Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Paul Pogba fagnar marki í Evrópudeildinni í vetur. Vísir/Getty Tímabilið er undir hjá Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. José Mourinho, knattspyrnustjóri United, setti öll eggin sín í Evrópudeildarkörfuna og treystir á að liðið komist inn í Meistaradeild Evrópu með því að vinna Evrópudeildina. United gaf ensku úrvalsdeildina nánast upp á bátinn þegar nokkrar umferðir voru eftir og sigur í Evrópudeildinni var forgangsatriði hjá Mourinho. Að lenda í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eru mikil vonbrigði fyrir United en liðið var aldrei í titilbaráttu í vetur. Sigur í Evrópudeildinni, og þ.a.l. sæti í Meistaradeildinni, myndi þó gera þetta fyrsta tímabil Mourinhos við stjórnvölinn á Old Trafford viðunandi. Evrópudeildin er eina Evrópukeppnin sem United á eftir að vinna. Liðið hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og vann hina sálugu Evrópukeppni bikarhafa einu sinni. Aðeins fjögur félög hafa unnið allar þrjár Evrópukeppnirnar: Juventus, Bayern München, Chelsea og Ajax, mótherjar United í kvöld. Tuttugu og tvö ár eru síðan Ajax varð Evrópumeistari síðast. Hollenska liðið vann Meistaradeildina árið 1995 og var hársbreidd frá því að verja titilinn árið eftir. Á þeim tíma var Ajax-liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Clarence Seedorf, Edgar Davids, Marc Overmars og Patrick Kluivert sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Ajax og AC Millan fyrir 22 árum. Sonur þess síðastnefnda, Justin Kluivert, fetaði í fótspor föður síns og hefur komið talsvert við sögu hjá Ajax í vetur. Hann er einn fjölmargra ungra og spennandi leikmanna í Ajax. Líkt og um miðjan 10. áratug síðustu aldar er liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum en meðalaldurinn í leikmannahópi Ajax er í kringum tvítugt. Til marks um það hversu ungt Ajax-liðið er, þá verður væntanlega bara einn leikmaður (Lasse Schöne) eldri en 25 ára í byrjunarliðinu í kvöld. Varnarmenn United verða að hafa góðar gætur á Kasper Dolberg, 19 ára gömlum dönskum framherja, sem hefur skorað sex mörk í Evrópudeildinni í vetur. Annar 19 ára strákur, Marcus Rashford, leiðir framlínu United og hefur gert það undanfarnar vikur eftir að Zlatan Ibrahimovic sleit krossband í hné. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Tímabilið er undir hjá Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. José Mourinho, knattspyrnustjóri United, setti öll eggin sín í Evrópudeildarkörfuna og treystir á að liðið komist inn í Meistaradeild Evrópu með því að vinna Evrópudeildina. United gaf ensku úrvalsdeildina nánast upp á bátinn þegar nokkrar umferðir voru eftir og sigur í Evrópudeildinni var forgangsatriði hjá Mourinho. Að lenda í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eru mikil vonbrigði fyrir United en liðið var aldrei í titilbaráttu í vetur. Sigur í Evrópudeildinni, og þ.a.l. sæti í Meistaradeildinni, myndi þó gera þetta fyrsta tímabil Mourinhos við stjórnvölinn á Old Trafford viðunandi. Evrópudeildin er eina Evrópukeppnin sem United á eftir að vinna. Liðið hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og vann hina sálugu Evrópukeppni bikarhafa einu sinni. Aðeins fjögur félög hafa unnið allar þrjár Evrópukeppnirnar: Juventus, Bayern München, Chelsea og Ajax, mótherjar United í kvöld. Tuttugu og tvö ár eru síðan Ajax varð Evrópumeistari síðast. Hollenska liðið vann Meistaradeildina árið 1995 og var hársbreidd frá því að verja titilinn árið eftir. Á þeim tíma var Ajax-liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Clarence Seedorf, Edgar Davids, Marc Overmars og Patrick Kluivert sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Ajax og AC Millan fyrir 22 árum. Sonur þess síðastnefnda, Justin Kluivert, fetaði í fótspor föður síns og hefur komið talsvert við sögu hjá Ajax í vetur. Hann er einn fjölmargra ungra og spennandi leikmanna í Ajax. Líkt og um miðjan 10. áratug síðustu aldar er liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum en meðalaldurinn í leikmannahópi Ajax er í kringum tvítugt. Til marks um það hversu ungt Ajax-liðið er, þá verður væntanlega bara einn leikmaður (Lasse Schöne) eldri en 25 ára í byrjunarliðinu í kvöld. Varnarmenn United verða að hafa góðar gætur á Kasper Dolberg, 19 ára gömlum dönskum framherja, sem hefur skorað sex mörk í Evrópudeildinni í vetur. Annar 19 ára strákur, Marcus Rashford, leiðir framlínu United og hefur gert það undanfarnar vikur eftir að Zlatan Ibrahimovic sleit krossband í hné.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira