Meiðsladraugurinn hrekkir Spurs áfram en liðið náði samt að vinna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Manu Ginobili ver lokaskot James Harden og tryggir San Antonio Spurs sigurinn. Vísir/AP San Antonio Spurs er komið í 3-2 í einvígi sínu á móti Houston Rockets eftir 110-107 sigur í framlengdum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Spurs náði að landa sigrinum þrátt fyrir að Kawhi Leonard, aðalstjarna liðsins, hafi meiðst á ökkla og ekki náð að klára leikinn. Leonard meiddist þegar 5:37 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Hann spilaði lítið eftir það og ekkert í framlengingunni. Danny Green kom sterkur inn í lokin og skoraði 7 af 16 stigum sínum í leiknum í framlengingunni. Hann skoraði meðal annars þristi sem kom Spurs í 109-107 þegar 30 sekúndur voru eftir af framlengingunni sem reyndist vera hálfgerð sigurkarfa. James Harden var með þrennu fyrir Houston-liðið, skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann fékk tækifæri til að koma leiknum í aðra framlengingunni en ellismellurinn Manu Ginobili varði þá þriggja stiga skotið hans. Kawhi Leonard var með 22 stig og 15 fráköst á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Leonard meiddist þegar hann steig á fót James Harden þegar hann var að hlaupa til baka í vörnina. Meiðsladraugurinn hefur verið á eftir San Antonio Spurs liðinu í úrslitakeppninni en liðið er án Tony Parker sem meiddist í síðustu seríu á móti Memphis Grizzlies. Parker verður ekkert meira með en Leonard lofaði því eftir leikinn að hann myndi spila sjötta leikinn sem fer fram á heimavelli Houston Rockets. Harden var að reyna að spila vörn í nótt og fékk verkefni að dekka stærri menn eins og þá Leonard, LaMarcus Aldridge og jafnvel Pau Gasol. Það virtist þó taka sinn toll því á síðustu fimm mínútum leiksins og í framlengingunni þá hitti Harden aðeins úr 1 af 6 skotum og tapaði að auki 4 boltum. Patrick Beverley skoraði 20 stig fyrir Houston og Ryan Anderson var með 19 stig. Mike D'Antoni, þjálfari Houston, notaði aðeins sjö leikmenn í leiknum og fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum þess léku í 40 mínútur eða meira. Patty Mills, sem kom inn í byrjunarliðið þegar Parker meiddist, var með 5 þrista og 20 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig og tók 14 fráköst. Danny Green skoraði 16 stig og þeir Manu Ginobili og Jonathon Simmons voru báðir með 12 stig. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
San Antonio Spurs er komið í 3-2 í einvígi sínu á móti Houston Rockets eftir 110-107 sigur í framlengdum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Spurs náði að landa sigrinum þrátt fyrir að Kawhi Leonard, aðalstjarna liðsins, hafi meiðst á ökkla og ekki náð að klára leikinn. Leonard meiddist þegar 5:37 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Hann spilaði lítið eftir það og ekkert í framlengingunni. Danny Green kom sterkur inn í lokin og skoraði 7 af 16 stigum sínum í leiknum í framlengingunni. Hann skoraði meðal annars þristi sem kom Spurs í 109-107 þegar 30 sekúndur voru eftir af framlengingunni sem reyndist vera hálfgerð sigurkarfa. James Harden var með þrennu fyrir Houston-liðið, skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann fékk tækifæri til að koma leiknum í aðra framlengingunni en ellismellurinn Manu Ginobili varði þá þriggja stiga skotið hans. Kawhi Leonard var með 22 stig og 15 fráköst á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Leonard meiddist þegar hann steig á fót James Harden þegar hann var að hlaupa til baka í vörnina. Meiðsladraugurinn hefur verið á eftir San Antonio Spurs liðinu í úrslitakeppninni en liðið er án Tony Parker sem meiddist í síðustu seríu á móti Memphis Grizzlies. Parker verður ekkert meira með en Leonard lofaði því eftir leikinn að hann myndi spila sjötta leikinn sem fer fram á heimavelli Houston Rockets. Harden var að reyna að spila vörn í nótt og fékk verkefni að dekka stærri menn eins og þá Leonard, LaMarcus Aldridge og jafnvel Pau Gasol. Það virtist þó taka sinn toll því á síðustu fimm mínútum leiksins og í framlengingunni þá hitti Harden aðeins úr 1 af 6 skotum og tapaði að auki 4 boltum. Patrick Beverley skoraði 20 stig fyrir Houston og Ryan Anderson var með 19 stig. Mike D'Antoni, þjálfari Houston, notaði aðeins sjö leikmenn í leiknum og fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum þess léku í 40 mínútur eða meira. Patty Mills, sem kom inn í byrjunarliðið þegar Parker meiddist, var með 5 þrista og 20 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig og tók 14 fráköst. Danny Green skoraði 16 stig og þeir Manu Ginobili og Jonathon Simmons voru báðir með 12 stig.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira