Áhætta fylgir því að nota Facebook frítt Tinni Sveinsson skrifar 23. maí 2017 18:00 Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir. William Iven „Persónuleg gögn eru nýi gjaldmiðilinn, við notum Facebook frítt með því að gefa aðgang að okkar gögnum en það er áhætta sem því fylgir,” segir Hanna Ragnarsdóttir forritari hjá Marel og stjórnarkona í /sys/tur, félagi kvenna í tölvunarfræði innan HR. Hanna er ein þriggja fyrirlesara sem flytur fyrirlestur á hádegisfundi hjá SVEF á morgun sem fjallar um öryggi á vefnum en þar mun Hanna meðal annars fara yfir rannsókn sem unnin var í samstarfi við Oliver Lucket, sem er sérfræðingur um notkun gagna á samfélagsmiðlum. „Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir," segir Hanna. „Að sjá auglýsingar á netinu sérsniðnar að þér sem markhópi er orðið daglegt brauð. Flestir eru orðnir vanir því að algrím samfélagsmiðla fylgir þér. En hættan við persónustuld ásamt stuld á lykilorðum eykst gríðarlega þar sem fólk gefur svo miklar upplýsingar frá sér sem hægt er að nýta í vafasömum tilgangi. Að auki er ákveðin samfélagsleg áhætta sem getur meðal annars haft áhrif á atvinnumöguleika, tryggingar, sambönd og svo framvegis ef fólk birtir eitthvað á netinu sem talist getur óviðeigandi.“ Á morgun munu Bergsteinn Karlsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Syndis, og Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, einnig flytja fyrirlestra um öryggismál. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Tækni Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Persónuleg gögn eru nýi gjaldmiðilinn, við notum Facebook frítt með því að gefa aðgang að okkar gögnum en það er áhætta sem því fylgir,” segir Hanna Ragnarsdóttir forritari hjá Marel og stjórnarkona í /sys/tur, félagi kvenna í tölvunarfræði innan HR. Hanna er ein þriggja fyrirlesara sem flytur fyrirlestur á hádegisfundi hjá SVEF á morgun sem fjallar um öryggi á vefnum en þar mun Hanna meðal annars fara yfir rannsókn sem unnin var í samstarfi við Oliver Lucket, sem er sérfræðingur um notkun gagna á samfélagsmiðlum. „Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir," segir Hanna. „Að sjá auglýsingar á netinu sérsniðnar að þér sem markhópi er orðið daglegt brauð. Flestir eru orðnir vanir því að algrím samfélagsmiðla fylgir þér. En hættan við persónustuld ásamt stuld á lykilorðum eykst gríðarlega þar sem fólk gefur svo miklar upplýsingar frá sér sem hægt er að nýta í vafasömum tilgangi. Að auki er ákveðin samfélagsleg áhætta sem getur meðal annars haft áhrif á atvinnumöguleika, tryggingar, sambönd og svo framvegis ef fólk birtir eitthvað á netinu sem talist getur óviðeigandi.“ Á morgun munu Bergsteinn Karlsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Syndis, og Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, einnig flytja fyrirlestra um öryggismál. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.
Tækni Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira