Viðskipti innlent

Tveir miðlarar hætta hjá Íslandsbanka og fara til Fossa og Landsbankans

Hörður Ægisson skrifar
Matei Manolescu hefur ráðið sig til Fossa markaða.
Matei Manolescu hefur ráðið sig til Fossa markaða.
Tveir verðbréfamiðlarar hafa hætt störfum hjá Íslandsbanka með skömmu millibili. Þannig hefur Matei Manolesco sagt upp hjá bankanum, aðeins þremur mánuðum eftir að hann tók þar til starfa, og ráðið sig til Fossa Markaða, samkvæmt upplýsingum Markaðarins.

Matei á að fylla í skarð Hannesar Árdals, sem lét af störfum hjá Fossum í síðasta mánuði, í miðlun skuldabréfa. Áður en Matei fór til Íslandsbanka hafði hann verið hjá Landsbréfum sem sjóðstjóri.

Þá hefur Landsbankinn fengið til sín Hörð Steinar Sigurjónsson en hann starfaði áður í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Hörður Steinar mun taka til starfa í markaðsviðskiptum Landsbankans með áherslu á miðlun hlutabréfa. 



Hörður Steinar Sigurjónsson mun taka til starfa í markaðsviðskiptum Landsbankans.
Arnar Arnarson, sem hafði verið lykilmaður í hlutabréfateymi Landsbankans um árabil, hætti störfum í bankanum í byrjun síðasta mánaðar og réð sig til Kviku.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×