Rannsóknastofan í íþróttafræðinni í HR er vel tækjum búin og Gunnar nýtti sér það í dag.
Gunnar Nelson hefur unnið tvo UFC-bardaga sína sannfærandi á móti þeim Albert Tumenov og Alan Jouban í bæði skiptin fékk okkar maður verðlaun fyrir bestu frammistöðu kvöldsins.
Nú styttist óðum í næsta bardaga Gunnars sem verður á móti Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow 16. júlí næstkomandi.
Gunnar er því á fullu að undirbúa sig sem best fyrir þann bardaga og því var upplagt að mæla kappann í dag.
Á fésbókarsíðu Íþróttafræði HR má sjá myndir af Gunnari þar sem er verið að fylgjast með öllum viðbrögðum líkama hans.
Það er hægt að sjá þessar myndir hér fyrir neðan.