Þjálfari Cleveland: Cavs-Warriors eins og Celtics-Lakers á níunda áratugnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 12:30 Larry Bird og Magic Johnson mættust oft í úrslitaeinvíginu. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði unnið átta fyrstu leiki sína í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og allt lítur út fyrir að þau mætist í úrslitaeinvíginu í júní. Það yrði þá í þriðja árið í röð sem þessi tvö lið spila um titilinn. Golden State Warriors vann titilinn árið 2015 en Cleveland Cavaliers liðið er ríkjandi NBA-meistari. Einhverjir körfuboltaspekingar vestan hafs hafa verið að kvarta yfir þessum yfirburðum liðanna og vilja fá meiri spennu í úrslitakeppnina. Það hafa reyndar verið fullt af spennandi seríum bara ekki þær þar sem Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði sópað tveimur liðum í sumarfrí. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, skilur ekki alveg í þessari umræðu og vill alls ekki meina að þessi þróun sé slæm fyrir körfuboltann í Bandaríkjunum. Hann notaði við það tækifæri gott dæmi frá níunda áratugnum, dæmi sem er í NBA-sögunni sagt verið ein af helstu ástæðunum fyrir auknum vinsælum NBA-körfuboltans á sínum tíma. „Er þetta vandamál? Ég tel svo ekki vera,“ sagði Tyronn Lue á fyrstu æfingu Cleveland Cavaliers eftir að liðið sendi Toronto Raptors í sumarfrí. „Ég held að fullt af fólki hafi viljað sjá Boston spila til úrslita á móti Lakers á sínum tíma. Það eru líka örugglega margir sem vilja sjá Golden State og Cavs mætast í dag. Það er ekkert vandmál. Þetta eru tvo þau lið sem eru að spila besta körfuboltann þessa stundina,“ sagði Tyronn Lue. Kobe Bryant, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og einn besti körfuboltamaður allra tíma, hefur tekið undir þetta sjónarhorn Tyronn Lue. Yfirburðir Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors eru þó kannski fullmiklir. Warriors-liðið hefur unnið átta leiki með 16,5 stigum að meðaltali en Cleveland hefur unnið sína leiki með 9,6 stigum að meðaltali. Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust oft í lokaúrslitunum á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson í fararbroddi. Þau náðu því þá aldrei að mætast þrjú ár í röð þótt þau hafi unnið alla titla í boði frá 1984 til 1988 (Boston 1984 og 1986 og Lakers 1985, 1987 og 1988). Fari því svo að lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í úrslitaeinvíginu þá verður það í fyrsta sinn í sögu NBA sem sömu lið spila um NBA-titilinn þrjú ár í röð. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði unnið átta fyrstu leiki sína í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og allt lítur út fyrir að þau mætist í úrslitaeinvíginu í júní. Það yrði þá í þriðja árið í röð sem þessi tvö lið spila um titilinn. Golden State Warriors vann titilinn árið 2015 en Cleveland Cavaliers liðið er ríkjandi NBA-meistari. Einhverjir körfuboltaspekingar vestan hafs hafa verið að kvarta yfir þessum yfirburðum liðanna og vilja fá meiri spennu í úrslitakeppnina. Það hafa reyndar verið fullt af spennandi seríum bara ekki þær þar sem Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði sópað tveimur liðum í sumarfrí. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, skilur ekki alveg í þessari umræðu og vill alls ekki meina að þessi þróun sé slæm fyrir körfuboltann í Bandaríkjunum. Hann notaði við það tækifæri gott dæmi frá níunda áratugnum, dæmi sem er í NBA-sögunni sagt verið ein af helstu ástæðunum fyrir auknum vinsælum NBA-körfuboltans á sínum tíma. „Er þetta vandamál? Ég tel svo ekki vera,“ sagði Tyronn Lue á fyrstu æfingu Cleveland Cavaliers eftir að liðið sendi Toronto Raptors í sumarfrí. „Ég held að fullt af fólki hafi viljað sjá Boston spila til úrslita á móti Lakers á sínum tíma. Það eru líka örugglega margir sem vilja sjá Golden State og Cavs mætast í dag. Það er ekkert vandmál. Þetta eru tvo þau lið sem eru að spila besta körfuboltann þessa stundina,“ sagði Tyronn Lue. Kobe Bryant, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og einn besti körfuboltamaður allra tíma, hefur tekið undir þetta sjónarhorn Tyronn Lue. Yfirburðir Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors eru þó kannski fullmiklir. Warriors-liðið hefur unnið átta leiki með 16,5 stigum að meðaltali en Cleveland hefur unnið sína leiki með 9,6 stigum að meðaltali. Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust oft í lokaúrslitunum á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson í fararbroddi. Þau náðu því þá aldrei að mætast þrjú ár í röð þótt þau hafi unnið alla titla í boði frá 1984 til 1988 (Boston 1984 og 1986 og Lakers 1985, 1987 og 1988). Fari því svo að lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í úrslitaeinvíginu þá verður það í fyrsta sinn í sögu NBA sem sömu lið spila um NBA-titilinn þrjú ár í röð.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira