Það eru allir að hjálpa mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2017 06:00 Sandra María Jessen í leiknum við Noreg í mars. Vísir/Getty Sandra María Jessen varð fyrir miklu áfalli í byrjun mars þegar hún meiddist illa á hné í leik með íslenska landsliðinu í Algarve. Evrópumótið í Hollandi í sumar og tímabilið með Þór/KA var í hættu en Sandra María hefur nú með dugnaði og samviskusemi snúið aftur á völlinn. Sandra hefur gefið stoðsendingu eða skorað mark í síðustu tveimur leikjum Þórs/KA og með því stimplað sig inn á ný. Nú tæpum þremur mánuðum eftir leikinn afrifaríka við Noreg er EM aftur inni í myndinni hjá þessari vösku Akureyrarmey. „Það var rosalega skemmtilegt að koma inn á og skora. Það var líka mikilvægt upp á sjálfstraustið,“ sagði Sandra María um markið sitt.Sandra María liggur meidd eftir á vellinum eftir baráttu við hina norsku Ingvild Isaksen.Vísir/GettyFramar vonum „Staðan á mér er bara mjög góð. Þetta er bara framar vonum og það er mjög jákvætt að vera komin á völlinn. Þetta tekur smá tíma en verður betra og betra með hverjum leik,“ sagði Sandra María en hver er lykillinn að endurkomunni. „Þetta er samspil af góðri sjúkraþjálfun og góðri umönnun utan vallar. Það eru líka allir að hjálpa mér. Stelpurnar í landsliðinu hjálpuðu mér úti og stelpurnar í Þór/KA hafa líka gert það hér heima. Þær vilja mér allar vel sem gefur mér rosalega mikið,“ sagði Sandra María. Gott gengi Þórs/KA hjálpar líka. „Það er rosalega mikil hvatning að drífa sig að verða heil þegar stelpurnar eru að standa sig jafnvel og þær eru að gera núna. Það er ekkert sjálfsagt að vera partur af jafnflottu liði og þær eru. Það verður erfitt fyrir mig að komast inn í liðið aftur,“ sagði Sandra María létt. „Ég er komin með eina stoðsendingu og eitt mark og það er ágæt tölfræði fyrir þessa leiki sem ég er búin að spila. Núna er bara að stefna á eitthvað hærra og gera enn þá betur. Með þessar stelpur í kringum mig á vellinum þá er það mögulegt,“ sagði Sandra María. Næst á dagskrá er hins vegar að hjálpa Þór/KA í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þór/KA liðið hefur unnið sex fyrstu leiki sína og í kvöld heimsækir Þór/KA Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þetta er hörkuleikur. Þetta eru tvö frábær lið að mætast. Þetta eru bæði lið sem geta spilað boltanum vel en eru líka með flottar skyndisóknir og sterka vörn. Við þurfum að eiga okkar allra besta leik ef við ætlum að fara heim með þrjú stig," segir Sandra og það er engin pressa á toppliði deildarinnar.Markmiðið er að komast á EM „Við finnum ekki fyrir neinni pressu. Fólk er rosalega mikið að bíða eftir því að við misstígum okkur og það virkar bara sem hvatning fyrir okkur,“ segir Sandra en hvernig lítur EM-draumurinn út? „Það er enn þá opið og að sjálfsögðu markmiðið mitt að komast með á EM. Ég þarf að vinna í einhverjum hlutum og ég er að gera það. Vonandi fæ ég að vera partur af hópnum sem fer með til Hollands, segir Sandra. „Ef þetta gengur allt upp þá væri það frábært. Hingað til er ég rosalega stolt og sátt með okkar lið og líka hvernig landsliðið er að taka á öllum þessum meiðslum og mótlæti sem eru í gangi. Fólk er farið að styðja við okkur, bæði Þór/KA og landsliðið og þetta lítur því vel út,“ sagði Sandra. EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00 Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fleiri fréttir Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Sjá meira
Sandra María Jessen varð fyrir miklu áfalli í byrjun mars þegar hún meiddist illa á hné í leik með íslenska landsliðinu í Algarve. Evrópumótið í Hollandi í sumar og tímabilið með Þór/KA var í hættu en Sandra María hefur nú með dugnaði og samviskusemi snúið aftur á völlinn. Sandra hefur gefið stoðsendingu eða skorað mark í síðustu tveimur leikjum Þórs/KA og með því stimplað sig inn á ný. Nú tæpum þremur mánuðum eftir leikinn afrifaríka við Noreg er EM aftur inni í myndinni hjá þessari vösku Akureyrarmey. „Það var rosalega skemmtilegt að koma inn á og skora. Það var líka mikilvægt upp á sjálfstraustið,“ sagði Sandra María um markið sitt.Sandra María liggur meidd eftir á vellinum eftir baráttu við hina norsku Ingvild Isaksen.Vísir/GettyFramar vonum „Staðan á mér er bara mjög góð. Þetta er bara framar vonum og það er mjög jákvætt að vera komin á völlinn. Þetta tekur smá tíma en verður betra og betra með hverjum leik,“ sagði Sandra María en hver er lykillinn að endurkomunni. „Þetta er samspil af góðri sjúkraþjálfun og góðri umönnun utan vallar. Það eru líka allir að hjálpa mér. Stelpurnar í landsliðinu hjálpuðu mér úti og stelpurnar í Þór/KA hafa líka gert það hér heima. Þær vilja mér allar vel sem gefur mér rosalega mikið,“ sagði Sandra María. Gott gengi Þórs/KA hjálpar líka. „Það er rosalega mikil hvatning að drífa sig að verða heil þegar stelpurnar eru að standa sig jafnvel og þær eru að gera núna. Það er ekkert sjálfsagt að vera partur af jafnflottu liði og þær eru. Það verður erfitt fyrir mig að komast inn í liðið aftur,“ sagði Sandra María létt. „Ég er komin með eina stoðsendingu og eitt mark og það er ágæt tölfræði fyrir þessa leiki sem ég er búin að spila. Núna er bara að stefna á eitthvað hærra og gera enn þá betur. Með þessar stelpur í kringum mig á vellinum þá er það mögulegt,“ sagði Sandra María. Næst á dagskrá er hins vegar að hjálpa Þór/KA í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þór/KA liðið hefur unnið sex fyrstu leiki sína og í kvöld heimsækir Þór/KA Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þetta er hörkuleikur. Þetta eru tvö frábær lið að mætast. Þetta eru bæði lið sem geta spilað boltanum vel en eru líka með flottar skyndisóknir og sterka vörn. Við þurfum að eiga okkar allra besta leik ef við ætlum að fara heim með þrjú stig," segir Sandra og það er engin pressa á toppliði deildarinnar.Markmiðið er að komast á EM „Við finnum ekki fyrir neinni pressu. Fólk er rosalega mikið að bíða eftir því að við misstígum okkur og það virkar bara sem hvatning fyrir okkur,“ segir Sandra en hvernig lítur EM-draumurinn út? „Það er enn þá opið og að sjálfsögðu markmiðið mitt að komast með á EM. Ég þarf að vinna í einhverjum hlutum og ég er að gera það. Vonandi fæ ég að vera partur af hópnum sem fer með til Hollands, segir Sandra. „Ef þetta gengur allt upp þá væri það frábært. Hingað til er ég rosalega stolt og sátt með okkar lið og líka hvernig landsliðið er að taka á öllum þessum meiðslum og mótlæti sem eru í gangi. Fólk er farið að styðja við okkur, bæði Þór/KA og landsliðið og þetta lítur því vel út,“ sagði Sandra.
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00 Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fleiri fréttir Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Sjá meira
Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00
Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11
Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00
Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17