra en þá sem dómnefndin taldi meðal hæfustu umsækjenda. Samkvæmt lögum um dómstóla er óheimilt að skipa mann í dómaraembætti sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan en frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra og viðkomandi umsækjandi fullnægir almennum skilyrðum að mati dómnefndar. Í lögum um Landsrétt er hins vegar sérstakt bráðabirgðaákvæði um að áður en ráðherra skipar dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skuli hann leggja tillögu um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Af þessu leiðir að dómsmálaráðherra þurfti alltaf að fá samþykki Alþingis fyrir skipun dómara við réttinn óháð því hvort ráðherrann hefði farið gegn niðurstöðu dómnefndar eða verið henni sammála. Í fylgiskjali með bréfi til forseta Alþingis rökstyður dómsmálaráðherra ákvörðun sína. Þar er vikið að því að í niðurstöðum dómnefndarinnar fái reynsla dómara sem sækja um embætti ekki það vægi sem tilefni sé til og gert sé ráð fyrir í reglum um störf nefndarinnar. Um er að ræða matsþætti er lúta að stjórn þinghalda, samningu og ritun dóma en vikið er sérstaklega að þessum matsþáttum í reglunum. Þeir fjórir einstaklingar sem dómsmálaráðherra tilnefnir en komast ekki á lista yfir fimmtán hæfustu í mati dómnefndar eru allt starfandi héraðsdómarar. Ljóst er að fyrirkomulag við mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti er ekki gallalaust. Þannig er aðferðafræði dómnefndarinnar til þess fallin að skyggja á einstaklinga sem hafa starfað lengi sem dómarar því það leiðir af eðli máls að dómarar hafa mjög takmarkað svigrúm til að sinna fræðistörfum í lögfræði og kennslu samhliða dómsstörfum. Afar hæfir héraðsdómarar urðu til dæmis ekki á meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt að mati dómnefndar því þeir höfðu ekki yfir að ráða reynslu á sviði fræðistarfa til jafns á við aðra. Starf dómarans er hins vegar í eðli sínu fræðistarf. Afkastamikill héraðsdómari er ef til vill með margfalt framlag háskólakennara í lögfræði yfir árið þótt hann eigi ekki bókartitla á ferilskránni því hann er alla daga að leggja sitt af mörkum til fræðigreinarinnar með rökstuddum dómsniðurstöðum. Það væri auðvitað sérstök staða fyrir ráðherra að taka ákvarðanir sem gengju í berhögg við eigin dómgreind, sannfæringu og innsæi. Annaðhvort staðfestir Alþingi tilnefningar ráðherrans um dómaraembætti eða ekki. Ráðherra stendur svo og fellur með ákvörðunum sínum. Hins vegar er mikilvægt að ef ráðherra ákveður að fara gegn niðurstöðu dómnefndar þá sé ákvörðunin afar vel undirbyggð og rökstudd vegna þess friðar sem nauðsynlegt er að ríki um störf dómstóla. Alþingi svarar því svo hvort það hafi tekist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ákvað að leggja sjálfstætt mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt og fara ekki alfarið eftir tillögum nefndar sem mat hæfni umsækjenda. Dómsmálaráðherra skilaði tilnefningum sínum í gær. Í fjórum tilvikum af fimmtán ákvað ráðherrann að fara gegn niðurstöðu dómnefndar og tilnefna aðra en þá sem dómnefndin taldi meðal hæfustu umsækjenda. Samkvæmt lögum um dómstóla er óheimilt að skipa mann í dómaraembætti sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan en frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra og viðkomandi umsækjandi fullnægir almennum skilyrðum að mati dómnefndar. Í lögum um Landsrétt er hins vegar sérstakt bráðabirgðaákvæði um að áður en ráðherra skipar dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skuli hann leggja tillögu um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Af þessu leiðir að dómsmálaráðherra þurfti alltaf að fá samþykki Alþingis fyrir skipun dómara við réttinn óháð því hvort ráðherrann hefði farið gegn niðurstöðu dómnefndar eða verið henni sammála. Í fylgiskjali með bréfi til forseta Alþingis rökstyður dómsmálaráðherra ákvörðun sína. Þar er vikið að því að í niðurstöðum dómnefndarinnar fái reynsla dómara sem sækja um embætti ekki það vægi sem tilefni sé til og gert sé ráð fyrir í reglum um störf nefndarinnar. Um er að ræða matsþætti er lúta að stjórn þinghalda, samningu og ritun dóma en vikið er sérstaklega að þessum matsþáttum í reglunum. Þeir fjórir einstaklingar sem dómsmálaráðherra tilnefnir en komast ekki á lista yfir fimmtán hæfustu í mati dómnefndar eru allt starfandi héraðsdómarar. Ljóst er að fyrirkomulag við mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti er ekki gallalaust. Þannig er aðferðafræði dómnefndarinnar til þess fallin að skyggja á einstaklinga sem hafa starfað lengi sem dómarar því það leiðir af eðli máls að dómarar hafa mjög takmarkað svigrúm til að sinna fræðistörfum í lögfræði og kennslu samhliða dómsstörfum. Afar hæfir héraðsdómarar urðu til dæmis ekki á meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt að mati dómnefndar því þeir höfðu ekki yfir að ráða reynslu á sviði fræðistarfa til jafns á við aðra. Starf dómarans er hins vegar í eðli sínu fræðistarf. Afkastamikill héraðsdómari er ef til vill með margfalt framlag háskólakennara í lögfræði yfir árið þótt hann eigi ekki bókartitla á ferilskránni því hann er alla daga að leggja sitt af mörkum til fræðigreinarinnar með rökstuddum dómsniðurstöðum. Það væri auðvitað sérstök staða fyrir ráðherra að taka ákvarðanir sem gengju í berhögg við eigin dómgreind, sannfæringu og innsæi. Annaðhvort staðfestir Alþingi tilnefningar ráðherrans um dómaraembætti eða ekki. Ráðherra stendur svo og fellur með ákvörðunum sínum. Hins vegar er mikilvægt að ef ráðherra ákveður að fara gegn niðurstöðu dómnefndar þá sé ákvörðunin afar vel undirbyggð og rökstudd vegna þess friðar sem nauðsynlegt er að ríki um störf dómstóla. Alþingi svarar því svo hvort það hafi tekist.