Spyr hvers vegna Bjarni segir ekki af sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. maí 2017 14:23 Þorsteinn Víglundsson sagði að um pólitískan leik væri að ræða. vísir/anton brink „Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði áður lýst þeirri eindregnu skoðun sinni að sá ráðherra sem bryti jafnréttislög ætti umsvifalaust að segja af sér. En hann gerir ekki þá sömu kröfu til sjálfs síns og situr sem fastast,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Oddný vísaði til úrskurðar kærunefndar jafnréttislaga þess efnis að Bjarni hefði í störfum sínum sem fjármálaráðherra brotið jafnréttislög þegar hann réð karl en ekki konu sem skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins, þrátt fyrir að umsækjendurnir tveir, karl og kona, hefðu verið metin jafnhæf.Pólitískur leikur Oddný vildi vita hvort brot sem þessi hafi í för með sér einhverjar afleiðingar, og spurði Þorstein Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hvort hann líti þetta alvarlegum augum. Þorsteinn sagðist treysta því að fjármálaráðuneytið bregðist sjálft við úrskurðinum og hvernig taka skuli á honum. „Ég hef fullt traust á því að núverandi fjármálaráðherra ásamt stjórnsýslu ráðuneytisins muni gera það á réttan og skilvirkan hátt,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að um pólitískan leik væri að ræða, enda hefðu þingmenn stjórnarandstöðunnar varið það þegar Jóhanna Sigurðardóttir braut jafnréttislög í störfum sínum sem forsætisráðherra árið 2011. „Tækið er ekki til að koma pólitísku höggi á andstæðinga heldur tryggja jafnrétti innan stjórnsýslunnar og á vinnumarkaði almennt. Nú eru þingmenn stjórnarandstöðu sem áður vörðu brot á jafnréttislögum að gagnrýna og krefjast afsagnar. Staðan var öfug þegar aðrir voru í forystu. Það er einfaldlega pólitískur leikur sem ég nenni ekki að taka þátt í.“ Tengdar fréttir Ögmundur braut jafnréttislög - réð karl en ekki konu sem sýslumann Ögmundur Jónasson braut jafnréttislög þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Þar segir að kærunefndin jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfari en karlinn í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur. 29. ágúst 2012 19:15 Bjarni braut jafnréttislög Bjarni Benediktsson braut jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála 4. maí 2017 20:13 Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum „Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ spyr Jóhanna Sigurðardóttir. 5. maí 2017 11:18 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði áður lýst þeirri eindregnu skoðun sinni að sá ráðherra sem bryti jafnréttislög ætti umsvifalaust að segja af sér. En hann gerir ekki þá sömu kröfu til sjálfs síns og situr sem fastast,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Oddný vísaði til úrskurðar kærunefndar jafnréttislaga þess efnis að Bjarni hefði í störfum sínum sem fjármálaráðherra brotið jafnréttislög þegar hann réð karl en ekki konu sem skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins, þrátt fyrir að umsækjendurnir tveir, karl og kona, hefðu verið metin jafnhæf.Pólitískur leikur Oddný vildi vita hvort brot sem þessi hafi í för með sér einhverjar afleiðingar, og spurði Þorstein Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hvort hann líti þetta alvarlegum augum. Þorsteinn sagðist treysta því að fjármálaráðuneytið bregðist sjálft við úrskurðinum og hvernig taka skuli á honum. „Ég hef fullt traust á því að núverandi fjármálaráðherra ásamt stjórnsýslu ráðuneytisins muni gera það á réttan og skilvirkan hátt,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að um pólitískan leik væri að ræða, enda hefðu þingmenn stjórnarandstöðunnar varið það þegar Jóhanna Sigurðardóttir braut jafnréttislög í störfum sínum sem forsætisráðherra árið 2011. „Tækið er ekki til að koma pólitísku höggi á andstæðinga heldur tryggja jafnrétti innan stjórnsýslunnar og á vinnumarkaði almennt. Nú eru þingmenn stjórnarandstöðu sem áður vörðu brot á jafnréttislögum að gagnrýna og krefjast afsagnar. Staðan var öfug þegar aðrir voru í forystu. Það er einfaldlega pólitískur leikur sem ég nenni ekki að taka þátt í.“
Tengdar fréttir Ögmundur braut jafnréttislög - réð karl en ekki konu sem sýslumann Ögmundur Jónasson braut jafnréttislög þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Þar segir að kærunefndin jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfari en karlinn í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur. 29. ágúst 2012 19:15 Bjarni braut jafnréttislög Bjarni Benediktsson braut jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála 4. maí 2017 20:13 Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum „Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ spyr Jóhanna Sigurðardóttir. 5. maí 2017 11:18 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Ögmundur braut jafnréttislög - réð karl en ekki konu sem sýslumann Ögmundur Jónasson braut jafnréttislög þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Þar segir að kærunefndin jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfari en karlinn í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur. 29. ágúst 2012 19:15
Bjarni braut jafnréttislög Bjarni Benediktsson braut jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála 4. maí 2017 20:13
Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum „Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ spyr Jóhanna Sigurðardóttir. 5. maí 2017 11:18