Gamall vinur kvaddur Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2017 07:00 Súperdósin, stór kók í dós fyrir þá átta sem vita ekki um hvað ræðir, hefur verið í lífi mínu og okkar allra síðan árið 1990 en er nú að kveðja eins og flestir vita. Coca Cola hefur tekið þá ákvörðun fyrir okkur að hálfur lítri af kók í íláti sem ekki er hægt að loka aftur sé ekki hollt. Pressan við að klára dósina fer bara með fólk og skammturinn of stór, að því virðist. Gott og blessað. Kók er mjög óhollt en áfram verður hægt að fá hálfan lítra í plasti sem er fínt. Kók í hálfs lítra plasti er í fimmta sæti yfir bestu leiðina til að drekka þennan rammóholla en vinalega drykk. Maður sér á eftir Súperdósinni sem hefur verið í lífi manns í 27 ár. Reyndar sagði ég skilið við sykurdrykki fyrir þremur árum en 24 ára samband við Súperdósina gleymist seint. Ég get ekki logið því að ég muni eftir fyrsta skiptinu sem ég smellti flipanum af minni fyrstu Súperdós en tímarnir í Kúlunni á Réttarholtsvegi með Súperdós í annarri og pylsu í hinni voru góðir. Maður ólst upp við kókið sem munaðarvöru á laugardögum þegar maður var barn en svo fór neyslan, eða vináttan, að aukast á unglingsárunum. Seinna meir kom Súperdósin sterk inn sem góður vinur á sunnudögum eftir að búið var að hitta mennina kvöldið áður. Það er kannski eins gott að Súperdósin sé að kveðja því unglingar í dag vita ekki einu sinni hvað um ræðir þegar rætt er um þennan minjagrip. „Ha? Súpu í dós?“ spurði mig einn fyrir nokkrum árum þegar ég bað um Súperdós í bílalúgu. Þá var þetta búið. Núna veit samt allt afgreiðslufólk hvað „Kríli“ er. Jæja. Skammtarnir minnka og mennirnir með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun
Súperdósin, stór kók í dós fyrir þá átta sem vita ekki um hvað ræðir, hefur verið í lífi mínu og okkar allra síðan árið 1990 en er nú að kveðja eins og flestir vita. Coca Cola hefur tekið þá ákvörðun fyrir okkur að hálfur lítri af kók í íláti sem ekki er hægt að loka aftur sé ekki hollt. Pressan við að klára dósina fer bara með fólk og skammturinn of stór, að því virðist. Gott og blessað. Kók er mjög óhollt en áfram verður hægt að fá hálfan lítra í plasti sem er fínt. Kók í hálfs lítra plasti er í fimmta sæti yfir bestu leiðina til að drekka þennan rammóholla en vinalega drykk. Maður sér á eftir Súperdósinni sem hefur verið í lífi manns í 27 ár. Reyndar sagði ég skilið við sykurdrykki fyrir þremur árum en 24 ára samband við Súperdósina gleymist seint. Ég get ekki logið því að ég muni eftir fyrsta skiptinu sem ég smellti flipanum af minni fyrstu Súperdós en tímarnir í Kúlunni á Réttarholtsvegi með Súperdós í annarri og pylsu í hinni voru góðir. Maður ólst upp við kókið sem munaðarvöru á laugardögum þegar maður var barn en svo fór neyslan, eða vináttan, að aukast á unglingsárunum. Seinna meir kom Súperdósin sterk inn sem góður vinur á sunnudögum eftir að búið var að hitta mennina kvöldið áður. Það er kannski eins gott að Súperdósin sé að kveðja því unglingar í dag vita ekki einu sinni hvað um ræðir þegar rætt er um þennan minjagrip. „Ha? Súpu í dós?“ spurði mig einn fyrir nokkrum árum þegar ég bað um Súperdós í bílalúgu. Þá var þetta búið. Núna veit samt allt afgreiðslufólk hvað „Kríli“ er. Jæja. Skammtarnir minnka og mennirnir með.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun