Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2017 15:32 Mótmælendur á götum Caracas. Vísir/Getty Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. Stjórnarandstaðan þar í landi hefur gagnrýnt fjárfestingarbankann harðlega og sakað hann um að fjármagna ríkisstjórn forsetans Nicolas Maduro. Ríkisstjórninni hefur verið mótmælt af tugþúsundum svo vikum skiptir. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakaði bankann um að fjármagna „ofríki“ eftir að Wall Street Journal greindi frá því að Goldman Sachs hefði keypt skuldabréf í ríkisolíufélaginu PDVSA, langt undir markaðsvirði, fyrir 2.8 milljarða dala, um 280 milljarða króna. Bankinn var í hópi félaga sem keypti tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi í mars síðastliðnum. „Við keyptum þessi skuldabréf, sem gefin voru út árið 2014, á eftirmarkaði af miðlara og áttum ekki í neinum samskiptum við venesúelsk stjórnvöld,“ segir í yfirlýsingu sem Goldman Sachs sendi frá sér í gær.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð„Við gerum okkur grein fyrir því að ástandið er flókið og í stöðugri þróun og að Venesúela standi á tímamótum. Við erum sammála því að lífsskilyrði þar verði að batna og fjárfestingin er til marks um að við höfum trú á að þróunin verði á þá leið.“ Í yfirlýsingunni var fjöldi hlutabréfa og verð þeirra ekki tilgreint. Miðstýrt áætlanahagkerfi Venesúela hefur átt í erfiðleikum með að fóta sig eftir að heimsmarkaðsverð á olíu tók að hríðlækka um mitt ár 2014. Hin óvinsæla ríkisstjórn Maduros hefur því í auknum mæli þurft að reiða sig á hvers kyns fjármálagerninga og sölu ríkiseigna til að laða að erlenda fjárfesta. Andstæðingar Maduros hafa undanfarna tvo mánuði mótmælt á götum Caracas og annarra stórborga landsins og krafist kosninga. Um 60 mótmælendur hafa látið lífið í átökum við lögreglu. Tengdar fréttir Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. 2. maí 2017 22:36 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo. 16. maí 2017 23:50 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. Stjórnarandstaðan þar í landi hefur gagnrýnt fjárfestingarbankann harðlega og sakað hann um að fjármagna ríkisstjórn forsetans Nicolas Maduro. Ríkisstjórninni hefur verið mótmælt af tugþúsundum svo vikum skiptir. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakaði bankann um að fjármagna „ofríki“ eftir að Wall Street Journal greindi frá því að Goldman Sachs hefði keypt skuldabréf í ríkisolíufélaginu PDVSA, langt undir markaðsvirði, fyrir 2.8 milljarða dala, um 280 milljarða króna. Bankinn var í hópi félaga sem keypti tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi í mars síðastliðnum. „Við keyptum þessi skuldabréf, sem gefin voru út árið 2014, á eftirmarkaði af miðlara og áttum ekki í neinum samskiptum við venesúelsk stjórnvöld,“ segir í yfirlýsingu sem Goldman Sachs sendi frá sér í gær.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð„Við gerum okkur grein fyrir því að ástandið er flókið og í stöðugri þróun og að Venesúela standi á tímamótum. Við erum sammála því að lífsskilyrði þar verði að batna og fjárfestingin er til marks um að við höfum trú á að þróunin verði á þá leið.“ Í yfirlýsingunni var fjöldi hlutabréfa og verð þeirra ekki tilgreint. Miðstýrt áætlanahagkerfi Venesúela hefur átt í erfiðleikum með að fóta sig eftir að heimsmarkaðsverð á olíu tók að hríðlækka um mitt ár 2014. Hin óvinsæla ríkisstjórn Maduros hefur því í auknum mæli þurft að reiða sig á hvers kyns fjármálagerninga og sölu ríkiseigna til að laða að erlenda fjárfesta. Andstæðingar Maduros hafa undanfarna tvo mánuði mótmælt á götum Caracas og annarra stórborga landsins og krafist kosninga. Um 60 mótmælendur hafa látið lífið í átökum við lögreglu.
Tengdar fréttir Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. 2. maí 2017 22:36 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo. 16. maí 2017 23:50 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. 2. maí 2017 22:36
Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29
Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo. 16. maí 2017 23:50
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15