Smáþjóðaleikarnir voru settir í San Marínó í gær en júdókappinn Þormóður Árni Jónsson var fánaberi fyrir íslenska keppnisliðið.
Þormóður var einnig fánaberi fyrir Ísland á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra en hann er þrefaldur Ólympíufari og margfaldur Íslandsmeistari í grein sinni.
Í tilkynningu frá ÍSÍ segir að setningarathöfnin hafi verið glæsileg og að hana hafi sótt átta þúsund áhorfendur. Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, flutti ávarp á athöfninni.
Keppni í flestum greinum hefst í dag en þó voru íslenskir keppendur enn að koma á áfangastað um miðja nótt eftir langt ferðalag, svo sem körfubolta- og sundlið Íslands.
Smáþjóðaleikarnir voru síðast haldir á Íslandi fyrir tveimur árum síðan.
