Meiðsladraugurinn hrekkir Spurs áfram en liðið náði samt að vinna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Manu Ginobili ver lokaskot James Harden og tryggir San Antonio Spurs sigurinn. Vísir/AP San Antonio Spurs er komið í 3-2 í einvígi sínu á móti Houston Rockets eftir 110-107 sigur í framlengdum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Spurs náði að landa sigrinum þrátt fyrir að Kawhi Leonard, aðalstjarna liðsins, hafi meiðst á ökkla og ekki náð að klára leikinn. Leonard meiddist þegar 5:37 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Hann spilaði lítið eftir það og ekkert í framlengingunni. Danny Green kom sterkur inn í lokin og skoraði 7 af 16 stigum sínum í leiknum í framlengingunni. Hann skoraði meðal annars þristi sem kom Spurs í 109-107 þegar 30 sekúndur voru eftir af framlengingunni sem reyndist vera hálfgerð sigurkarfa. James Harden var með þrennu fyrir Houston-liðið, skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann fékk tækifæri til að koma leiknum í aðra framlengingunni en ellismellurinn Manu Ginobili varði þá þriggja stiga skotið hans. Kawhi Leonard var með 22 stig og 15 fráköst á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Leonard meiddist þegar hann steig á fót James Harden þegar hann var að hlaupa til baka í vörnina. Meiðsladraugurinn hefur verið á eftir San Antonio Spurs liðinu í úrslitakeppninni en liðið er án Tony Parker sem meiddist í síðustu seríu á móti Memphis Grizzlies. Parker verður ekkert meira með en Leonard lofaði því eftir leikinn að hann myndi spila sjötta leikinn sem fer fram á heimavelli Houston Rockets. Harden var að reyna að spila vörn í nótt og fékk verkefni að dekka stærri menn eins og þá Leonard, LaMarcus Aldridge og jafnvel Pau Gasol. Það virtist þó taka sinn toll því á síðustu fimm mínútum leiksins og í framlengingunni þá hitti Harden aðeins úr 1 af 6 skotum og tapaði að auki 4 boltum. Patrick Beverley skoraði 20 stig fyrir Houston og Ryan Anderson var með 19 stig. Mike D'Antoni, þjálfari Houston, notaði aðeins sjö leikmenn í leiknum og fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum þess léku í 40 mínútur eða meira. Patty Mills, sem kom inn í byrjunarliðið þegar Parker meiddist, var með 5 þrista og 20 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig og tók 14 fráköst. Danny Green skoraði 16 stig og þeir Manu Ginobili og Jonathon Simmons voru báðir með 12 stig. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
San Antonio Spurs er komið í 3-2 í einvígi sínu á móti Houston Rockets eftir 110-107 sigur í framlengdum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Spurs náði að landa sigrinum þrátt fyrir að Kawhi Leonard, aðalstjarna liðsins, hafi meiðst á ökkla og ekki náð að klára leikinn. Leonard meiddist þegar 5:37 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Hann spilaði lítið eftir það og ekkert í framlengingunni. Danny Green kom sterkur inn í lokin og skoraði 7 af 16 stigum sínum í leiknum í framlengingunni. Hann skoraði meðal annars þristi sem kom Spurs í 109-107 þegar 30 sekúndur voru eftir af framlengingunni sem reyndist vera hálfgerð sigurkarfa. James Harden var með þrennu fyrir Houston-liðið, skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann fékk tækifæri til að koma leiknum í aðra framlengingunni en ellismellurinn Manu Ginobili varði þá þriggja stiga skotið hans. Kawhi Leonard var með 22 stig og 15 fráköst á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Leonard meiddist þegar hann steig á fót James Harden þegar hann var að hlaupa til baka í vörnina. Meiðsladraugurinn hefur verið á eftir San Antonio Spurs liðinu í úrslitakeppninni en liðið er án Tony Parker sem meiddist í síðustu seríu á móti Memphis Grizzlies. Parker verður ekkert meira með en Leonard lofaði því eftir leikinn að hann myndi spila sjötta leikinn sem fer fram á heimavelli Houston Rockets. Harden var að reyna að spila vörn í nótt og fékk verkefni að dekka stærri menn eins og þá Leonard, LaMarcus Aldridge og jafnvel Pau Gasol. Það virtist þó taka sinn toll því á síðustu fimm mínútum leiksins og í framlengingunni þá hitti Harden aðeins úr 1 af 6 skotum og tapaði að auki 4 boltum. Patrick Beverley skoraði 20 stig fyrir Houston og Ryan Anderson var með 19 stig. Mike D'Antoni, þjálfari Houston, notaði aðeins sjö leikmenn í leiknum og fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum þess léku í 40 mínútur eða meira. Patty Mills, sem kom inn í byrjunarliðið þegar Parker meiddist, var með 5 þrista og 20 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig og tók 14 fráköst. Danny Green skoraði 16 stig og þeir Manu Ginobili og Jonathon Simmons voru báðir með 12 stig.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira