Íslandsmót í uppnámi Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 20. maí 2017 07:00 Æ, þetta var eitthvað misheppnað, fundurinn hjá þingnefndinni með Ólafi. Það var alveg eðlilegt að hann kæmi fyrir nefndina og fengi að gera grein fyrir sínum skoðunum á skýrslu sem Alþingi lét gera, hann reyndist jú meginviðfang skýrslunnar. Það að hann yrði að koma með einhver ný gögn, eins og sumir nefndarmenn kröfðust, gat ekki verið forsenda þess að hann fengi fund með nefndinni, það var alveg eðlilegt að þingnefndin ætti samtal við hann. Ég er ekkert viss um að Ólafur hafi grætt á því að fá þennan fund, til þess er málstaður hans einfaldlega of vondur. En meira að segja vondur málstaður á rétt á því að heyrast og reyndar nauðsynlegt að hann geri það. Þannig fer fram umræða og hið sanna og rétta kemur í ljós. En mér fannst þingmennirnir ekki heldur koma vel frá þessum fundi. Spennustigið var full hátt. Þau voru að keppast um að vera reið og sár fyrir hönd þjóðarinnar og svolítið stressuð yfir því að næsti maður væri reiðari og sárari. Ef málstaður Ólafs hefði ekki verið svona vita vonlaus, þá hefði frammistaða sumra þeirra jafnvel getað orðið honum að gagni. Á þessu voru þó undantekningar. Mér fannst þær Hildur Sverrisdóttir og Lilja Alfreðsdóttir standa sig vel, spurningar sem komu frá þeim voru yfirvegaðar og gagnlegar og til þess fallnar að varpa ljósi á málið. Og um það snýst þetta, að læra af sögunni, leiða fram staðreyndir máls, en ekki að keppa í því hver var nú reiðastur eða í mestu uppnámi þann daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Æ, þetta var eitthvað misheppnað, fundurinn hjá þingnefndinni með Ólafi. Það var alveg eðlilegt að hann kæmi fyrir nefndina og fengi að gera grein fyrir sínum skoðunum á skýrslu sem Alþingi lét gera, hann reyndist jú meginviðfang skýrslunnar. Það að hann yrði að koma með einhver ný gögn, eins og sumir nefndarmenn kröfðust, gat ekki verið forsenda þess að hann fengi fund með nefndinni, það var alveg eðlilegt að þingnefndin ætti samtal við hann. Ég er ekkert viss um að Ólafur hafi grætt á því að fá þennan fund, til þess er málstaður hans einfaldlega of vondur. En meira að segja vondur málstaður á rétt á því að heyrast og reyndar nauðsynlegt að hann geri það. Þannig fer fram umræða og hið sanna og rétta kemur í ljós. En mér fannst þingmennirnir ekki heldur koma vel frá þessum fundi. Spennustigið var full hátt. Þau voru að keppast um að vera reið og sár fyrir hönd þjóðarinnar og svolítið stressuð yfir því að næsti maður væri reiðari og sárari. Ef málstaður Ólafs hefði ekki verið svona vita vonlaus, þá hefði frammistaða sumra þeirra jafnvel getað orðið honum að gagni. Á þessu voru þó undantekningar. Mér fannst þær Hildur Sverrisdóttir og Lilja Alfreðsdóttir standa sig vel, spurningar sem komu frá þeim voru yfirvegaðar og gagnlegar og til þess fallnar að varpa ljósi á málið. Og um það snýst þetta, að læra af sögunni, leiða fram staðreyndir máls, en ekki að keppa í því hver var nú reiðastur eða í mestu uppnámi þann daginn.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun