Trúfrelsi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Einu sinni var Jesús Kristur á meðal okkar. Fólk sá hann, heyrði rödd hans og varð vitni að gjörðum hans. Einir hrifust en aðrir óttuðust. Svo var hann farinn en áhrif hans jukust. Allt hans líf var orðið leyndardómsfullt og goðsagnakennt. Einhverjir segja að hann hafi aldrei farið og aðrir að hann hafi aldrei verið. Komið var á laggirnar stofnunum honum til dýrðar. Hinir ríku gátu fengið syndaaflausn. Enginn sá þó almættið dusta syndirnar af sálinni þannig að enginn vissi fullkomlega hvernig þetta fór fram, vissi bara að svona gerðust kaupin á eyrinni. Og líka það að hver og einn varð að borga tíundina. Peningurinn hefur fylgt mannkyninu stuttan spöl. Eitt sinn handlékum við hann og fundum mátt hans. Í seinni tíð er hann þó næstum horfinn en máttur hans vex. Vegir hans eru órannsakanlegir og allt er leyndardómsfullt og goðsagnakennt varðandi þá sem þykjast hafa vald á honum. Fyrirtæki kaupir annað fyrir einhverja uppphæð sem enginn skilur. Enginn sér peninga skipta um hendur né neinn færa þá á milli reikninga. Kannski fer hann ekki neitt nema í egó þeirra sem þykjast eiga hann. Sumir spyrja hvort þessi peningur sé til í raun og veru. Og stundum eru áhöld um það hvort borgunarmennirnir séu til, eins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur fengið að reyna. Forbes heldur utan um skráningu dýrðlinga og bankinn sér um að við borgum tíundina. Sumir hafa efni á syndaaflausn eins og kóngafólkið í Sádi-Arabíu og efnaðri þjóðir geta þvegið hendur sínar líkt og Pontíus Pílatus forðum. En það ríkir trúfrelsi svo þér stendur til boða að sitja kyrr meðan aðrir teyma sig til altarisgöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun
Einu sinni var Jesús Kristur á meðal okkar. Fólk sá hann, heyrði rödd hans og varð vitni að gjörðum hans. Einir hrifust en aðrir óttuðust. Svo var hann farinn en áhrif hans jukust. Allt hans líf var orðið leyndardómsfullt og goðsagnakennt. Einhverjir segja að hann hafi aldrei farið og aðrir að hann hafi aldrei verið. Komið var á laggirnar stofnunum honum til dýrðar. Hinir ríku gátu fengið syndaaflausn. Enginn sá þó almættið dusta syndirnar af sálinni þannig að enginn vissi fullkomlega hvernig þetta fór fram, vissi bara að svona gerðust kaupin á eyrinni. Og líka það að hver og einn varð að borga tíundina. Peningurinn hefur fylgt mannkyninu stuttan spöl. Eitt sinn handlékum við hann og fundum mátt hans. Í seinni tíð er hann þó næstum horfinn en máttur hans vex. Vegir hans eru órannsakanlegir og allt er leyndardómsfullt og goðsagnakennt varðandi þá sem þykjast hafa vald á honum. Fyrirtæki kaupir annað fyrir einhverja uppphæð sem enginn skilur. Enginn sér peninga skipta um hendur né neinn færa þá á milli reikninga. Kannski fer hann ekki neitt nema í egó þeirra sem þykjast eiga hann. Sumir spyrja hvort þessi peningur sé til í raun og veru. Og stundum eru áhöld um það hvort borgunarmennirnir séu til, eins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur fengið að reyna. Forbes heldur utan um skráningu dýrðlinga og bankinn sér um að við borgum tíundina. Sumir hafa efni á syndaaflausn eins og kóngafólkið í Sádi-Arabíu og efnaðri þjóðir geta þvegið hendur sínar líkt og Pontíus Pílatus forðum. En það ríkir trúfrelsi svo þér stendur til boða að sitja kyrr meðan aðrir teyma sig til altarisgöngu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun