Kristján Þór: Eðlilegt að starfsmenn hafi áhyggjur af stöðunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 13:21 Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra. Vísir/Pjetur Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. „Þetta er atriði sem ég verð að vísa til að sé í skoðun. Það er eðlilega afar viðkvæmt þegar verið er að færa til fólk á milli opinbera kerfisins og inn í eitthvert annað umhverfi þar sem skóli er rekinn af einkahlutafélagi. Þá er mjög eðlilegt að uppi séu efasemdir og áhyggjur fólks af sinni réttarstöðu,” sagði Kristján Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fyrirhuguð sameining skólanna tveggja hefur verið umdeild, en Tækniskólinn er einkarekinn á meðan FÁ er í eigu hins opinbera. Bæði starfsmenn og nemendur fjölbrautaskólans hafa lýst yfir áhyggjum auk þess sem fólk segist ósátt við að hafa ekki verið upplýst um áformin. Þá er stjórnarandstaðan sömuleiðis ósátt við að málið hafi ekki komið til kasta þingsins fyrr. Ákvörðunarvaldið liggur hins vegar hjá Kristjáni Þór, lögum samkvæmt. Kristján segir umræðu um málið hafa farið of snemma af stað en að á sama tíma hafi vinna við áformin tekið of langan tíma. „Mikil ósköp hefði verið hægt að fara öðruvísi að. […] Málið fór bara í þennan farveg og hefði verið miklu æskilegra að geta gert þetta með öðrum hætti og kynnt það.” Ótímabær umræða hafi hins vegar engin áhrif á áformin. „Áform mín eru að skoða kosti og galla við að sameina þessa skóla. Sú vinna er í gangi. Þess vegna finnst mér oft í umræðunni að men gefi sér oft fyrirfram niðurstöðu af svona vinnu, að hún sé annað hvort góð eða slæm og umræðan hefur gengið út á það að finna allt til foráttu án þess að fólk sem að markvisst hafi tekið þátt í umræðunni hafi yfir höfuð snefil af upplýsingum um námið á báðum stöðum eða þeim möguleikum, eða vilji ræða möguleikana sem felast í þessu tækifæri,” segir hann. Þá segir hann næstu skref að halda þessari vinnu áfram og finna út hvernig hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framhaldsskólakerfið standi frammi fyrir. Nemendum fari fækkandi og að ljóst sé að hátta þurfi kennslu með öðrum hætti. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. „Þetta er atriði sem ég verð að vísa til að sé í skoðun. Það er eðlilega afar viðkvæmt þegar verið er að færa til fólk á milli opinbera kerfisins og inn í eitthvert annað umhverfi þar sem skóli er rekinn af einkahlutafélagi. Þá er mjög eðlilegt að uppi séu efasemdir og áhyggjur fólks af sinni réttarstöðu,” sagði Kristján Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fyrirhuguð sameining skólanna tveggja hefur verið umdeild, en Tækniskólinn er einkarekinn á meðan FÁ er í eigu hins opinbera. Bæði starfsmenn og nemendur fjölbrautaskólans hafa lýst yfir áhyggjum auk þess sem fólk segist ósátt við að hafa ekki verið upplýst um áformin. Þá er stjórnarandstaðan sömuleiðis ósátt við að málið hafi ekki komið til kasta þingsins fyrr. Ákvörðunarvaldið liggur hins vegar hjá Kristjáni Þór, lögum samkvæmt. Kristján segir umræðu um málið hafa farið of snemma af stað en að á sama tíma hafi vinna við áformin tekið of langan tíma. „Mikil ósköp hefði verið hægt að fara öðruvísi að. […] Málið fór bara í þennan farveg og hefði verið miklu æskilegra að geta gert þetta með öðrum hætti og kynnt það.” Ótímabær umræða hafi hins vegar engin áhrif á áformin. „Áform mín eru að skoða kosti og galla við að sameina þessa skóla. Sú vinna er í gangi. Þess vegna finnst mér oft í umræðunni að men gefi sér oft fyrirfram niðurstöðu af svona vinnu, að hún sé annað hvort góð eða slæm og umræðan hefur gengið út á það að finna allt til foráttu án þess að fólk sem að markvisst hafi tekið þátt í umræðunni hafi yfir höfuð snefil af upplýsingum um námið á báðum stöðum eða þeim möguleikum, eða vilji ræða möguleikana sem felast í þessu tækifæri,” segir hann. Þá segir hann næstu skref að halda þessari vinnu áfram og finna út hvernig hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framhaldsskólakerfið standi frammi fyrir. Nemendum fari fækkandi og að ljóst sé að hátta þurfi kennslu með öðrum hætti.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira