Al og Avery í stuði hjá Boston Celtics í mikilvægum sigri í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Avery Bradley var frábær í nótt. Vísir/AP Boston Celtics er komið í 3-2 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeildinni eftir sigur á móti Washington Wizards í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Washington Wizards hafði unnið tvo síðustu leiki liðanna og jafnað einvígið en Boston-menn fundu aftur taktinn á heimavelli sínum og unnu sannfærandi 123-101 sigur. Boston Celtics náði forystunni strax í byrjun leiksins, stakk af eftir 16-0 sprett snemma leiks og var alls yfir í 44 mínútur og 42 sekúndur í þessum leik. Bakvörðurinn og miðherjinn Al Horford nýttu sér það vel að Washington Wizards lagði ofurkapp á það að stöðva Isaiah Thomas í leiknum. „Isaiah er að fá svo mikla athygli að við þurftum að stíga fram og búa eitthvað til. Isaiah gerði mjög vel að koma til mín boltanum og losa hann á réttum tíma. við náðum síðan að klára vel,“ sagði Al Horford. Avery Bradley skoraði 25 af 29 stigum sínum í fyrri hálfleik og hefur aldrei skorað meira í leik í úrslitakeppni. Al Horford var með 19 stig, 7 stoðsendingar, 6 fráköst og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Eitt af því sem kom Boston-liðinu á flug í fyrri hálfleiknum var þegar hinn smávaxni Isaiah Thomas setti hindrun fyrir Al Horford sem fékk í framhaldinu galopið þriggja stiga skot sem hann setti niður. „Avery var sjóðheitur og Al var fránær. Við fundum engin svör á móti þessum tveimur,“ sagði Scott Brooks, þjálfari Washington-liðsins. Bradley hitti meðal annars úr 12 af 19 skotum sínum en fjórar af körfum hans voru þristar. Isaiah Thomas gerði samt sitt en hann endaði með 18 stig og 9 stoðsendingar og kom alls að 41 stigi hjá Boston í nótt. John Wall skoraði mest fyrir Washington eða 21 stig og Bradley Beal var með 16 stig. Liðið hitti aðeins úr 39 prósent skota sinna og skoraði 9 færri þrista en Boston (7 á móti 16). Þeir félagar Wall og Beal þurftu líka 36 skot utan af velli til að skora þessi 37 stig sín. Eftir tvo flotta sigra í fyrstu tveimur leikjunum þá spilaði Boston-liðið skelfilega í tveimur leikjum á heimavelli Wizards. Brad Stevens þjálfara liðsins tókst hinsvegar að koma liðinu aftur á skrið í nótt. Leikur sex er á föstudaginn í Washington og þar getur Boston Celtics tryggt sig inn í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Cleveland Cavaliers en vinni Washington Wizards menn þá verður hreinn úrslitaleikur í Boston á mánudaginn. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Boston Celtics er komið í 3-2 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeildinni eftir sigur á móti Washington Wizards í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Washington Wizards hafði unnið tvo síðustu leiki liðanna og jafnað einvígið en Boston-menn fundu aftur taktinn á heimavelli sínum og unnu sannfærandi 123-101 sigur. Boston Celtics náði forystunni strax í byrjun leiksins, stakk af eftir 16-0 sprett snemma leiks og var alls yfir í 44 mínútur og 42 sekúndur í þessum leik. Bakvörðurinn og miðherjinn Al Horford nýttu sér það vel að Washington Wizards lagði ofurkapp á það að stöðva Isaiah Thomas í leiknum. „Isaiah er að fá svo mikla athygli að við þurftum að stíga fram og búa eitthvað til. Isaiah gerði mjög vel að koma til mín boltanum og losa hann á réttum tíma. við náðum síðan að klára vel,“ sagði Al Horford. Avery Bradley skoraði 25 af 29 stigum sínum í fyrri hálfleik og hefur aldrei skorað meira í leik í úrslitakeppni. Al Horford var með 19 stig, 7 stoðsendingar, 6 fráköst og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Eitt af því sem kom Boston-liðinu á flug í fyrri hálfleiknum var þegar hinn smávaxni Isaiah Thomas setti hindrun fyrir Al Horford sem fékk í framhaldinu galopið þriggja stiga skot sem hann setti niður. „Avery var sjóðheitur og Al var fránær. Við fundum engin svör á móti þessum tveimur,“ sagði Scott Brooks, þjálfari Washington-liðsins. Bradley hitti meðal annars úr 12 af 19 skotum sínum en fjórar af körfum hans voru þristar. Isaiah Thomas gerði samt sitt en hann endaði með 18 stig og 9 stoðsendingar og kom alls að 41 stigi hjá Boston í nótt. John Wall skoraði mest fyrir Washington eða 21 stig og Bradley Beal var með 16 stig. Liðið hitti aðeins úr 39 prósent skota sinna og skoraði 9 færri þrista en Boston (7 á móti 16). Þeir félagar Wall og Beal þurftu líka 36 skot utan af velli til að skora þessi 37 stig sín. Eftir tvo flotta sigra í fyrstu tveimur leikjunum þá spilaði Boston-liðið skelfilega í tveimur leikjum á heimavelli Wizards. Brad Stevens þjálfara liðsins tókst hinsvegar að koma liðinu aftur á skrið í nótt. Leikur sex er á föstudaginn í Washington og þar getur Boston Celtics tryggt sig inn í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Cleveland Cavaliers en vinni Washington Wizards menn þá verður hreinn úrslitaleikur í Boston á mánudaginn.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira