Fréttastofa BBC hefur ekki fengið staðfest hvort aðgerðir lögreglu við skólann tengist sprengjuárásinni í Manchester síðastliðið mánudagskvöld, þar sem 22 létu lífið.
Samkvæmt Guardian fylgdi lögregla einum manni, sem hafði hendur á höfði sér, á brott eftir áhlaup á fjölbýlishús á svæðinu nú rétt í þessu.
Forsætisráðherra Bretlands, Teresa May, hvetur almenning til að vera á varðbergi.
Hér má sjá tilkynningu frá lögregluyfirvöldum á svæðinu vegna málsins:
UPDATE - This incident has now been deemed safe and the cordon has been removed. Apologies for any confusion. pic.twitter.com/xdE9jqODeN
— G M Police (@gmpolice) May 25, 2017