Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2017 11:18 Robin og Christian eru sagðir hafa orðið hinum fjögurra ára Kevin að bana árið 1998. Þeir hafa alltaf efast um sekt sína. Skjáskot SVT Nítján ár eru nú liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina og hafa saksóknarar nú verið ákveðið, í ljósi nýrra upplýsinga, að rannsaka málið á nýjan leik. Sænska ríkissjónvarpið SVT sýndi í gærkvöldi annan þáttinn af þremur um málið þar sem Dan Josefsson, fréttamaður fréttaskýringaþáttarins Dokument Inifrån, hefur rætt við bræðurna, foreldra þeirra og þá sem komu að rannsókninni. Eru birt myndskeið frá yfirheyrslum lögreglumanna yfir drengjunum þar sem þeir eru spurðir leiðandi spurninga um atburðina.Fannst á palli í háu grasi við vatnið Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Afi drengsins hafði þá komið að barnabarni sínu sem hafði þá verið saknað í fjóra tíma. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hafi drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Þá var hann með sár á líkama sem leiddi til að lögregla hóf fyrst leit að kynferðisbrotamanni. Líkið hafði fundist um þrjátíu metrum frá þeim stað sem talið er að hann hafi verið drepinn.120 börn yfirheyrð Lögregla yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna í tengslum við málið, en mörg börn höfðu verið að leik skammt frá vatninu á þessum sumardegi. Á fyrstu dögum rannsóknarinnar beindi lögregla sérstaklega sjónum sínum að vinum Kevin. Eftir um tveggja mánaða rannsókn greindi lögregla, sem hafði verið undir miklum þrýstingi að leysa málið, að fimm og sjö ára bræður frá bænum hafi orðið valdir að dauða Kevin, en sést hafði til þeirra með Kevin fyrr um daginn örlagaríka. Á fréttamannafundi á haustdögum 1998 greindi lögreglumaðurinn Rolf Sandberg, sem stýrði rannsókninni, að bræðurnir hafi viðurkennt að hafa banað Kevin. Þó voru engin tæknileg sönnunargögn sem bendluðu drengina við morðið. Vegna ungs aldurs hlutu bræðurnir engan dóm.Bræðurnir Christian og Robin ræða nú í fyrsta sinn opinberlega um málið. Þeir eru nú 25 og 23 ára gamlir.Skjáskot SVTYfirheyrðir í 31 tíma Málið vakti skiljanlega gríðarlega athygli í Svíþjóð þar sem þetta var í fyrsta sinn sem barn hafði orðið öðru barni að bana í landinu. Eftir að „játning“ bræðranna lá fyrir var hins vegar lítið sem ekkert fjallað um málið. Þar til nú. Þeir lögfræðingar og sérfræðingar sem fréttamaðurinn Josefsson hefur rætt við segja að „játning“ bræðranna sé á engan hátt trúverðug og að fjölmargt megi setja út á rannsókn lögreglu. Bræðurnir voru yfirheyrðir í alls 31 klukkutíma, í langan tíma í senn og yfir tveggja mánaða tímabil. Á myndbandsupptökunum af yfirheyrslunum, sem hafa fyrst nú komið fyrir sjónir almennings, má sjá Sandberg koma inn í yfirheyrsluherbergið og spyrja fimm ára drenginn leiðandi spurninga og breyta tón sínum allt eftir því hvaða svör drengirnir gáfu hverju sinni. Drengirnir breyttu frásögn sinni af atburðum dagsins í sífellu og lögfræðingur fjölskyldunnar var ekki viðstaddur yfirheyrslurnar.Hafa ávallt efast um sekt sína Bræðurnir Christian og Robin, sem nú eru 25 og 23 ára gamlir, segjast í þáttunum alltaf hafa efast um að hafa verið valdir að dauða Kevin. Segja þeir að þeir hafi fundið fyrir þrýstingi frá lögreglunni á sínum tíma að viðurkenna morðið. Saksóknari í Karlstad greindi frá því í gær að í ljósi nýrra upplýsinga hafi verið ákveðið að hefja rannsókn á málinu á nýjan leik. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Nítján ár eru nú liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina og hafa saksóknarar nú verið ákveðið, í ljósi nýrra upplýsinga, að rannsaka málið á nýjan leik. Sænska ríkissjónvarpið SVT sýndi í gærkvöldi annan þáttinn af þremur um málið þar sem Dan Josefsson, fréttamaður fréttaskýringaþáttarins Dokument Inifrån, hefur rætt við bræðurna, foreldra þeirra og þá sem komu að rannsókninni. Eru birt myndskeið frá yfirheyrslum lögreglumanna yfir drengjunum þar sem þeir eru spurðir leiðandi spurninga um atburðina.Fannst á palli í háu grasi við vatnið Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Afi drengsins hafði þá komið að barnabarni sínu sem hafði þá verið saknað í fjóra tíma. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hafi drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Þá var hann með sár á líkama sem leiddi til að lögregla hóf fyrst leit að kynferðisbrotamanni. Líkið hafði fundist um þrjátíu metrum frá þeim stað sem talið er að hann hafi verið drepinn.120 börn yfirheyrð Lögregla yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna í tengslum við málið, en mörg börn höfðu verið að leik skammt frá vatninu á þessum sumardegi. Á fyrstu dögum rannsóknarinnar beindi lögregla sérstaklega sjónum sínum að vinum Kevin. Eftir um tveggja mánaða rannsókn greindi lögregla, sem hafði verið undir miklum þrýstingi að leysa málið, að fimm og sjö ára bræður frá bænum hafi orðið valdir að dauða Kevin, en sést hafði til þeirra með Kevin fyrr um daginn örlagaríka. Á fréttamannafundi á haustdögum 1998 greindi lögreglumaðurinn Rolf Sandberg, sem stýrði rannsókninni, að bræðurnir hafi viðurkennt að hafa banað Kevin. Þó voru engin tæknileg sönnunargögn sem bendluðu drengina við morðið. Vegna ungs aldurs hlutu bræðurnir engan dóm.Bræðurnir Christian og Robin ræða nú í fyrsta sinn opinberlega um málið. Þeir eru nú 25 og 23 ára gamlir.Skjáskot SVTYfirheyrðir í 31 tíma Málið vakti skiljanlega gríðarlega athygli í Svíþjóð þar sem þetta var í fyrsta sinn sem barn hafði orðið öðru barni að bana í landinu. Eftir að „játning“ bræðranna lá fyrir var hins vegar lítið sem ekkert fjallað um málið. Þar til nú. Þeir lögfræðingar og sérfræðingar sem fréttamaðurinn Josefsson hefur rætt við segja að „játning“ bræðranna sé á engan hátt trúverðug og að fjölmargt megi setja út á rannsókn lögreglu. Bræðurnir voru yfirheyrðir í alls 31 klukkutíma, í langan tíma í senn og yfir tveggja mánaða tímabil. Á myndbandsupptökunum af yfirheyrslunum, sem hafa fyrst nú komið fyrir sjónir almennings, má sjá Sandberg koma inn í yfirheyrsluherbergið og spyrja fimm ára drenginn leiðandi spurninga og breyta tón sínum allt eftir því hvaða svör drengirnir gáfu hverju sinni. Drengirnir breyttu frásögn sinni af atburðum dagsins í sífellu og lögfræðingur fjölskyldunnar var ekki viðstaddur yfirheyrslurnar.Hafa ávallt efast um sekt sína Bræðurnir Christian og Robin, sem nú eru 25 og 23 ára gamlir, segjast í þáttunum alltaf hafa efast um að hafa verið valdir að dauða Kevin. Segja þeir að þeir hafi fundið fyrir þrýstingi frá lögreglunni á sínum tíma að viðurkenna morðið. Saksóknari í Karlstad greindi frá því í gær að í ljósi nýrra upplýsinga hafi verið ákveðið að hefja rannsókn á málinu á nýjan leik.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira