Bjarni braut jafnréttislög Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2017 20:13 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. vísir/ernir Bjarni Benediktsson braut jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar, sem komst að fyrrnefndri niðurstöðu í gær. Starfið var auglýst í júní síðastliðnum en helstu verkefni þess er yfirumsjón með gerð fjármálastefnu og árlegrar fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera og að hafa forystu um undirbúning frumvarps til fjárlaga í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Þrettán umsóknir bárust og var ákveðið að kalla fjóra umsækjendur í viðtöl; eina konu og þrjá karla. Að þeim viðtölum loknum voru þeir tveir umsækjendur sem skorað höfðu hæst samkvæmt mati hæfnisnefndar boðaðir í viðtal hjá Bjarna. Um var að ræða manninn sem fékk starfið og konuna sem kærði ráðninguna. Hæfnisnefndin hafði þá metið konuna í það minnsta jafn hæfa og karlinn í starfið. Kærunefndin taldi að umrædd viðtöl hefðu ekki verið til þess fallin að leiða í ljós að karlmaðurinn hafi verið hæfari til að gegna embættinu en konan. Þá hafi kynjahlutföll í embættum skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins verið konum í óhag. Björn Þór Hermannsson var skipaður í starfið 31. ágúst 2016. Hann hefur starfað í fjármálaráðuneytinu frá árinu 2011 og hafði frá árinu 2014 verið staðgengill skrifstofustjóra.Lesa má úrskurðinn í heild hér. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Bjarni Benediktsson braut jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar, sem komst að fyrrnefndri niðurstöðu í gær. Starfið var auglýst í júní síðastliðnum en helstu verkefni þess er yfirumsjón með gerð fjármálastefnu og árlegrar fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera og að hafa forystu um undirbúning frumvarps til fjárlaga í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Þrettán umsóknir bárust og var ákveðið að kalla fjóra umsækjendur í viðtöl; eina konu og þrjá karla. Að þeim viðtölum loknum voru þeir tveir umsækjendur sem skorað höfðu hæst samkvæmt mati hæfnisnefndar boðaðir í viðtal hjá Bjarna. Um var að ræða manninn sem fékk starfið og konuna sem kærði ráðninguna. Hæfnisnefndin hafði þá metið konuna í það minnsta jafn hæfa og karlinn í starfið. Kærunefndin taldi að umrædd viðtöl hefðu ekki verið til þess fallin að leiða í ljós að karlmaðurinn hafi verið hæfari til að gegna embættinu en konan. Þá hafi kynjahlutföll í embættum skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins verið konum í óhag. Björn Þór Hermannsson var skipaður í starfið 31. ágúst 2016. Hann hefur starfað í fjármálaráðuneytinu frá árinu 2011 og hafði frá árinu 2014 verið staðgengill skrifstofustjóra.Lesa má úrskurðinn í heild hér.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira