Hárrétt viðbrögð komu í veg fyrir stórhættu Sveinn Arnarsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Vélin er af gerðinni Piper Tomahawk, árgerð 1978. Flugkennari á vegum Flugskóla Akureyrar brást hárrétt við þegar flugvél sem hann stýrði ásamt nemanda í flugkennslu missti afl á flugi sunnan Akureyrarflugvallar með þeim afleiðingum að þeir framkvæmdu neyðarlendingu á Eyjafjarðarbraut vestari sunnan Hrafnagils. Engar bifreiðar voru á veginum þegar atvikið átti sér stað. Hans Rúnar Snorrason, kennari í Hrafnagilsskóla, sá vélina koma undarlega lágt. Bæði eiginkona hans og dóttir eru í flugnámi. „Ég hef sjaldan eða aldrei orðið jafn hræddur á ævinni. Ég sat á kaffistofunni og horfði á vélina koma nokkuð lágt yfir skólann fljúgandi í suður og taka krappa beygju þar. Maður heyrði á vélarhljóðinu að gangurinn var ekki eins og hann átti að sér að vera. Þannig að ég rauk út þegar ég sá hana taka nokkuð skarpa dýfu að mér sýndist og hljóp á vettvang,“ sagði Hans Rúnar.Hans Rúnar Snorrason sjónarvottur.Lögreglu barst tilkynning um hálf eitt á hádegi í gær um að flugvélin, sem er af gerðinni Piper Tomahawk, hefði nauðlent á veginum. Flugmennirnir tveir, reyndur flugkennari á vegum skólans og nemandi, slösuðust ekki en smávægilegar skemmdir urðu á hægri væng vélarinnar við neyðarlendinguna. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tók skýrslur af mönnunum tveimur auk stjórnenda skólans í gær og mun rannsaka hvað olli því að vélin missti afl. Kristján Þór Víkingsson, skólastjóri Flugskólans, var fljótur á vettvang þegar hann heyrði af óhappinu. „Viðbrögð flugmanns eru skólabókardæmi um hvernig eigi að aðhafast í þessum aðstæðum. Það er ljóst að hann afstýrði frekari hættu. Nú munum við rannsaka þetta og skoða hvað fór úrskeiðis,“ sagði Kristján Þór. Vélin, Piper Tomahawk, er smíðuð árið 1978 og í góðu viðhaldi að sögn skólastjóra. Til flugkennslu í dag hefur flugskólinn á Akureyri tvær sérhannaðar flugvélar af gerðinni Piper Tomahawk til umráða. Það er mat manna að þær hafi reynst mjög vel til verklegrar flugkennslu í gegnum tíðina. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Flugkennari á vegum Flugskóla Akureyrar brást hárrétt við þegar flugvél sem hann stýrði ásamt nemanda í flugkennslu missti afl á flugi sunnan Akureyrarflugvallar með þeim afleiðingum að þeir framkvæmdu neyðarlendingu á Eyjafjarðarbraut vestari sunnan Hrafnagils. Engar bifreiðar voru á veginum þegar atvikið átti sér stað. Hans Rúnar Snorrason, kennari í Hrafnagilsskóla, sá vélina koma undarlega lágt. Bæði eiginkona hans og dóttir eru í flugnámi. „Ég hef sjaldan eða aldrei orðið jafn hræddur á ævinni. Ég sat á kaffistofunni og horfði á vélina koma nokkuð lágt yfir skólann fljúgandi í suður og taka krappa beygju þar. Maður heyrði á vélarhljóðinu að gangurinn var ekki eins og hann átti að sér að vera. Þannig að ég rauk út þegar ég sá hana taka nokkuð skarpa dýfu að mér sýndist og hljóp á vettvang,“ sagði Hans Rúnar.Hans Rúnar Snorrason sjónarvottur.Lögreglu barst tilkynning um hálf eitt á hádegi í gær um að flugvélin, sem er af gerðinni Piper Tomahawk, hefði nauðlent á veginum. Flugmennirnir tveir, reyndur flugkennari á vegum skólans og nemandi, slösuðust ekki en smávægilegar skemmdir urðu á hægri væng vélarinnar við neyðarlendinguna. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tók skýrslur af mönnunum tveimur auk stjórnenda skólans í gær og mun rannsaka hvað olli því að vélin missti afl. Kristján Þór Víkingsson, skólastjóri Flugskólans, var fljótur á vettvang þegar hann heyrði af óhappinu. „Viðbrögð flugmanns eru skólabókardæmi um hvernig eigi að aðhafast í þessum aðstæðum. Það er ljóst að hann afstýrði frekari hættu. Nú munum við rannsaka þetta og skoða hvað fór úrskeiðis,“ sagði Kristján Þór. Vélin, Piper Tomahawk, er smíðuð árið 1978 og í góðu viðhaldi að sögn skólastjóra. Til flugkennslu í dag hefur flugskólinn á Akureyri tvær sérhannaðar flugvélar af gerðinni Piper Tomahawk til umráða. Það er mat manna að þær hafi reynst mjög vel til verklegrar flugkennslu í gegnum tíðina.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira